Vikan


Vikan - 01.02.1999, Side 18

Vikan - 01.02.1999, Side 18
Sviðsett mynd. Vikan þakkar fyrisætunni að- stoðina. Ótrúlega margir hafa einhverja kæki. Flestir þeirra eru svo smávægilegir að enginn tekur eftir þeim,- allra síst þeir sem hafa þá. Aðrir eru mjög áberandi og pirrandi. En hvað eru kækir? Hafa þeir já- kvæðar hliðar? Kcekir Pirrandi eða róandi? Hvað segja iitlu kækirnir um þig? Kækir og hugg- andi hreyfingar Því er haldið fram að fyrsti kækurinn sem við komum okkur upp sé að totta snuð- ið. Þegar ungbarn finnur til óöryggis og einmanakennd- ar er því fengið snuð sem oftar en ekki sefar grátinn. Barnið finnur til öryggis meðan það sýgur snuðið sem er eins konar staðgeng- ill móðurbrjóstsins. Stund- um gengur erfiðlega að venja börn af snuðinu og einn sérfræðingurinn, Mil- tenberger, sagði að þessi börn væru líkleg til að koma sér upp einhverjum kæk eða „huggandi hreyf- ingu" í staðinn, ýmist strax eða seinna í lífinu. Við erum misjöfn að upp- lagi og sum okkar þarfnast einhvers til að róa taugarn- ar þegar við lendum í vand- ræðum, finnum til reiði eða okkur leiðist. Það er auðvitað fullkom- lega eðlilegt að finna til þessara tilfinninga og það er jafn eðlilegt að bregðast við þeim. Flestir sem við leituðum til voru sammála um að það væri mun betri kostur að óöryggið fengi út- rás í saklausum kæk en ein- hverju öðru sem gæti haft alvarlegri afleiðingar. Algengustu kækirnir eru að naga neglurnar, fikta í hárinu á sér, strjúka á sér hökuna eða ennið, berja fingrunum í borðplötuna og dingla fótunum. Sem betur fer er mjög sjaldgæft að ein manneskja hafi fleiri en einn eða tvo af þessum kækjum, en þó eru dæmi þess að sama manneskjan hafi marga og noti þá jafn- vel alla í einu! Misjöfn viðbrögð Inga er hárgreiðslukona og hún hafði þann kæk að naga neglurnar. „Ég byrjaði á þessu 12 eða 13 ára og var í mestu vandræðum með þetta alveg þangað til fyrir tveim árum. Þá var ég búin að reyna allt mögulegt til að hætta, ég keypti allskon- ar efni til að bera á neglurn- ar, setti á mig olíu og fór meira að segja til tveggja lækna og sálfræðings sem ekki gátu hjálpað mér. Fyrir nokkrum árum fór ég svo að líma á mig gervineglur og það hjálpaði svolítið. Þá sá ég að það eina sem gat hjálpað mér var að vera nógu upptekin af nöglunum svo ég fór að læra að setja gervineglur á fólk. Síðan hef ég auðvitað passað mínar mjög vel. Ég þarf greinilega alltaf að vera að hugsa um neglur, - kannski er ég bara "nagla- frík"!" Sveinn er einn af þeim sem ber fingrunum í borðið án þess að taka eftir því sjálfur. "Ég veit vel að ég geri þetta þótt ég taki ekki eftir því þegar ég byrja. Þetta veldur mér engum áhyggjum. Þetta róar mig og það er betra að berja fingrunum í borðið en að berja fólk í stressi." Fríða er háskólanemi sem vindur upp á hárið á sér. „Ég geri þetta bara þegar ég er að drepast úr feimni. Ég veit vel af þessu en ég geri þetta samt. Ég get ekki annað, annars fer ég alveg í flækju þegar ég þarf að vera innan um ókunnuga og tala við þá. Ég vildi óska þess að ég gerði þetta ekki því ég veit að allir taka eftir þessu. Ég ræð bara ekki við það." Ellert og Guðrún eiga það sameiginlegt að dingla fótleggjunum í tíma og ótíma þótt hvorugt þeirra Nína var vön að tala til áheyrenda, en í hvert skipti sem hún stóð upp til að halda ræðu byrjaði hún ósjálfrátt að láta smella í pennanum sínum í gríð og erg. Þetta fór í taugarnar á yfirmanni hennar sem bað hana að gæta þess að trufla ekki hlustun viðskiptavinanna með þessari „taugaveiklun". Nína fór að ráðum hans og fékk sér hulsturpenna, en um leið hætti hún að vera jafn örugg í ræðupúltinu og fór að kvíða fyrir hverri nýrri kynningu. Hún var um það bil að gefast upp í vinn- unni þegar hún leysti vandann með því að taka gamla pennann og kækinn í sátt. 18 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.