Vikan


Vikan - 18.01.1999, Page 42

Vikan - 18.01.1999, Page 42
Smásaga hefði aldrei fengið þessa kaup- hækkun ef ég hefði ekki heillað herra Baker upp úr skónum. Auk þess hittir maður svo margt in- dælisfólk. I fyrra eignuðumst við fyrir vini - eða kynntumst í það minnsta - hjónum sem búa í Éal- ing. Hann vinnur við kvikmynda- gerð. - Hann er tökumaður, sagði Francis sem þurfti alltaf að vera nákvæmur. - Já, ég sagði að hann ynni við kvikmyndir. Þau buðu okkur í samkvæmi og hvern haldið þið að við höfum hitt þar? - Herra Baker? spurði Mary eft- ir helst til langa þögn. - Hvernig datt þér það í hug? En það sýnir að ég hef rétt fyrir mér og það kæmi mér ekki á óvart að Francis yrði gerður að innkaupa- stjóra fyrst þeir vita að við erum vön að umgangast útlendinga. Ég hef verið að hvetja hann til að læra frönsku. - Ég kann ekki stakt orð í frönsku, sagði Francis. - Og ég þoli heldur ekki þetta tungumál. - En frú Rogers talar málið svo fallega, sagði Betty. - Hún er biluð, sagði Francis góðlátlega og átti við konu sína. - Hún eyðir hálfu árinu í að sauma föt fyrir þessar þrjár vikur á ströndinni og það sem eftir er af árinu fer í að búa til jólagjafir úr afgöngunum. Allur hennar tími fer í þetta. - Já, en það er nú svo gott að gefa persónulegar gjafir, sagði Betty. - Ef þú vilt eyða tíma þínum á þennan hátt þá ætla ég ekki að banna þér það, sagði Francis. - Það skiptir mig engu máli. Þetta er þitt líf. - Þeir eru alls ekkert þakklátir fyrir allt sem við gerum fyrir þá, sagði Betty með tárin í augunum og reyndi að höfða til samúðar eldri konunnar. - Ef ég væri ekki eins og útspýtt hundsskinn hefð- um við ekki ráð á að umgangast þá vini sem við höfum eignast. En Mary Rogers var staðin upp. - Ég held að ég ætti að koma mér í bólið. Góða nótt herra og frú Cl- arke, sagði hún. Án þess að virða eiginmann sinn viðlits gekk hún á braut. Tommy flýtti sér að ná í þjón og borga fyrir matinn. Svo kvaddi hann ungu hjónin í skyndi og hraðaði sér á eftir konu sinni. Hann náði henni þegar hún var 42 komin góða spöl upp eftir stígn- um. Það var stjörnubjart og pálmatrén bærðust í mildri kvöld- golunni. - Satt að segja var þetta ekki sérlega kurteislega gert, sagði hann reiðilega. - Ég þoli þetta einfaldlega ekki, sagði hún. Röddin var hvöss en gráturinn var skammt undan. Hann leit á hana undrandi á svip og lét hana í friði. En daginn eftir fór hann aftur í veiði með ungu hjónunum. Fyrir Mary var fríið búið. Hún var farin að pakka saman og fór ekkert á ströndina þann daginn. Um kvöldið sagði hann: - Þau vilja endurgjalda okkur máltíð- ina. - Farðu bara, ég er þreytt. - Já, það ætla ég að gera, sagði hann þrjóskur. Hann fór og kom seint heim. Heimferðin hófst snemma næsta morgun. Þau stóðu á brautarpall- inum innan um fjölda fólks sem barmaði sér hástöfum yfir því að fríið væri búið. En ekki Mary! Um leið og lestin kom steig hún um borð og lét Tommy eftir að kveðja hóp af Englendingum sem hann hafði greinilega náð að kynnast um nóttina. í þann mund sem lestin átti að leggja af stað komu Clarke-hjónin hlaupandi á sundfötum til að kveðja. Mary kinkaði kuldalega kolli til þeirra og hélt svo áfram að ganga frá farangrinum. Svo fór lestin að hreyfast og Tommy kom til henn- ar. Klefinn var fullur af fólki sem gaf þeim átyllu til að talast ekki við. En þögnin stóð allt of lengi. Tommy horfði áhyggjufullur á hana meðan hann reyndi að spjalla um veðrið sem varð verra og verra eftir því sem norðar dró. I París voru fimm tímar milli lesta. Þau gengu niður að Signu og rákust á flóamarkað þar sem hún staðnæmdist hjá leirmuna- sala. - Nei sko, sjáðu stóru skálina þarna, sagði hún og röddin var aftur orðin lifandi og full af hlýju, - þessa stóru rauðu þarna. Sú færi nú vel við jólatréð. - Já, satt segirðu, farðu bara og kauptu hana, gamla mín, sagði hann og það leyndi sér ekki að honum var létt. Þröstur Haraldsson þýddi. (Úr smásagnasafninu The Habit of Loving) Hver veit? 1. Hver leikur hellisbúann í sam nefndu leikriti? 2. Hvaöa sjúkdómur er Schizofrenia? 3. Botnaðu: Sveltur sitjandi kráka. 4. í hvaöa hrauni er Víögelmir? 5. Hvaö eru St Bernard, Weimeraner og Pug? 6. Úr hverju er ilmefnið Musk unnið? 7. Hvaö þýöir þýska orðið Tafelwein? 8. Hvaö heitir hundurinn hans Tinna? 9. Viö hvaöa götu bjó Sherlock Holmes? 10. í hvaöa drykk er m.a. notað Tequila og Lime safi? 11. Hvaö veldur því aö maís veröur aö poppkorni? 12. Á hvaöa fingri vaxa neglur hraöast? 13. Hvaöa litur er í fánum allra mú hameðstrúarmanna? 14. Úr hvaöa vatni fellur Öxará? 15. Hvaöa frelsishetja sagöi „ Ég á mér draum“? 16. Systir hvaða heimsfrægu leikkonu skrifaöi bókina Eiginkonur í Hollywood? 17. Hver var fröken Hnallþóra? 18. Hvaö heita synir John Lennon? 19. Hvort vaxa bananar upp eða niöur á trénu? 20. Hvaö heitir íslenski þjóösöngurinn? O) C 0 O) O 0 H o o 0 c o 'O n 0 O) r to.É X3 *0 03 cí ci ™ ® 2. e o) td ra e o c ® _ ° S- 2 (3 tr , E o c E -d 2 g ra a, 9 w o >, o =3 0 . X ' : ■£ c C/) _Q 0 -Q • í/) C 0 -Q. E 3 c tn . 'o v3 E 0 o p-= O) c o 3 § C » !3 <S co i: = ö 5 O — cn c <2 c ra ^ ° m c 7 2? ra - | L = œ c o> ® 3 —1 _ o o 0) S C .2 -§ c > .§ 11 -s s J í | ^ -3 X -3 H _j Q. CL t-WCON1D(ONCOO)t- CMCON'tnCONCOCDO T-T-T— T— T-T-T— T-C\J

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.