Vikan


Vikan - 18.01.1999, Page 10

Vikan - 18.01.1999, Page 10
SONJA MAGNUSDOTTIR DREIF SIG I NAM TIL LISTABORGARINNAR BARCELONA Sonju og Guðrúnu dóttur hennar hefur báðum^jengið vel að byrja nýtt lif á Spáni Sonju Magnúsdóttir vur búin uó lútu sig dreymu í mörg úr um uó tuku sig upp og flytju ú úkunnur slúúir. I sumur úkvuú hún u5 lútu druuminn rætust. Heimu ú íslundi vur ekkert sem hélt í hunu; hún er frúskilin, dúttir hennur er búsett ú Spúni og sonur hennur reyndist veru tilbúinn uú tuku þútt í ævintýr- inu. Þegur íslensku fyr- irtækiú sem hún vur nýbyrjuú uú vinnu hjú, Iugúi upp luupunu vur ekkert lengur í vegin- um l'yrir því uú slú lil og byrju nýtt líf ú nýj- um slúúum. Eg hitti Sonju í vetrursúlinni í Burcelonu og forvitn- uúist um hugi hennur. LÆTffií GAMLAN DRAIM RÆTAST í NÝJIILANDI TÆKIFÆRANNA Viðtal: Þórunn Stefánsdóttir IVIyndir: Úr einkaeign Hann hristir höfuðið, þjónninn á Kaffi Óperu, sem staðsett er á miðri Römblunni, þegar við biðjum hann að koma með kaffibollana okkar út í sólina. Okkur Islendingunum finnst heitt og notalegt úti. Hitastigið er um fjórtán gráður og sólin skín á skraut- legt mannlífið. En Spánverjum finnst nú ekki mikið til um fjórtán gráðurnar. Þeir eru vanir öðrum og hærri hitagráðum og ganga framhjá okkur kappdúðaðir. Þegar þjónninn hefur komið með kaffið okkar spyr ég Sonju hvað hún sé að gera í Barcelona. „Fyrir tíu árum síðan dvaldi ég í Danmörku í eitt og hálft ár og lærði gluggaskreytingar. Alla tíð síðan hefur það blundað í mér að fara aftur til dvalar erlendis. Svo tók við daglegt líf heima á íslandi og það var ekki auðvelt á þeim 10 tíma að taka sig upp með fjölskyldu og flytjast á ókunnar slóðir. En drauminn geymdi ég alltaf á bak við eyrað.“ Sonja starfaði í mörg ár hjá auglýsingadeild DV. Þegar Stöð 3 var hleypt af stokkun- um ákvað hún að söðla um og réði sig þangað. En eins og allir vita var það stutt ævintýri og Sonja stóð uppi atvinnulaus. „Það er ef til vill ekki sanngjarnt að taka þannig til orða, en atvinnuleysið var kær- komið tækifæri fyrir mig til að hugsa minn gang. Eg var á báðum áttum hvað ég ætti að gera. Reyndar bauðst mér fljótlega nýtt starf, en þá var ég búin að ákveða að fara til dóttur minnar sem var á Mallorca. Hún var búin að vera þar í þrjá mánuði, bjó í stóru og góðu húsnæði og ég ákvað að halda á vit ævintýranna. Ég fór með því hugarfari að njóta lífsins í sumarblíðunni á Mallorca og eiga ánægjulegan tíma með dóttur minni yfir sumartímann. Mér bauðst síðan starf á veitingahúsi og tók ég því og nýtti þannig tækifærið til þess að kynnast betur dag- legu lífi Spánverja.“ Einhvern tímann þarna um sumarið ákváðu þær mæðgur að taka sér vikufrí og og skruppu til Barcelona. Og þá kviknaði annar draum- ur, að taka sig upp frá íslandi í nokkur ár og flytja þangað. FEGURÐ BARCELONA GEFUR MÉRORKU Meðan við sötrum kaffið okkar reynum við að átta okkur á því hvað það er við Barcelona sem allir, sem þangað koma, falla fyrir. Það er úr vöndu að velja þegar lýsa á borginni sem margir vilja kalla borg borganna, hina alfallegustu í heimi. Borginni, sem svaf Þyrnirósarsvefni með- an Franco einræðisherra sat við stjórn- völinn, en er nú glaðvöknuð og virðist ákveðin í því að sofna aldrei aftur. í mesta lagi að hún halli sér aðeins í síest- unni. Andrúmsloftinu er ekki hægt að lýsa, hver og einn verður að upplifa það sjálfur. Sumir lýsa hraðanum, hávaðan- um, mannmergðinni, börunum og skemmtistöðunum sem aldrei loka. Aðrir lýsa kyrrðinni, fegurðinni, litlu torgun- urn, görðunum þar sem hægt er að eyða deginum í sól og blíðu með bók í tösk-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.