Vikan


Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 40

Vikan - 18.01.1999, Blaðsíða 40
FRAMHALD AF SÍÐU 24 sem þrýsti allt of fast að nef- inu. Hraðinn sem hún náði með því að beita froskalöpp- unum gerði hana óörugga því hún var ekki mikil sundkona. En hún vildi ekki sýnast heigull úr því unga konan þaut áfram í sjónum eins og hún væri fædd neðansjávar. Uti á víkinni stóð lítil eyja upp úr hvítu briminu, ef eyju skyldi kalla því þetta voru bara tveir rauðbrúnir sólbak- aðir klettar. Hálfum metra undir yfirborðinu voru fleiri klettar og innan um þá svarnl- aði nýtt mannkyn, frosk- mannakynið sem sneri andlit- inu til botns vopnað þríforki og fylgdist grannt með fiskun- um sem skutust fram og aftur í sjónum. Þegar Mary virti fyr- ir sér ströndina gegnum frosk- mannagleraugun fannst henni hún víðsfjarri og hálfkjánaleg með öllum þessum röndóttu sólhlífum, útflöttum brúnum kroppum og börnum að leik. Hér úti var veröldin önnur, veröld ævintýramanna og haf- könnuða sem fyrirlitu þessar venjulegu strendur þar sem öryggið ríkti. Mary lét sig fljóta og horfði niður í undirdjúpin. Mikið var hún stór þessi neðansjávar- veröld með djúpum dölum og háum klettum, græn veröld undir sólbökuðu yfirborði. Á sex metra dýpi eða þar um bil sá hún skjannahvítan sand- flekk þar sem grænir gras- brúskar bylgjuðust og virtust jafnferskir og safaríkir og yxu þeir uppi í sólinni. Þegar hún teygði höndina niður gat hún næstum snert þá. Nokkru fjær svifu langir grænir þörungar og aðrar vatnajurtir um í sjón- um eins og skógur á hafs- botni. Mary flaut yfir hann og fann með nokkurri ógleði hvernig angarnir strukust um axlir hennar og hnjákolla eins og langir slímugir fingur. Nú sá hún fyrir neðan sig flata klöpp þar sem uxu fölleitar grágrænar jurtir sem tútnuðu út eins og blöðrur eða breiddu úr sér eins og blæ- vængir, viðkvæmnisleg blóm, brúnhvít að lit og stjörnulaga eða eins og mjúkir spenar úr gegnsærri himnu. Allt þetta gróðurríki bylgjaðist fram og til baka með straumnum. Mary var í senn bergnumin og uppfull af óhugnaði við þessa sýn. Klettarnir undir henni voru skyndilega orðnir svo nálægir og þá sá hún mjóan brúnan handlegg teygja sig niður að klettinum, þreifa fyrir sér í dimmri skoru og draga þaðan út gráflekkótta kjötflygsu. Mary reis á fætur og skriplaði á steini. Hana hafði borið að litlu eynni þar sem hún sá nú hóp af hálfnöktum bronslit- uðum drengjum sem skræktu og góluðu af gleði meðan þeir murkuðu lífið úr smokkfiski, sem þeir höfðu veitt, með því að berja honum hvað eftir annað við klettinn. Þeir sögð- ust ætla að hafa hann í kvöld- matinn. Nú var Mary nóg boðið. Móðursýkin náði tök- um á henni. Að hugsa sér að þetta viðbjóðslega dýr skuli hafa verið örfáa sentímetra frá henni, hún hefði getað snert það! Hún hóf sig upp á klett og svipaðist um eftir Tommy sem lá þar skammt frá og benti niður í sjóinn á Francis Clarke sem hjó þrí- forkinum hvað eftir annað niður í sjóinn. Loks birtist hann með lítinn röndóttan fisk við áköf fagnaðarlæti þeirra Tommy og Betty Clar- ke. Henni varð litið á smokk- fiskinn sem lá á klettinum út- flattur og rifinn í hengla eins og gráleitt slytti. Svo kallaði hún á mann sinn, lét hann fá froskmannabúninginn og synti hægt til lands. Og þar hélt hún sig það sem eftir var orlofsins. Engum skyldi takast að lokka hana aftur út á djúpið. Sama dag keypti Tommy neðansjávarbyssu. Fyrst hvarflaði það að Mary að vissulega gæti verið skemmti- legt að eyða fimm pundum í hreina vitleysu en að hún hefði nú getað hugsað sér skemmtilegri vitleysu. Svo komst hún að þeirri niður- stöðu að með sama áfram- haldi yrðu næstu jól heldur fá- tækleg. I tvo daga var Mary alein á ströndinni. Betty Clarke réð því greinilega sjálf hvenær hún kaus að vera „strandekkja“ því hún tók rauðu klettaeyna fram yfir fé- lagsskap Mary. Af og til kom hún þó eins og fyrir siðasakir og skiptist á nokkrum orðum við Mary þar til hún afsakaði sig og tók stefnuna til hafs þar sem karlpeningurinn beið hennar. Áður en langt um leið gat Mary sagt við Tommy eins og í framhjáhlaupi: - Þá eru bara þrír dagar eftir. - Já, ég vildi óska að ég hefði fengið þennan froskmanna- búning fyrr, sagði hann og bætti því við að hann hlakkaði til þess að koma aftur að ári. En af einhverjum ástæðum vakti tilhugsunin um næsta ár enga tilhlökkun hjá Mary. - Eg er ekki viss um að við ættum að koma aftur hingað, sagði hún. - Það er búið að rústa þennan stað gersamlega með öllum þessum ferða- mönnum. - Sama er mér, bara að við finnum einhvern stað þar sem nóg er af klettum og fiski. Daginn eftir héldu mennirn- ir tveir og Betty Clarke sig úti við klettaeyna frá klukkan sjö urn morguninn fram að há- degismat. Þau fórnuðu tíu nunútum af dýrmætum tíma sínum í að matast en borðuðu lítið því það var hættulegt að kafa á yfirfullan maga. Svo voru þau horfin og birtust ekki aftur fyrr en dimmt var orðið. Allan tímann lá Mary í sandinum og sneri sér í sól- inni. Hún var orðin rauðgullin á lit um allan kroppinn og það var eins og hún heyrði frú Baxter segja: - Þú hefur al- deilis náð þér í góðan lit. - Og hún heyrði hana bæta við: En hann endist nú ekki lengi hér í nepjunni. Hún var við það að bresta í grát. Hvað sá Tommy við þetta fólk? Hún hafði ekki heyrt unga mann- inn segja aukatekið orð um annað en tegundir, skaplyndi og stærð fiska! Um kvöldið sagðist Tommy hafa boðið unga parinu í kvöldmat á Plaza. - Er það nú ekki einum of mikið örlæti? - Æ, leyfum okkur nú einu sinni að fá okkur ætan bita. Það eru bara tveir dagar eftir af fríinu. Mary lét sem hún heyrði ekki athugasemdina um „ætan bita“ en gat ekki stillt sig um að segja: - Eg hélt nú ekki að þau væru þess konar fólk sem þú kýst að eiga fyrir vini. Pirringurinn í svip hans leyndi sér ekki. - Hvað er að þeim, ef mér leyfist að spyrja? - Eg held ekki að í Englandi... - Æ, hættu þessu, Mary! I glæstum garði Plaza-hót- elsins, þar sem þau höfðu snætt þrjár máltíðir á dag fyrir fjórum árum, sátu þau nú við lítið borð með útsýni yfir haf- ið. Hljómsveit lék undir borð- um og svo virtist sem þjónar væru fleiri en gestir. í fyrsta sinn fengu þau nú að sjá Betty Clarke í öðru en sundfötum og þá kom í ljós að hún var óvanalega falleg stúlka. Fal- legar brúnar axlir stóðu upp úr rómantískum hvítum kjól, sem Mary Rogers varð að við- urkenna að var ekki sem verstur, og blá augun geisluðu í sólbrúnu andlitinu. Aftur varð Mary hugsað: Væri ég tuttugu, nú eða tuttugu og fimm árum yngri mætti halda að við værum systur. En óréttlætið var í því fólgið að Tommy leit út fyrir að vera á sama aldri og yngri hjónin. Hún sat og hlustaði á þau tala um það hvernig best væri að meta fjarlægðir neðansjávar og kosti og galla hinna ýmsu gerða froskmannabúninga. Þau gerðu tilraunir til að draga hana inn í samræðurnar en hún sat bara þögul og leit á þau með yfirlætissvip. Að hennar mati var Francis Clar- ke stirðbusalegur í svörtum jakkafötunum og fjarri því að vera ungi sæguðinn frá ströndinni. Og flissið í stelp- unni fór í taugarnar á henni. Andrúmsloftið við borðið varð æ vandræðalegra. Betty fór að tala um Lundúnir og þrenningin talaði af miklum ákafa um Lundúnir meðan Mary lét einsatkvæðisorðin duga. Ungu hjónin reyndust búa í Clapham og fóru mánaðar- lega í leikhús í Westend. - Það er svo gott leikrit á fjölunum í Prince-leikhúsinu núna, sagði Betty. - Við erum alveg hætt að 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.