Vikan


Vikan - 01.02.1999, Qupperneq 40

Vikan - 01.02.1999, Qupperneq 40
„Mömmu þótti ekki vænt „Fyrir stuttu síðan las ég blaðagrein sem fjallaði um miklivægi ástar í uppvexti okkar. Hvernig ást og um- hyggja foreldranna væri kjölfesta alls þess sem við tækjum okkur fyrir hendi seinna á lífsleiðinni. Hvern- ig erfið æska geti mótað okkur og gert okkur óörugg og vansæl allt lífið. Ég ólst upp úti á landi. Margir æskufélagar mínir eyða sumarfríum sínum á æsku- slóðunum og hafa jafnvel komið sér upp sumarbústað í námunda við kauptúnið. Ég aftur á móti fer þangað eins sjaldan og ég get og þá af eintómri skyldurækni. Ég á fáar góðar minningar frá þeim slóðum. Fyrsta æskuminning mín er þegar ég kom hlaupandi inn til mömmu með stóran vönd af baldursbrám sem uxu í garðinum okkar. Ég hafði ætlað að gleðja hana, en hún brást hin versta við; henti blómunum í ruslafötuna og sagðist ekki kæra sig um að ég væri að bera svona drasl og óhreinindi inn í húsið. Ég man líka hvað mér leið illa fyrsta skóladaginn. Ég var eina barnið sem mamman fylgdi ekki í skólann og aldrei mættu foreldrar mínir á einn einasta foreldrafund alla mína skólagöngu. Ég er yngst í systkina- hópnum. Ég á þrjár systur og einn bróður. Við fengum sjaldan að taka þátt í skemmtunum jafnaldra okk- ar, það var ekki haldið upp á afmælin okkar og okkur var þar af leiðandi sjaldan boðið í afmæli félaga okkar. Við fengum ekki að taka þátt í jólaundirbúningnum með mömmu. Við fengum að heyra að það eina sem við gerðum væri að rusla til. Þótt ég sé öll af vilja gerð get ég ekki munað eftir því að mamma hafi nokkru sinni tekið mig í fangið og knúsað mig. Pabbi var öðru- vísi og hann veitti okkur blíðuna sem öll börn þurfa nauðsynlega á að halda. Hann átti það til að strjúka okkur um kollinn og klappa okkur á kinnina, en aðeins þegar mamma sá ekki til. Hún hafði hann alveg í vas- anum. Oft, eftir að ég varð fullorðin, hef ég undrast hvernig hann lét hana kom- ast upp með þessa fram- komu. Unglingsárin reyndust mér erfið. Ég var óörugg, fannst ég ómöguleg í alla staði og gat ekki ímyndað mér að nokkrum gæti nokkurn tíma þótt vænt um mig. Öll þekkjum við ástar- sorgir unglingsáranna og oft hefði komið sér vel að eiga mömmu sem skildi mig og huggaði. Einhverju sinni þegar hún kom að mér grát- andi eftir skólaball sagði hún að ég væri orðin allt of gömul til þess að grenja eins og ungabarn. Ég flutti til Reykjavíkur þegar ég var 17 ára. Það var mikill léttir að yfirgefa æskuheimilið. Ég fann mér fljótlega vinnu og litla íbúð til leigu. Hrakspár mömmu voru eina veganestið sem ég fékk frá henni. Kveðjuorðin voru þau að henni þætti ólíklegt að ég gæti spjarað mig á eigin spýtur og hún hefði trú á því að ég kæmi fljótlega heim aftur með skottið á milli lappanna. Orð hennar gerðu mig ennþá ákveðnari í því að standa mig. Ég eignaðist góða vini og líf mitt breyttist til hins betra. Ég hafði ekki mikið samband við foreldra mína og systkini, ég fór reyndar heim í jóla- og páskafríum, en kom oftast til baka döpur og vonsvikin. Þegar pabbi dó slitnuðu síðustu böndin við æsku- heimilið. Það síðasta sem pabbi sagði við mig var að hann óskaði þess að ég eign- aðist góðan mann; að ég hitti einhvern sem þætti raunverulega vænt um mig. Örlögin höguðu því þannig að stuttu seinna hitti ég manninn minn. Ég hafði mikla þörf fyrir ást og vænt- umþykju og sem betur fer hefur maðurinn minn stórt hjarta og frá honum fæ ég alla þá hlýju sem ég þarf svo mikið á að halda. Astin blómstraði á milli okkar og ári eftir að pabbi dó giftum við okkur. Mamma var við- stödd brúðkaupið, glæsileg og fallega klædd, eins og hennar var von og vísa. Margir höfðu orð á því hvað hún væri ungleg og glæsileg. En við systkinin létum okk- ur fátt um finnast; vissum sem var að fegurðin var bara á yfirborðinu. Mamma viðurkenndi aldrei að hún saknaði pabba en eftir að hún varð ekkja ætlaðist hún til þess af okk- ur að við kæmum í heim- sókn þegar henni hentaði. í fyrstu var ég og maðurinn minn dugleg að heimsækja hana. En það var erfitt að gera henni til hæfis. í stað þess að njóta komu okkar kvartaði hún undan því að við værum þau einu sem kæmu í heimsókn. Ef við slepptum úr einni helgi sagði hún við systkini mín að við kæmum aldrei og sýndum henni enga ræktar- semi. Að lokum hættum við að heimsækja hana. Við átt- um mig“ um við okkar eigin vanda- mál að stríða. Okkur lang- aði að eignast barn og ég missti fóstur tvisvar sinnum með stuttu millibili. „Er nokkuð yndislegra heldur en að eiga heilbrigð og góð börn? Þegar ég virði fyrir mér börnin mín tvö á ég bágt með trúa því að móðir j mín hafi aldrei nokkru sinni getað sýnt mér og systkinum mínum vænt- umþyk]u.“ 40 Vikan

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.