Vikan


Vikan - 18.01.1999, Page 22

Vikan - 18.01.1999, Page 22
Smásaga_________ eftir Doris Lessing Sumargleði Ahverju ári voru tveir hápunktar í lífi Mary Rogers. Á meðan hún tók niður jólaskrautið hóf hún að undirbúa hinn stórat- burðinn. Að þessu sinni sat hún og fletti tískublaði þegar maðurinn hennar sagði: - Jæja, er þig farið að dreyma um sólina, gamla mín? - Já, og hvað með það? svaraði hún af þrjósku. - Það eru liðin fjögur ár síðan við fórum síðast. - Já, en ég sé bara ekki hvernig við höfum ráð á því, sagði hann en vissi samt að henni yrði ekki haggað. Vinkona hennar, frú Baxter, sem var gift yfirmanni hans, sá líka tísku- blaðið og sagði: - Já, þið farið auðvitað til Suður-Frakklands, nú þegar dóttir þín þarf ekki lengur á þér að halda. - Svo bætti hún við með ljúfu brosi: - Ætli við látum okkur ekki nægja Brighton eins og við erum vön. Og Mary Rogers svaraði eins og hún var vön: - Ég bara skil ekki hvernig nokkur maður fær sig til að eyða sumarfríinu í Englandi þegar hægt er að komast til útlanda fyrir sama pening. Fjögur undanfarin sumur hafði hún dvalið á Cornwall með dóttur sinni og barnabörnum og lýsti því fyrir vinum sínum sem þung- bærri fórn á altari fjölskyldulífsins. En í sumar ætlaði dóttir in með börnin til ömmu í Skotlandi. Mary Rogers keypti bómullarefni í fjörlegum sumap litum og breiddi úr þeim í stofunni. Rigningin lam< gluggana þennan dapurlega febrúardag í Miðlönd- unum. Tommy Rogers virti kjólefnin fyrir sér en sagði ekki orð. Viku seinna þegar hún stóð fyrir. framan spegil og mátaði hvítan bómullarkjól datt þó út úr honum: - Heyrðu, gamla mín, það er naumast þú sýnir af fótleggjum í þessari flík. Þar með var ákvörðunin tekin um sumarleyf- ið. En það hafði margt breyst á þessum fjórum árum. Mary Rogers grandskoðaði á sér lærin og axlirnar og komst að þeirri niðurstöðu að enn mætti hafa þessa líkamsparta til sýnis. Kjólarnir sem hún saumaði voru enn fallegir en óneitanlega heldur ráðsettari en áður. Hún saumaði flest kvöld í mars, apríl, maí og júní. Hún var dugleg að sauma, enda hafði hún sótt námskeið í tískuteiknun og kjólasaum í Lund- únum áður en hún giftist. Þá hafði heimurinn verið öðruvísi en nú, það mátti greina á raddblæn- um þegar hún lýsti þessum gósentímum fyrir vinkon- um sínum. Og frú Baxter svaraði í vingjarnlegum tón Æ já, enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þau ætluðu að leggja í hann í endaðan júlí. Viku áður Tommy fram pappírssnepil sem hafði að geyma talnarað'fr, Þær voru miklu rýrari en nokkru sinni fyrr. - Við björgum okkur, ^ sagði hún eins og utan við sig. Hugurinn var þegar kominn á flug'úpþ- __ í bláan himin yfir bláu hafi. - Væri ekki betra að panta herbergi á Plaza? - Nei, það er óþarfi, þeir þekkja okkur. Þau höfðu af gömlum vana keypt lestarmiða, þótt nú væri orðið svo 22

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.