Vikan - 18.01.1999, Side 51
Fanney. í hópinn vantaði Margréti sem er
í Chile, Sigríði Sunnevu, Berglindi og
Þórdísi sem ekki komust í boðið, Kristínu
og Ólöfu Jakobínu sem búa í Reykjavík.
Það er ekki erfitt að sjá það og heyra að
hópurinn er samheldinn og hefur gaman
af því að hittast. Þegar blaðamaður og
ljósmyndari mættu á svæðið barst masið
úr stofunni og brasið heyrðist úr eldhús-
inu þar sem verið var að hella upp á ekta
ítalskt kaffi. Þegar vinkonurnar höfðu
allar komið sér fyrir í stofunni með kaffi,
ís og konfekt var farið að ræða vinskap-
inn.
„Ég heyrði einhvern tímann sagt ...æ-i
þessi mafíuhópur,“ byrjar Astrid og
stelpurnar hlæja enda taka þær Mafíu-
nafnið ekki alvarlega. „Karlmenn eru
meira að segja hræddir við okkur,“ bætir
Inga Þöll við í gríni og stelpurnar velta
því fyrir sér hvort þær séu eitthvað ógn-
vekjandi þar sem þær séu þetta margar
saman. „Þetta er svona konu...,“ heyrist
sagt og makarnir koma sjaldan með okk-
ur. Ef svo er koma þeir óboðnir."
Uinkonup um allan heim
Það eru engir sérstakir upphafsmenn að
„Mafíunni“ og vinkonurnar segjast ekki
getað rifjað það upp hvernig hópurinn
varð til. Það hafi bara gerst og allar hafi
þær vitað af hver annarri áður en vin-
skapurinn varð meiri þeirra á milli. Þær
hittast alltaf einu sinni í mánuði og mis-
jafnt er hversu margar þeirra komast í
hvert skipti. Um jólin náðu þær að hittast
þrettán alls, þar sem margar þeirra héldu
á æskuslóðirnar um jólin en nú fækkar
aftur í hópnum og nokkur tími líður áður
Froða í bolla (Það þarf smá natni við kaff-
ið. Oddrún sér um froðuna til að kaffið
verði eins og það á að vera.
þær ná að hittast aftur þetta margar.
En það eru kostir og gallar sem fylgja
því að eiga vinkonur um allan heim. Gall-
arnir eru þeir að þeirra er saknað en
kostirnir hins vegar að það er hægt að
heimsækja þær til útlanda. Hjá „Mafí-
unni“ er staðan t.d. þannig að Helga
Gunnur er að flytja til Englands og á
fyrstu tveimur mánuðunum þar mun hún
hitta þrjár úr hópnum.
Hinar segjast svo allar
eiga eftir að koma og
heimsækja hana því
London sé ansi hentug-
ur staður að heimsækja.
Þær verða sorgmæddar
við tilhugsunina að
missa hana úr hópnum
um tíma og Helga við-
urkennir að hún sé nú
frekar leið yfir því að
kveðja vinkonurnar.
„Þær báðu mig að taka
stóra íbúð á leigu í
London og helst að
opna gistiheimili. En ég
veit ekki alveg um
það.“
Sjálfstyrkingarsamkvæmisleikip
Vinkonurnar vita ekki hvernig eða
hvort hægt sé að skilgreina hópinn og
hvað þær eigi sameiginlegt. Ein nefnir að
þær séu konur úr atvinnulífinu því þær
vinni allar mjög ólík störf en hinar fara
að hlæja og finnst það of settlegt og ekki
eiga við um þær. Verkalýðsfélag heyrist
nefnt, en nei, ekki alveg. Mafían er það
besta. En þar sem þær eru þetta margar
vinkonur hvernig fara þær þá að með
jólagjafir og slíkt. Eru þær að gefa slíkar
gjafir sín á milli? „Nei, ég gef bara sum-
um,“ segir Laufey alvarleg og hláturinn
brýst út enda vita þær að slíkt er ekki
mögulegt í hópi sem þessum. Sameigin-
legt eiga þær síðan Ítalíudvöl og heim-
sóknir sem sterkan svip setja á
stemmninguna í hópnum því sjaldan ber
vott á alvarlegum undirtóni.
„Við erum hér til að ræða karlmenn,
borða og drekka gott kaffi," heyrist úr
einum stólnum og þær samsinna því allar.
„Stundum er spáð í bolla enda eru hér
vaxandi spákonur. Við látum allar spá
fyrir okkur og spárnar hafa ræst hjá
mörgum okkar. Stundum er lýst yfir óá-
nægju með spárnar og farið fram á end-
urtekningu."
Hvað með karlmennina? Laufey hefur
orðið: „Við erum búnar að ræða alla
karlmenn í bænum og þá sem koma í bæ-
inn. Spáum í þá alla. Bæði útlendinga og
aðra.“ Þær vita að ekki er hægt að taka
mark á því sem Laufey segir og reyna í
góðu að draga aðeins úr þessari áherslu
hennar á karlpeninginn. „Við ræðum allt
milli himins og jarðar. Mest er það þó
bull." En samt ekki alveg því þær tala
mikið um það sem þær eru að gera fyrir
utan það að veita hver annarri góð ráð.
„Já, það er töluvert um ýmis konar sjálf-
styrkingu í gangi innan hópsins,“ segir
Helga Gunnur. „Við förum stundum í
sjálfstyrkingarsamkvæmisleiki en það er
Inga Þöll sem er upphafsmaður þeirra.“
Það er ekki mikið á bak við þetta enda
hlæja þær og rifja upp leikinn sem greini-
lega er eftirminnlegur.
„Nýta" hvep aðra og muna hver aðra
Þær ræða mikið hvað hver og ein þeirra
er að gera enda fjölbreytt starfsvið sem
vinkonurnar hafa. Þar er einn arkitekt og
annar innanhúsarkitekt, tveir skartgripa-
smiðir og mósaíklistamenn, lögfræðingur,
hársnyrtir sem var að klára listaakadem-
íu, bókasafnsfræðingur, myndlistakonur,
leirlistakona, fatahönnuðir, mannfræð-
ingur, ferðamálafrömuður og mæður.
Nokkrar eru þær á milli starfa (vinkon-
urnar voru ánægðar með þetta orðatil-
tæki og notuðu það mikið). Þær sögðust
ánægðar með það svona í upphafi árs að
eitthvað nýtt væri að taka við hjá þeim.
„Við getum leitað hver til annarrar með
ýmislegt,“ segir Fanney. Og þær bæta við:
„Við getum ágætlega nýtt hver aðra þar
sem störfin eru fjölbreytt innan hópsins.
Það er þægilegt og þannig munum við
líka hver aðra. Félagsskapurinn er því
mjög þarfur.“
Það á eitthvað eftir að fækka í „Mafí-
unni“ næstu mánuðina en allar skila vin-
konurnar sér einhvern tímann aftur.
„Það er rosalega gaman að fá alltaf að
koma aftur,“ segir María. „Já, hér er
sönn byggðastefna í gangi,“ má greina úr
hlátrasköllunum og vinkonurnar sam-
sinna því enda taka þær alltaf vel á móti
þeim sem koma aftur heim.
51