Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 19
taki eftir því sjálft. „Ég held
ég hafi byrjað á þessu þegar
ég hætti að reykja," segir
Ellert. „ Ég veit það samt
ekki. Þetta er bara ávani
sem ég veit ekki af hverju
stafar, mér finnst þetta ein-
faldlega róandi."
„Ég held að ég dingli
svona fótleggjunum af því
að ég er með æðahnúta og
það er oft pirringur í fótun-
um á mér. Mér líður miklu
betur við að gera þetta. Yf-
irleitt tek ég ekki eftir því
en stundum geri ég það vilj-
andi ef mér líður illa. Ég
hef engar áhyggjur af þessu.
Þetta skemmir ekkert fyrir
öðrum meðan ég sparka
ekki í neinn!"
Jóhanna er með kæk í
andliti. Hún setur stút á
munninn hvað eftir annað,
oft 4-5 sinnum í röð. „Ég
hef víst gert þetta frá því ég
var krakki og mér var sagt
að ég yrði hrukkótt fyrir
aldur fram ef ég hætti ekki.
Ég gat samt aldrei hætt og
ég held að ég sé svo sem
ekkert hrukkóttari en aðrar
konur um fimmtugt. Þessi
kækur hefur versnað síð-
ustu árin, mér finnst þetta
auðvitað ekkert skemmti-
legt og er alltaf að reyna að
stilla mig, en ég er búin að
sætta mig við að lifa með
þessu."
Elín snýr hringunum sín-
um í sífellu. „Ég er svo
óþolinmóð að ég verð að fá
útrás þegar ég er að bíða
eftir einhverju. Ég fikta
alltaf í hringunum mínum
og stundum fitla ég við læs-
inguna á töskunni minni
eða tölurnar á fötunum
mínum. Ég veit alveg af
þessu og ég verð að gera
þetta. Annars myndi ég
bara garga á einhvern!"
Valda í einstaka
tilfellum
þjáningum
Einn af sérfræðingum
heimsins í kækjum er
bandarískur læknir og sál-
fræðingur að nafni Dennis
Miltenberger. Hann segir
að kækir séu í raun ekki
vandamál nema þeir séu
farnir að valda „sjúklingn-
um" andlegum eða líkam-
legum þjáningum.
Til eru dæmi þess að sjúk-
lingar hafi nagað neglur svo
að fingurgómar voru í sár-
um, klipið sig til blóðs og
rifið hár sitt þannig að þeir
hafi verið með blettaskalla.
Fólk með alvarlega and-
litskippi hefur einnig í ein-
staka tilfellum lokað sig vís-
vitandi frá umheiminum.
„Það getur verið mjög
erfitt að lækna fólk af þess-
um kækjum því vandinn
liggur oft mjög djúpt. Eina
fljótvirka aðferðin til að
koma í veg fyrir að fólk
skaði sig er að kenna því
aðra kæki í staðinn. - Ein-
hverja sem ekki geta skað-
að viðkomandi.
Til þess að geta þetta
verður „sjúklingurinn" að
vera meðvitaður um kæk-
inn og alltaf þegar hann
byrjar þarf að taka upp
aðra hegðun í staðinn. Oft
þarf að virkja heilu fjöl-
skyldurnar til að venja fólk
af þessari hegðun sem
stundum flokkast undir
þráhyggju.
Óskar er einn af þeim sem borar alltaf í
nefið þegar hann bíður á Ijósum í bíln-
um sínum. Anna, konan hans, er löngu
hætt að skamma hann fyrir það. "Hann
varð alveg brjálaður og keyrði eins og
vitleysingur á eftir" segir hún. "Ég þori
ekki að minnast á þetta lengur. Ég vil
frekar vera örugg í bílnum."
Nýlega var hjá mér mað-
ur sem skaðaði sjálfan sig
með naglabiti. Þegar hann
byrjaði að naga var honum
bent á það og honum feng-
ið glas með áburði á pensli
sem hann þurfti að bera á
sárin. Þegar þau voru gróin
var hann látinn klippa tá-
neglurnar og bera á allar
neglur og núna er hann
alltaf að bera á neglurnar
og klippa þær með nagla-
klippum. Hann er hættur að
skaða sig, en hann er ennþá
haldinn þráhyggjunni sem
þarf að ráðast gegn og finna
lækningu á."
Oftast af
hinu góða
Miltenberger heldur því
fram að kækir séu oftast af
hinu góða því þeir séu í
raun lækning á einhverjum
vanda eða uppbót fyrir eitt-
hvað sem fólk vantar.
„Lækning mín felst oftast í
því að sannfæra fólk um að
þetta sé allt í lagi - og meira
að segja í góðu lagi.
Langflestir koma til mín
vegna þess að þeim hefur
nýlega verið bent á kæk
sem þeir vissu ekki að þeir
væru með. Þessi hegðun
hefur aldrei verið þeim fjöt-
ur um fót en skyndilega eru
þeir orðnir uppteknir af
henni og komnir með
minnimáttarkennd. Þá fyrst
er kækurinn orðinn að
vandamáli. í allflestum til-
fellum er fólk að deyfa sína
eigin óöryggiskennd með
þessum huggandi hreyfing-
um og það er ótvírætt já-
kvæður eiginleiki að geta
það. Ég veit sjálfur ekki
hvernig ég hefði komist í
gegnum þetta viðtal ef ég
væri ekki að sveifla fót-
leggnum undir borðinu!"
Vikan 19