Vikan


Vikan - 18.01.1999, Page 28

Vikan - 18.01.1999, Page 28
Vinna og pen- ingar: Mikil hagsæld og fjárhagsleg vel- megun blasir við hrútum árið 1999. Leiðtoga- hæfileikar hrútanna blómstra sem aldrei fyrr og líklegt er að þeir verði oft valdir til að leiða hópa í leik eða starfi. Þetta ætti að vera góður tími til að óska eftir stöðuhækkunum og meiri ábyrgð í vinnunni. Hrút- urinn endurmetur markmið sín og margir setja sér ný framtíðarmarkmið. Þó hrútur- inn sé í mikilli uppsveiflu ætti hann samt að hafa í huga að ekki geta allir fylgt honum eft- ir og sum verkefni eru betur leyst með samvinnu. Ást og kynlíf: Árið verður gjöfult þeim sem eiga góða fjölskyldu. Fjöl- skyldulífið verður betra en nokkru sinni fyrr og sambönd hrúta styrkjast. Sennilega munu allmargir í þessu merki gifta sig á árinu en ekki er mikið um að stofnað verði til nýrra sambanda. Þó mun rómantíkin blómstra undir lok ársins og þeir hrútar sem enn eru ólofaðir ættu að búa sig undir skemmtilegan tíma. Heilsufar og líðan. Hrúturinn er í góðu andlegu jafnvægi á árinu og yfirleitt gengur honum allt í haginn. Líkamleg líðan er eftir því, með besta móti. Iþróttamenn í hrútsmerkinu auka árangur sinn og eru í uppsveiflu. Hrút- ar sem ekki hreyfa sig reglu- lega ættu að grípa tækifærið og byrja. Tímabilið frá febrúar til apríl gæti þó verið mörgum hrútum erfitt og heilsufarið verður sveiflukennt. Hrútur- inn ætti að fara vel með sig þessa mánuði og forðast kulda eða mikla áreynslu. I\lautið Vinna og pen- ingar: Hinni venjulegu iðni og dugnaði Nautsins er við brugðið fyrri hluta ársins. Þetta lagast með sumrinu og undir haust verður Nautið farið að vinna með sínum venjulegu afköstum. Best er að fylgja bara straumnum og reyna ekki að gera meira en maður getur. Fjárhagurinn helst stöðugur hjá Nautinu þetta árið en það verða engar stórar sveiflur upp á við. Naut sem sækjast eftir stöðuhækk- unum ættu ekki að búast við neinu fyrr en undir lok ársins. Ást og kynlíf: Nautið er óvenju ástleitið og rómantískt á árinu og ekki ólíklegt að það leiði til spenn- andi ævintýra. Þau naut sem þegar eru í sambandi geta bú- ist við að samskiptin batni og tilfinningatengsl dýpki og verði nánari. Kynlíf nautsins ætti að njóta góðs af þessu og árið ætti að vera nautinu ákaflega gott í einkalífinu. Heilsufar og líðan: í byrjun árs er eitthvert slen í nautum. Þau eru ekki eins vinnusöm og venjulega og mörg munu finna til þess. Mikilvægt er að muna að slík tímabil koma hjá öllum og best að taka því rólega og bíða þess að þau líði hjá. Mörg naut gætu verið ergileg og hálf þunglynd meðan á þessari lægð stendur en um leið og starfsorkan eykst í sumar og í haust tekur nautið gleði sína á ný. Tvíhurapnin Vinna og pen- ingar: Mikið verður um að vera hjá tvíbur- um þetta árið. Þeir tvíburar sem kæra sig um gætu verið að vinna allan sól- arhringinn og mörgum munu bjóðast aukastörf. Það lítur þó út fyrir að þessi mikla vinna rnuni ekki skila jafn miklum fjárhagslegum arði og búast mætti við. Tvíburar hafa það betra fjárhagslega en oft áður en engar stórar uppsveiflur í peningamálum verða á árinu. Tvíburar sem eru að hugsa um kauphækkun eða sækja um hærri stöður ættu að gera það með haustinu þá verður ákaflega hagstæður tími til að sækja á brattann. Ást og kynlíf: Ástarmálin vefjast fyrir tví- burum í ár. Það er eins og þeir viti ekki alveg í hvorn fótinn þeir eiga að stfga. Ef þeir taka af skarið og ákveða að stökkva í stað þess að hrökkva ætti það að skila góðu til framtíðar. Það er nefnilega mjög líklegt að margir tvíburar hitti framtíð- arfélaga á þessu ári. Heilsa og líðan: Mikil orka og frjór hugur er besta lýsing sem hægt er að hugsa sér á fólki í tvíbura- merkinu í ár. I vinnu verður tekið eftir þessu og allir sækj- ast eftir starfskröftum þessara dugnaðarforka. Tvíburar ættu samt að taka tillit til heilsunn- ar og ofgera sér ekki. Sérstak- lega er þeim hætt um miðbik sumars og í byrjun hausts. 28

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.