Vikan - 01.02.1999, Side 7
að sýna mig á sviði. Ég er
ekki frá því að það sé
einmitt rétta leiðin.
Shakespeare sagði að ver-
öldin væri leiksvið, grunnur-
inn liggur einmitt í umhverfi
okkar, þar er uppspretta
leiklistarinnar. Ahugi minn
á leikhúsinu er alltaf að
vaxa í seinni tíð og ég vildi
gjarna leika meira en ég geri
núna, ekki hvað síst á sviði."
Lifir og hrærist í
hestamennskunni.
„Það er margt líkt með
hestamönnum og leikurum.
Hestamennskan er einstak-
lingsíþrótt og menn þurfa að
hafa stórt egó þar eins og í
leiklistinni. Það er mikið af
skemmtilegu og tilfinninga-
heitu fólki í báðum geirum.
Mér líkar vel við svoleiðis
fólk. Sjálfur hef ég alist upp
við hesta síðan ég var ung-
barn á Akureyri. Ég er mik-
ið náttúrubarn og sennilega
hefði ég átt að verða sauð-
fjárbóndi." Það dillar í Júl-
íusi við tilhugsunina.
„Annars hef ég alltaf
þvælst meira og meira inn í
mér a
meira
Ind-
riði er
hinn
þjakaði
og ein-
mana,
heima-
vinnandi
eiginmaður.
Þórgunnur
aldrei heima
og hann í
vandræðum
með barnið.
Hérí
permanenti.
Hestar
„Hestamenn hafa
verið vanræktur
hópur í fjölmiðl-
um miðað við
hversu fjölmenn-
ur hann er og
það er mjög
þakklátt starf
að halda úti
þessum
þætti. Hesta-
mennska á
að vera
upp-
spretta
gleði og
ánægju
og ég
reyni
að
ð leika
hafa þáttinn í þeim dúr. Ég
fer samt inn á alla þætti, ég
get fjallað um æskulýðsmál,
keppni og ræktun og ég hef
fengið sérfræðinga í hljóð-
stofu til að svara fyrirspurn-
um í gegnum síma. Ég reyni
að hafa þetta skemmtilegt
eins og íþróttina. Ég get
ekki annað en verið hæstá-
nægður með viðbrögðin
þótt ég fái stundum orð í
eyra og það óþvegið. Menn
hafa sínar skoðanir í hesta-
mennskunni, allir hafa rétt
fyrir sér og allir eiga besta
hestinn. Þannig er þetta og
verður alltaf.“
Indi harmi
sleginn yfir
vigtinni.
Taktarnir
eru óborg-
anlegir.
félagsstörf í sambandi
við hestamennskuna og
hef gaman af því. Svo
hef ég verið að skrifa
pistla í hestablöð og nú
síðast er svo útvarpsþátt-
urinn minn „Hestar" á
Rás 2. Það er alveg óskap-
lega skemmtilegt að fá að
vera í hringiðu þess sem er
að gerast í hestamennsku á
íslandi núna. Þetta er
hreint ævintýri. Ekkert ís-
lenskt dregur að sér annan
eins mannfjölda og hestur-
inn,- nema ef vera skyldi
Björk."
Vikan 7