Vikan - 01.02.1999, Page 24
Smásaga eftir Catherine Young,
Jennifer var ekki ánægð
með þessa skýringu. „Eins
og ég sé þetta þá á ég að
vinna skítverkin, skilja pen-
ingana eftir hjá þér og yfir-
gefa landið. Hvaða trygg-
ingu hef ég fyrir því að þú
stingir ekki peningunum í
eigin vasa og gleymir mér?"
Max sárnaði auðsjáan-
lega. Hann kyssti hana blíð-
lega. „Hún er sú að ég elska
þig, kjáninn þinn litli," sagði
hann lágmæltur. „Ast mín er
eina tryggingin sem þú
þarfnast."
Auðvitað verðum við að
velja kvöld þegar ég hef
skothelda fjarvistarsönnun,"
sagði hann svo. „Við verð-
um að tryggja það að enginn
geti tengt mig ráninu.
Þannig get ég haft frjálsar
hendur til þess að sjá um
eftirleikinn." Hann blaðaði
gegnum dagbókina sína.
„Fullkomið! Starfsmanna-
veislan er í næsta mánuði.
Föstudaginn annan. Þar
verður fullt af fólki sem getur
staðfest það að ég hafi verið í
veislunni allt kvöldið."
Föstudaginn annan ...
Kannski var þetta ekki svo
vitlaus hugmynd.
„Hvar á ég að skilja pen-
ingana eftir?"
„Ég er búinn að hugsa
fyrir því. Það eru gömul
göng nálægt höfninni. Þau
eru ekki notuð lengur. Ég
get sótt peningana þegar
mesta fjaðrafokið er hjá lið-
ið."
„Ég veit svei mér ekki...,"
sagði Jennifer og var aftur
að fyllast efasemdum. „Mér
líkar ekki að ég eigi að taka
á mig alla sökina."
„Hugsaðu um það sem
sigur en ekki sök," sagði
Max hvetjandi. „Þú verður
fræg, nákvæmlega eins og
hetjurnar í bókunum þínum.
Fólk kemur til með að tala
um ránið í mörg ár. Þú verð-
ur örugglega kölluð „Jóker-
inn". Sakleysislega, feimna,
litla skrifstofublókin, sem
plataði alla upp úr skón-
um."
„Þú og þessar bækur þín-
ar," höfðu starfsfélagar
hennar sagt. „Af hverju
leggur þú ekki frá þér bæk-
urnar og ferð að lifa þínu
eigin lífi svona til tilbreyt-
ingar?"
„Jókerinn," sagði hún
dreymandi röddu. Jú, svei
mér þá, henni líkaði tilhugs-
unin. Líkaði hún betur og
betur eftir því sem hugsaði
meira um hana. „Gott og
vel," sagði hún. „Ég er til!"
Daginn eftir leið henni
eins og hinum fræga ketti á
heita blikkþakinu. Meira að
segja starfsfélagarnir tóku
eftir breytingunni á henni.
„Kannski að hún sé ástfang-
in," hnussaði í Kristínu.
„Þetta hlýtur að vera smit-
andi. Max er búinn að vera
ein taugahrúga síðustu dag-
ana," sagði Derek.
Hvernig í ósköpunum átti
hún að komast í gegnum
heilan mánuð með þetta
leyndarmál hangandi yfir
höfðinu? Einhvern veginn
tókst henni það.
Dyrnar á peningaskápn-
um voru opnar upp á gátt.
Skjálfandi höndum tróð hún
peningaseðlunum í ferða-
töskuna þar til hún var svo
troðin að varla var hægt að
loka henni. Hún læsti dyr-
unum á eftir sér. „Mér tókst
það!"
Blóðið þaut í gegnum
æðar henni á leið út á flug-
völlinn. Þarna var afleggjar-
inn að göngunum við höfn-
ina. Hún hikaði aðeins en
dró svo djúpt að sér andann
- og ók áfram.
Stóra ljósaskiltið við flug-
völlinn sýndi dagsetninguna:
Fimmtudagur 1. Jennifer
brosti í kampinn. Það var
gott að ferðast á fimmtu-
dögum. Þá voru engar lang-
ar biðraðir eins og gjarnan
mynduðust á föstudögum.
Þegar hún gekk inn í
brottfararsalinn sá hún Max
fyrir sér, niðursokkinn í
bókina sem hún hafði lánað
honum. Hann hafði verið
skilningsríkur þegar hún
hringdi og afboðaði stefnu-
mót þeirra. Hún hafði sagt
honum að hún ætlaði að
fara snemma að sofa og
safna kröftum fyrir stóra
kvöldið.
„Góð hugmynd," hafði
hann sagt. „Ég er að hugsa
um að gera það sama. Góða
nótt, ástin mín, og gangi þér
vel. Hugsaðu þér: Um þetta
leyti á morgun verðum við
rík!"
„Já, hugsaðu þér bara,"
tautaði Jennifer fyrir munni
sér þegar hún lagði á.
Anægð slökkti hún á segul-
bandstækinu, tók hljóð-
snælduna úr tækinu og lagði
hana við hliðina á símanum.
Það var ekki nokkur leið að
lögreglan kæmist hjá því að
finna hana þar.
Eitt augnablik vorkenndi
hún næstum því Max þar
sem hann sat einn heima, án
þess nokkur væri til vitnis
um það. En svo varð henni
hugsað til bréfsins sem hún
hafði fundið í jakkavasa
hans.
„Elsku Max," byrjaði
bréfið. „Ég er búin að eiga
yndislegan mánuð í Frakk-
landi, en nú hlakka ég til að
koma heim aftur til þín, ást-
in mín. Mér þykir leiðinlegt
að komast ekki í tæka tíð
fyrir starfsmannaveisluna,
en ég verð komin til þín
strax morguninn eftir. Ég er
spennt að heyra meira um
þessa dularfullu áform þín.
Ástarkveðjur, Samantha."
Drullusokkur! Rotinn,
falskur drullusokkur!
Það var Derek sem hafði
fundið hana þar sem hún sat
útgrátin á bekk í almenn-
ingsgarðinum. Það var Der-
ek sem hafði boðið henni
upp á drykk og það var
hann sem hún hafði trúað
fyrir raunum sínum.
Og það var Derek sem nú
beið eftir henni við innritun-
arborðið á flugvellinum.
Hann veifaði flugmiðunum
og tók hana í fangið. „Aum-
ingja Max, hann situr eftir
með alla sökina og enga
peninga," sagði hann hlæj-
andi um leið og þau spenntu
öryggisbeltin um borð í flug-
vélinni. „Ég gæfi mikið fyrir
að sjá svipinn á honum þeg-
ar hann uppgötvar hvernig
þú plataðir hann upp í skón-
um. Ég skal veðja að það
var það síðasta sem hvarfl-
aði að honum."
„Það vill nú svo til að ég
er alls ekki öll þar sem ég er
séð," sagði hún og hún
hjúfraði sig þéttar upp að
honum. Ég er nefnilega Jó-
kerinn í spilastokknum..."
24 Vikan