Vikan - 01.02.1999, Side 44
Leikhússpjall
Svölu Arnardóttur og Arthúrs Björgvins
frumlegt og
spennandi
verk
ES Mér finnst Búasaga
sem sýnd er í Borgar-
leikhúsinu að mörgu
leyti frumlegt og spenn-
andi leikrit. Það er mikill
kraftur og ferskleiki í
verkinu. Það er líka bráðsnjöll
hugmynd að færa Kjalnesinga
sögu inn í nútímann.
□ Já, ég er sammála þér um
kraftinn og frumleikann. Það
gneistar af þessu verki á köflum.
Ég held að ferskleikinn stafi ekki
síst af því að Búasaga gengur
þvert á raunsæishefðina sem hef-
ur lengi verið ríkjandi í íslenskri
leikritun. Leikrit þarf ekki alltaf
að vera eftirlíking af lífinu.
Búasaga
eftir Þór
Rögnvaldsson;
búningar
Una Collins;
leikmynd og
leikstjórn;
Eyvindur
Erlendsson;
Icikendur:
Þorsteinn
Bachmann,
Rósa Guðný
Þórsdóttir
og Pétur
Einarsson.
Búasaga hlaut
1. verðlaun í
leikritasam-
keppni L.R. í
tilefni 100 ára
afmælis
félagsins.
ES Það er kannski einmitt búið
að prenta það inn í höfuðið á
okkur að á sviðinu eigi hlutirnir
að gerast eins og í lífinu sjálfu.
Hins vegar gefur leiklistin færi á
margs konar túlkun á veruleikan-
um. Það er gaman að sjá þegar
leikskáld þorir að fara út úr raun-
sæisrammanum og inn í aðra
vídd. Að vísu finnst mér verkið
ekki gallalaust. Höfundi hættir til
að falla í þá gryfju að nota klisjur;
þar má t.d. nefna uppskrúfaða
túlkun Búa á kvæðinu Ólafi
Liljurós.
Q Nú notar höfundur Kjalnes-
inga sögu sem grunnstef í leikrit-
inu og fylgir reyndar söguþræðin-
um nokkuð nákvæmlega. Á hinn
bóginn tvinnar hann nútímann, á
mjög skondinn hátt, saman við
söguna. Þannig að úr verður sér-
kennilegur en nokkuð heillegur
vefnaður.
□ Þetta finnst mér t.d. takast vel,
þegar Fríður, dóttir Dofra kon-
ungs í sögunni er gerð að dóttur
aflóga heimspekiprófessors í Nor-
egi, sem Búi er í læri hjá. Sömu-
leiðis þykir mér glúrið, þegar höf-
undur lætur Búa myrða Þorstein
og brenna hofið, sem allt í einu er
orðið að Valhöll, musteri Mamm-
ons í Reykjavík.
□ Þarna ertu líklega kominn að
kjarnanum í verkinu. Búasaga er
ádrepa á það, hvernig efnishyggja
nútímans (sem Sigurður Nordal
kallaði fjóstrú), framapot og
græðgi breyta jafnvel eldheitum
hugsjónamönnum í blóðlausa ves-
alinga, sem eru reiðubúnir að
selja sál sína og sannfæringu hæst-
bjóðanda. Þó að þess konar nið-
urlæging sé auðvitað alþjóðlegt
fyrirbæri, þá er þetta, eins og svo
margt, ýkt hér á íslandi. Þessi
skrumskælda íslenska mynd
kemst vel til skila í leikritinu.
ES Þetta er þjóðfélagslegt ádeilu-
verk af því tagi sem er því miður
alltof sjaldgæft á sviði hér á landi.
Þarna er ádeilan klædd í óvenju-
legan og áhugaverðan búning.
Sl Það á ekki bara við um text-
ann, heldur uppfærsluna líka.
Með því að nota ýmis meðöl fá-
ránleikaleikhússins tekst leik-
stjóranum, Eyvindi Erlendssyni,
að ydda vel þann ádeilubrodd
sem er í verkinu. Tónninn verður
á köflum nístandi, eins og t.d. í
bráðskemmtilegu atriði, þar sem
foreldrar Þorsteins halda honum
stúdentsveislu. Þar eru þessir
"æruverðugu" máttarstólpar
þjóðfélagsins gerðir beinlínis hjá-
kátlegir með raddbeitingu og leik.
þeirra til að geta notið leikritsins.
Búasaga er ekki bara á vitrænum
nótum, heldur fjallar leikritið
ekki síður um tilfinningar fólks.
áberandi
djörf, umbúnaður sýningarinnar
er skrautlegur og táknrænn og
hæfir vel leikstílnum. Hins vegar
finnst mér Litla sviðið stundum
þrengja of mikið að þessari íburð-
armiklu leikmynd. Kannski hefði
hún notið sín betur á Stóra svið-
inu.
ES Já, ég hafði samúð með leik-
urunum að þurfa að sýna öll þessi
tilþrif í svona þröngu rými. Ann-
ars komust þeir yfirleitt vel frá
sínu. Það mæðir auðvitað mest á
Þorsteini Bachmann í hlutverki
Búa. Mér fannst raddbeiting hans
að vísu of eintóna á köflum, sem
kom niður á leiknum.
□ Rósa Guðný, sem leikur bæði
Esju og Fríði, nær fram sterkum
heildaráhrifum, hvort sem er í
túlkun hennar á dulúð Esju eða
staðfestu Fríðar. Rósa Guðný
sannar enn, að hún hefur bæði
dýpt og breidd sem leikkona.
ES Ekki má heldur gleyma Pétri
Einarssyni, sem er sérstaklega
sannfærandi í hlutverki heim-
spekiprófessorsins. Honum tekst
mjög vel að koma flatneskju og
andlegri eymd þessa afdankaða
spekings til skila.
djörf
sviðsetning
m Sviðsetningin er
ES Það má reyndar skjóta því inn
að kynningin á Búasögu hefur
verið svolítið misvísandi. Þar er
gefið í skyn að verkið sé mun há-
fleygara en það er.
Það heyrist að vísu
bergmál frá hug-
myndum ákveðinna
heimspekinga, en
menn þurfa alls ekki
að hafa lesið bækur
m Getum við ekki óhikað mælt
með því að fólk skelli sér á Búa-
sögu í Borgarleikhúsinu?
ES Jú, ég held að flest-
ir hljóti að hafa gam-
an af þessari síðbúnu
dramatísku afmælis-
veislu Leikfélags
Reykjavíkur.
44 Vikan