Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 42
Um jólin heyrðum
við auglýsingar
um að engin jól
væru án túlípana.
Þar með vissum
við að túlípanarn-
ir væru komnir á
markaðinn og
þeir eru einmitt
meðal vinsælli af-
skorinna blóma
þessa árstíma.
Yfirleitt tengjum við í
huganum túlípanana
við Holland enda
höfum við oftar en ekki
hlustað á lagið Tulips from
Amsterdam, en þessi fallegu
blóm eru í rauninni upp-
runnin víðs fjarri Amster-
dam. Þau eiga rætur að
rekja til Tyrklands og saga
túlípananna hófst í Tyrk-
landi á sextándu öld. Þá
voru víðáttumiklir túlípana-
akrar í Konstantínópel, sem
í dag ber nafnið Istanbul, og
Vikan
Grœnt og vœnt
Fríða
Björnsdóttir
Þessi fallegi túlípanavöndur er frá Blómaverkstæði Binna.
(Ljósmyndir: Bragi Þór Jósefsson)
ræktunin náði hámarki á
dögum Amheds III (1703-
30). Hann ræktaði þó ekki
tyrkneska túlípana heldur
fékk laukana frá Hollandi
þar sem menn höfðu stund-
að túlípanarækt um nokkurt
skeið.
Því má segja að túlípan-
arnir hafi snúið aftur heim
til Tyrklands frá Hollandi.
Einni öld áður hafði þýski
sendiherrann í Tyrklandi,
Ogier Chislain de Busbecq,
sent vini sínum Carolus
Clausius, sem var grasafræð-
ingur við Leidenháskóla,
nokkur túlípanafræ. Þessi
fræ urðu upphafið að hol-
lenskri túlípanarækt. Það
var þó aðeins á færi auðkýf-
inga að rækta túlípana til að
byrja með því einn einasti
laukur gat kostað tugþús-
undir króna. I Versölum
ræktaði Sólkonungurinn
túlípana í sínum rómuðu
görðum og eftir að þeir
höfðu hlotið náð fyrir aug-
um hans var vinsældum
þeirra borgið í eitt skipti
fyrir öll. Fyndist honum eitt-
hvað fallegt var hirð hans á
sömu skoðun og síðan allt
ríka fólkið í Frakklandi.
Þegar fram liðu stundir
urðu túlípanar vinsælir um
allan heim og fólk fór að
rækta ný og ný afbrigði sem
hlutu hin virðulegustu nöfn,
eins og til dæmis Dante,
Patton hershöfðingi,
Madame Curie og Margot
Fonteyn.
Ef einhver færir þér túlíp-
ana, eða þú bregður þér í
blómabúð og kaupir þá til
að lífga upp á umhverfi þitt
þá er rétt að hafa eftirfar-
andi atriði í huga varðandi
meðferð þeirra svo þú meg-
ir njóta þeirra sem lengst:
•Skerðu með beittum hníf
neðan af stilkunum svo
sárið sé ferskt þegar
túlípanarnir fara í vatn.
•Hafðu ekki of mikið vatn
í vasanum, því vatnið á
ekki að ná allt of langt
upp á legginn.
•Mundu að nota hreinan
blómavasa og ferskt vatn.
• Settu blómanæringu í
vatnið. Flestar ef ekki
allar blómaverslanir láta
bréf með blómanæringu
fylgja blómvöndum.
•Geymdu blómin á köldum
stað yfir nóttna.
•Taki stilkarnir að bogna er
gott að taka túlípanana,
vefja þá inn í dagblað og
láta þá í vatn þannig að
pappírinn og blómin
blotni. Eftir nokkra
klukkutíma á köldum
stað, eru þeir aftur orðnir
stífir og fínir.
42
Það þarf ekki að stinga þessari fallegu rós í tóník
en þið gætuð gert tilraun ef þið eruð með rósir
sem farnar eru að láta á sjá.
Rósaræktandi sagði okkur að gott ráð til þess að hressa við „óhress-
ar" rósir væri að gefa þeim sopa af toník. Væru rósirnar sérlega
þreyttar mætti gefa þeim vökvann óblandaðan. Við spurðumst fyrir
um það hjá Ölgerð Egils hvað væri í toník sem ekki væri í öðrum drykkjum
álíka útlits og í ljós kom að í því er kínín. Bretar á Indlandi hér fyrr á árum
fundu upp drykkinn til þess að koma kíníninu í menn til varnar gegn
malaríu en kínín er beiskt á bragðið. Prófið að setja rósirnar í toník ef þær
fara að láta á sjá eða eru þreytulegar þegar þið fáið þær.