Vikan


Vikan - 18.01.1999, Síða 33

Vikan - 18.01.1999, Síða 33
grænmeti 400 g pastaslaufur (farfalle) 150 g magurt beikon 1 stk. meðalstór laukur 2 stk. hvítlauksrif 250 g sveppir 300 g spergilkál (broccoli) 1 stk. stór gulrót AÐFERÐ: Sjóðið pastað samkvæmt leiðbein- ingum á pakka. Skerið beikonið í smáa bita og steikið á pönnu. Bætið við fínt söxuðum lauknum, pressuð- um hvítlauksrifjum, niðursneiddum sveppum og spergilkálinu ásamt tveimur msk. af vatni og steikið létt. Setjið niðursneiddar gulrætur út í og látið sjóða í 3 mín. Bætið því næst rjómanum saman við. Látið suðuna koma upp. f>ar næst er pastanu blandað saman við. Gott er að bera fram brauð með þessum rétti. é Eplafrómas með Berentsen eplasnapsi 4 dl eplamauk (fæst tilbúið í krukkum) 1 tsk. kanill 6 stk. matarlímsblöð 3 stk. egg 75 g sykur 3 dl rjómi 250 g makkarónukökur 1172 dl Berentsen eplasnaps (fæst í ÁTVR) AÐFERÐ: Makkarónukökurnar eru muldar og bleyttar í Berentsen eplasnapsinum. Síðan eru eggin og sykurinn þeytt vel saman. Eplamauki og kanil er svo bætt út í með sleif. Rjóminn er þeyttur sér og honum blandað varlega saman við maukið. Mat- arlímsblöðin eru sett í kalt vatn og látin liggja í því í 5 mín. Síðan eru þau tekin upp úr og brædd yfir vatnsbaði. Látið matarlímið kólna aðeins áður en því er hellt varlega saman við frómasblönduna. Blöndunni er svo hellt yfir bleyttu makkarónu- kökurnar og hún látin standa í kæli í að minnsta kosti 2 klst. Skreytt með eplum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.