Vikan


Vikan - 18.01.1999, Page 46

Vikan - 18.01.1999, Page 46
mjog serstok og leio oest i umnverti sem hun pekkti vel til. Ef við vorum innan um ókunnuga þurfti ég að halda í höndina á henni. Hún var afslappaðri heima, en ég þurfti alltaf að koma fram við hana af mikilli varúð; eitt rangt orð nægði til þess að eyðileggja dag- inn. Ég hélt einfaldlega að hún væri erfitt barn og að þetta mundi eldast af henni. En eftir því sem hún eltist varð hún sífellt erfiðari og skapmeiri.“ „Ég var ein með dóttur mína þar til hún var eins árs. Pabbi hennar hafði lítið samband við okkur og við bjuggum aldrei saman. Þegar hún var eins árs kynntist ég fyrrver- andi manninum mínum. Við lifðum góðu lífi, bjuggum við mikið öryggi og gátum hagað vinnu okkar þannig að annað okkar var alltaf heima hjá börnunum. Við áttum allt til alls, vorum samhent fjöl- skylda og á þessum árum bar ekki svo mikið á þunglyndi hennar þó vissulega blundaði erfitt skap hennar alltaf undir niðri. Þegar hún var fjögurra ára eignaðist ég annað barn. Hún tók því mjög vel og allt var í góðu lagi. Tveimur árum seinna kom þriðja barnið. Þá kom annað hljóð í strokkinn. Þegar hún heimsótti mig á fæðingardeildina hreytti hún ónotum í mig og litla bróður sinn og hafði allt á hornum sér. Eftir það fór að síga á ógæfuhliðina. Ég var alltaf á nálum og þurfti að vanda mig allan daginn; hvað ég sagði, hvað ég gerði. Ég stóð sjálfa mig að því að afsaka mig við hana og oft þurfti ég að ljúga mig út úr hlutunum svo þeir samræmdust kröfum hennar gagnvart mér. Það var erfitt að þurfa að koma þannig fram við sex ára gamla dóttur sína.“ VEI\IDIPUNKTURINI\1 „Við hjónin skildum þegar dóttir mín var níu ára. Hún tók skilnaðinum afar illa og hegðun hennar varð hræðileg. Hún fékk heiftarleg reiðiköst, missti algjörlega stjórn á sér, pissaði í buxurnar, skellti hurðum, tók hvað sem fyrir varð og grýtti því í gólf og veggi. Aðra daga sat hún og grét og heilu dagana sagði hún ekki eitt einasta orð. Hún tróð í sig mat og á einu ári þyngdist hún um fimmtán kíló. Aður hafði hún alltaf verið mjög ábyrg gagnvart systkinum sínum, en nú var ekki lengur hægt að treysta henni fyrir þeim. Það kom fyrir, þegar hún var að gæta þeirra, að hún reiddist, rauk út og skildi þau ein eftir heima. Meðan á öllu þessu stóð sinnti ég mörgum störfum, eins og flestar einstæðar mæð- ur neyðast til að gera. Eftir skilnaðinn hafði ég byrjað upp á nýtt með tvær hendur tómar. Lífið gekk út á það að vinna og vinna til þess að hafa í okkur og á. Vinkonur mínar bentu mér á að ég yrði að leita mér aðstoðar varðandi dóttur mína. En ég neitaði því, taldi mér trú um að hún mundi jafna sig og kenndi skilnaðin- um um ástandið. Lífið var eig- inlega orðið martröð og oft fannst mér ég vera að því komin að fá taugaáfall. Það var ákaflega þrúgandi að vera í sífelldri vörn gagnvart dóttur rninni. Þegar ég kom heim eft- ir langan vinnudag var ég far- in að hika áður en ég opnaði útidyrnar. Ég kveið því að koma heim, ég vissi aldrei hvað biði mín. Ég átti ekkert einkalíf, það var nóg að sím- inn hringdi til þess að hún fengi reiðikast. Hún var illa haldin þráhyggju sem ein- 46

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.