Vikan


Vikan - 18.01.1999, Page 8

Vikan - 18.01.1999, Page 8
Nýlega gafst áskrifendum Vikunn- ar tækifæri til að sjá myndina Stjúpmamma með þeim Susan Sarandon og Juliu Roberts. Þær stöllur leika annars vegar fyrrverandi eiginkonu Lukes,(Ed Harris) að nafni Jackie og hins vegar Isabel, unnustu hans. Þau Jackie og Luke eiga saman tvö börn sem Isabel reynir, af fremsta megni, að ná lil. Jackie er afskaplega góð móðir og börn hennar þarfnast læplega annarrar móður. Kon- urnar tvær eru auk þess l'remur andsnúnar hvor annarri og hjálpar það ekki upp á sakirnar. Þegar Jackie greinist með ban- vænan sjúkdóm þurfa allir að endurskoða afstöðu sína hver lil annars og koma á góðum samskiptum innan fjölskyldunnar. Það eru engir aukvisar sem að myndinni koma. Susan Sarandon og Julia Roberts eru meðframleiðendur myndarinnar ásamt Wendy Fineman sem hlaut óskar- inn fyrir Forrest Gump. Upphaflega hand- ritið var sarnið af ungri konu Gigi Levangie sem byggði ekki síst á eigin reynslu af stjúpmóðurhlutverkinu. Margret French Isacs starfsmaður Finem- an heillaðist al’ því og sýndi yfirmanni sín- um. Frá upphafi sáu þær Isacs og Fineman að Julia og Susan voru tilvaldar í aðalkven- hlutverkin og það hefur ekki verið nein tálsýn. Þær stöllur sýna snilldarleik í myndinni, ekki síst Susan Sarandon og þarl engum að koma á óvart ef hún hrepp- ir annan óskar fyrir þessa mynd. Erfiðara var að finna mann í hlutverk Lukes. 8 Susan Sar Texti: Steingerður Steinarsdóttir wtjúpanv Ed Harris varð fyrir valinu, stórkostleg- ur leikari sem lengi hefur verið vanmet- inn í Hollywood. Hann skilar sínu af svo mikilli næmni og hlýju að auðskiljanlegt er hvers vegna tvær stórkostlegar konur á borð við Jackie og Isabel falla fyrir hon- um. Sjálfur sagði Harris, aðspurður um hlutverk sitt, að þetta hlyti að vera draumastaður hvers karlmanns að vera á milli þeirra Susan Sarandon og Juliu Ro- berts. Börnin sem leika þau Önnu og Ben, heita Jean Malone og Liam Aiken. Þau eru ótrúlega sannfærandi í hlutverkum sínum. Jean er ekki nema fjórtán ára og hefur þegar hlotið tilnefningu lil Golden Globe verðlaunanna og fyrir túlkun sína á Jodie Foster unga að árum í myndinni Contact, hlaut hún ungstjörnu verðlaun- in. Liam hefur einnig leikið í nokkrum vinsælum kvikmyndum og þykir einstak- lega efnilegur. Þungavigtarfólk í handritaskrifum var fengið til að laga upphaflegt handrit Levangies og þegar allir voru ánægðir, var lokaútgáfan send Chris Columbus sem leikstýrði meðal annars Mrs Doubt- fire og Nine Months. Honum leist skiljan- lega ákaflega vel á því handritið er mjög vel skrifað. Fullt af kímni og mannlegum tilfinningum sem heilla. Hvergi verður væmni alls ráðandi og ekki er heldur þar að finna langdregnar sorgarsenur við dánarbeð móður sem virðast skrifaðar til þess eins að kreista, með öllum ráðum, tár út á áhorfendum. Það þýðir samt ekki að óhætt sé að skilja vasaklút- inn eftir heima, þvert á rnóti mælum við með að menn stingi á sig pappírsþurrku- pakka áður en lagt er af stað í bíó. En þrátt fyrir þann varnagla ætti fólk ekki síður að búa sig undir góða skemmt- un því margar bráðskemmti- legar senur og tilsvör eru í myndinni. Stjúpmamma er ákaflega sönn mynd og margir hafa líkt henni við As Good as it Gets. Samlíkingin er rétt að því leyti að báðar myndirnar lýsa fólki á ákaflega hlýjan og raunveru- legan hátt. Stjúpmamman er aðgengilegri mynd að því leyti, að nú á dögum standa margar konur í sporum þeirra Jackie og Isabel, þ.e. að þurfa að takast á við hlutverk sem þær hafa sjálfar alls ekki kosið sér. Isabel er ung, hæfileikarík og á framtíðina fyrir sér í starfi. Hún verður ástfangin af manni sem á börn og það þýð- ir að hún verður að gera til- slakanir og reyna að finna þeim stað í lífi sínu og læra að meta þau að verðleikum. Jackie er eldri og þarf að sætta sig við að maðurinn sem hún var gift, faðir barn- anna hennar er farinn að búa með mun yngri konu og börnin hennar eyða mikl- um tíma með þeirri konu. Hún þarf að gera það upp við sig hvort áhrif þeirrar konu á þau og persónuleika þeirra séu æskileg. í einu atriði myndarinnar segir Susan Sarandon við Juliu Roberts að í barnauppeldi felist það að kenna börnum sínum að breyta rétt, marka eigin stefnu og læra að þekkja sjálf sig. Hún segir það einstaklega erfitt að ná þessu takmarki því hver móðir sé þess fuilkomlega með- vituð að allar hennar ákvarðanir hafi áhrif á líf barna sinna og muni hafa áhrif á hvers konar fólk þau verði. Hvaða for- eldri getur ekki skilið þessi orð og tekið undir þau? Ed Harrls og Julia Roberts

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.