Vikan


Vikan - 18.01.1999, Side 32

Vikan - 18.01.1999, Side 32
Pasta með rauðrófum (fyrir fjóra) 250 g pasta í strimlum (t.d. tagliatelle) SÓSA: 300 g ferskar rauðrófur 1 meðalstór laukur 1 msk. olía 3 tsk. balsamik edik 1 dl grænmetissoð 1 dl kjúklingasoð (bouillon) 2 1/2 dl rjómi salt og pipar eftir smekk AÐFERÐ: Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Afhýðið rauðrófurnar og rífið þær með rifjárni. Saxið laukinn smátt. Græn- metið er svo hitað í olíu á pönnu eða í potti. Bætið balsamik edikinu og grænmetis- og kjúklingasoðinu saman við. Látið sjóða í 10 mínútur við vægan hita. Rjómanum er bætt út í. Bragðbætið með salti og pipar. Þegar sósan er orðin mátulega þykk er pastanu blandað saman við. Auðvitað má alltaf bæta fleiri tegundum grænmetis við uppskriftina, allt eftir smekk og þörfum hvers og eins. Baráttan við aukakílóin hefur löngum verið einkenni janúarmán- aðar. Þá fyllast líkamsræktar- stöðvarnar og áhugi fólks á léttara fæði verður meira áberandi. Mið- jarðarhafsfæði er talið hollasta og náttúrulegasta fæði sem völ er á, hæfilcga prótcinríkt og í því mikið af vítamínum. Pasta nýtur sívax- andi vinsælda á Islandi sem og annars staðar í hinum vestræna heimi, enda er það hollt, gott og einfalt í matreiðslu. Pasta er kol- vetnarík fæða án þess að vera fit- andi vegna þess að í kolvetnarík- um mat eru mun færri hitaeiningar en í fituríkum mat. Ein af grund- vallarreglunum við matreiðslu pasta er að sjóða það ekki of lengi og bera það fram strax að lokinni suðu. Það er soðið í stórum, opn- um potti. Fyrir hver 100 grömm af pasta þarf einn lítra af vatni og eina teskeið af salti. Fyrst er suð- unni hleypt upp, þá saltið sett út í og því næst pastað. Til þess að vera viss um að pastað sé soðið rétt er gott að bíta í það þegar suðutími er á enda. Þá á það að vera mjúkt en stinnt undir tönn. Gott getur verið að setja svolítið af olíu eða smjöri saman við pa- stað eftir að það hefur verið tekið úr pottinum svo að það festist síð- ur saman. Til eru margar mismun- andi gerðir af pasta. Nefni ég hér nokkrar þcirra sem flcstir kannast við, en það eru spaghetti, lasagna, federici (skrúfur), farfalle (slauf- ur), tagliatelle (hreiður), gnocchi (skcljar), penne (pípur) og tortell- ini (fyllt pasta með ost- eða kjöt- fyllingu). Einnig fæst það í ýmsum litaafbrigðum. Úr pasta má enda- laust búa til nýja rétti. Það er ljúf- fengt, oftast ódýrt, að miklu Ieyti grænmetisfæði og getur verið fljótlegt og einfalt eða flókið og íburðarmikið eftir því hvað við á hverju sinni. Pasta ætti því að henta flestum. 32

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.