Vikan


Vikan - 18.01.1999, Qupperneq 36

Vikan - 18.01.1999, Qupperneq 36
Prjónað úr (flne ^ 100% ull Peysa og alpahúfa Upplýsingar um hvar Tinnugarnið fæst í síma: 565-4610 STÆRÐIR Á FLÍKINNI SJÁLFRI: 6 mán. 1 2 4ára Yfirvídd: 64 69 74 79 sm Sídd: 29 33 37 42 sm Ermalengd: 19 23 27 31 sm LANETT: Bleikt nr. 151/4517 Órans nr. 138/3718 Gult nr. 116/2317 Blátt nr. 161/5836 Fjöldi af dokkum 3 3 4 4 2 í allar stærðir 2 í allar stærðir 1 í allar stærðir ADDI PRJÓNAR FRÁ TINNU: 80 sm hringprjónn nr. 2.5 (pífa) 60 sm hringprjónn nr. 2.5 (bolur) 40 sm hringpijónn nr. 2 (hálslíning) 40 sm hringprjónn nr. 2.5 (húfa) Mælum með BAMBUS Sokkaprjónar nr. 2 og 2.5 (ermar og húfa) Tölur: 2 stk. Góðir fylgililutir: Merkihringir, prjónanælur, kaðlaprjónar, dúskamót og þvottamerki fyrir garnið. PRJÓNFESTA A LANETT: 31 lykkja í sléttu prjóni á prjóna nr. 2.5 = 10 sm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. PEYSA BOLUR: Fitjið upp með gulu á hringpijón nr. 2.5, 462-504- 532-560 lykkjur. Prjónið í hring þannig: * 8 sléttar, 6 brugðnar *. Endurtakið frá * til * allan prjóninn. Þegar mælast 3.5-4-4.S-5 sm er lykkjunum fækkað í 236-252-268-284 lykkjur með því að prjóna u.þ.b. 2 lykkjur saman allan prjóninn. Skiptið yfir í blátt og prjónið þannig: 117-125-133-141 slétt = fram- stykki, 1 brugðin = hliðarlykkja, 117-125-133-141 slétt = bakstykki, 1 brugðin = hliðarlykkja. Prjónið 3 prjóna í viðbót = 4 prjónar með bláu. Skiptið yfir í bleikt og prjónið 1 prjón á sama hátt. Á næsta prjóni er pijónað þannig: 28-32-36-40 lykkjur tvö- falt perluprjón, munstur A yfir næstu 61 lykkju, 28- 32-36-40 lykkjur tvöfalt perlupijón, prjónið hliðar- lykkjuna brugðna. Prjónið bakstykkið á sama hátt. Þegar allur bolurinn mælist 15-17-20-24 sm eru hliðarlykkjurnar felldar af og hvert stykki pijónað fyrir sig. Bakstykki: Prjónið munstur fram og til baka þar til handvegurinn mælist 14-16-17-18 sm. Fellið af. Frnmstykki: Prjónið eins og bakstykkið, en þegar handvegurinn mælist 10-11-12-13 sm er komið að hálsmálinu. Setjið 19-21-23-25 lykkjur í miðju á nælu og prjónið hvora hlið fyrir sig. Fellið jafn- framt af í byrjun prjóns við hálsmálið 4 lykkjur 1 sinni, 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 2 sinnum = 36-39-42-45 lykkjur á öxl. Prjón- ið áfram þar til framstykkið mælist jafn langt og bakstykkið. Fellið af. ERMAR: Fitjið upp með gulu á sokkaprjóna nr. 2, 40-44-48- 48 lykkjur. Prjónið stroff 2 sl. 2 br. í hring þannig: 1 hring með gulu og síðan með bláu þar til allt stroff- ið mælist 3-3.5-4-4 sm. Prjónið þá 2 hringi 2 sl. 2 br. með bleiku og síðan 1 hring sléttan og aukið jafn- framt út í 71-75-79-83 lykkjur. Skiptið yfir á sokka- prjóna nr. 2.5 og órans. Prjónið 1 hring sléttan og síðan munstur B eftir teikningu, teljið út frá miðju á erminni hvernig á að byrja á munstrinu. AT- HUGIÐ: Síðasta lykkjan á hringnum er alltaf ptjónuð brugðin = merkilykkja. Aukið í 1 lykkju báðum megin við merkilykkjuna með 1 sm milli- bili þar til 97-113-117-123 lykkjur eru á erminni. Þegar öll ermin mælist u.þ.bil 18-22-26-30 sm er prjónaður 1 hringur sléttur með gulu og jafnframt eru brugðnu lykkjurnar 2 í munstrinu prjónaðar sléttar saman. Prjónið 1 hring sléttan í viðbót með gulu + 2 hringi slétta með bláu. Fellið af. HÁLSLÍNING: Saumið axlir saman. Byrjið í miðju að aftan og pijónið upp með bláu á hringpijón nr. 2, 7 lykkjur á hverja 2 sm = 1 pijónn sléttur. Prjónið 2 sl. 2 br. fram og til baka, fyrst 2 prjóna með bláu og síðan með órans þar til öll hálslíningin mælist 5-6-6-7 sm. Fellið hæfilega laust af með sléttum og brugðnum lykkjum. Brjótið líninguna tvöfalda yfir á rönguna og saumið niður. Saumið 2 hneslur öðrum megin á hálslíninguna og festið tölur á móti. Saumið ermarnar f. Saumið þvottamerki innan f peysuna. ALPAHÚFA Fitjið upp með bláu á sokkaprjóna nr. 2, 112-120- 128-136 lykkjur. Pijónið stroff 2 sl. 2 br. í hring þannig: 5 sm með bláu + 3 sm með bleiku + 3 hringi með órans. Prjónið þá 1 hring sléttan með órans og aukið jafnframt út í 168-176-184-192 lykkjur. Skiptið yfir á ermapijón nr. 2.5 og gult. Prjónið slétt. Eftir 3 sm er 32 lykkjum aukið í með jöfnu millibili = 200-208-216-224 lykkjur. Pijónið 3 sm. Takið þá úr þannig: Prjónið 23-24-25-26 slétt- ar, 2 sléttar saman til skiptis allan hringinn. Prjónið 1 hring án úrtöku. Á næsta hring eru prjónaðar 22- 23-24-25 sléttar, 2 sléttar saman til skiptis allan hringinn. Haldið áfram að taka úr á öðrum hverj- um hring, það verður alltaf 1 lykkju færra á milli úrtakanna í hvert skipti. Þegar 104 lykkjur eru eft- ir á húfunni er skipt yfir í órans og haldið áfram að taka úr eins og áður þar til 16 lykkjur eru eftir. Slít- ið frá. Dragið bandið í gegnum lykkjumar sem eft- ir eru og herðið vel að. Brjótið stroffið tvöfalt yfir á rönguna og saumið niður. Búið til bleikan dúsk og festið í' toppinn.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.