Vikan - 01.02.1999, Page 25
Þórunn Stefánsdóttir þýddi og endursagði
Hi
1
Sannarsögur
af heppnum
og óheppnum
þrjótum
Ungur og „upprennandi" þjófur stansaði fyrir
utan skartgripaverslun í strandbænum Brislol í
Englandi vetrarnótt eina árið 1981. Undan jakkan-
um tók hann múrstein, mundaði hann og kastaði í glugg-
ann. Steinninn lenti á styrktu glerinu, kastaðist lil baka og
lenti í höfði mannsins, sem féli meðvitundarlaus í götuna.
að var eitt sem nemendurnir vissu ekki um öku-
kennarann. Hann hafði ekki ökuréttindi. Og það sem
meira var, kennslubifreiðinni hafði hann stolið. Upp
um hann komst eftir að hann ók stolnum bíl yfir á rauðu
ljósi og ók á tvo bíla í Middlesborough í Yorkshire. Þegar
hann var leiddur fyrir dóntara kom í ljós að hann rak öku-
skóla og bílaleigu, þrátt fyrir þá staðreynd að hann hafði
misst ökuleyfið fyrir 15 árum.
irðulegir kennararnir við Oxford háskólann sem
hlýddu á fyrirlestur hins fræga og mikilsmetna geð-
læknis Dr. Emils Busch voru alveg ruglaðir. Maður-
inn sem þeir höfðu komið til að hlusta á, eftir að hafa séð
fyrirlesturinn auglýstan í dagblaði sem gefið er út í Ox-
ford, var vægast sagt afar sérkennilegur. Hann var með
mikið skegg og þrumaði yfir áheyrendum sínum af mikl-
um eldmóði, en flest það sem hann sagði var algjörlega
óskiljanlegt. Virðulegir
áheyrendurnir
komust seinna að því
að „Dr. Busch" var einn
af nemendum háskólans
og að allur fyrirlesturinn
hefði veriö bull á hrognamáli
sem nemandinn bjó til jafnóðum.
aöur nokkur í Tlrlsa sagðist sak-
laus af ákæru um að hafa
stolið handtösku af kont
nokkurri. Hann kaus aA
Lögreglan í Sydney í Ástralíu var með mikla herferð í
gangi gegn ölvuðum ökumönnum. Tveir lögreglu-
menn voru í felum í bíl fyrir utan næturklúbb þegar
þeir sáu einn gestanna koma skröltandi óstyrkum fótum út
um dyrnar og detta niður tröppurnar. Eftir töluvert erfiði
tókst honum að standa á fætur og ganga óstyrkum fótum að
bíl sínum. Síðan settist undir stýri og ók af stað með mikl-
um hávaða frá gírnum. Lögreglumennirnir eltu hann, stöðv-
uðu hann og létu hann blása í blöðru. Allt virtist í stakasta
lagi. Lögreglumennirnir fóru þá með hann á næstu lög-
reglustöð og aftur var ökumaðurinn látinn blása í blöðru.
Allt fór á sama veg, allt var í stakasta lagi.
Á meðan á þessu stóð tæmdist bílastæðið fyrir utan nætur-
klúbbinn og gestirnir flýttu sér að aka í burtu. Ruglaðir lög-
reglumennirnir fylgdu manninum aftur út í bíl sinn
og spurðu hann við hvað hann starfaði. „Ég vinn fyr-
ir mér sent tálbeita," svaraði mað-
urinn að bragði.
ona nokkur sem var
að tína rifsber af
runnurn sem uxu
fyrir utan múra fangelsis
nokkurs í London kom
auga á kaðal og tréstiga sem
hat’ði verið látinn síga yfir múr-
inn. Þrír menn fylgdu á eftir. „Mér
fannst ekki
ástæða til að gera
neinum viðvart,"
sagði konan seinna.
„Þeir sögðu mér að þeir
aö stelast út til
ögreglan í Venezúela var með
handlökuskipun á mann
J___^nokkurn sem var þekktur sí-
brotamaður. Svo óheppilega vildi til fyrir
lögregluna aö hús mannsins stóð nákvæm-
| lega á landamærum Venezúela og Kólumbíu.
ií Þegar lögreglan kom til þess að handtaka
manninn hljóp hann inn í svefnherbergið, læsti
dyrunum og hringdi í lögfræðinginn sinn. Svefnher-
bergið tilheyrði Kólumbíu og brotið sem hann var ákærður
fyrir var ekki refsivert þar. Lögreglan í Venezúela varð að
bíta í það súra epli að láta manninn sleppa.
Vikan 25