Vikan


Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 01.02.1999, Blaðsíða 47
Dagbók óléttrar konu 5. vika Það fer ekkert á milli mála að ég geng með barni. Mér finnst óyggjandi sönnun fyrir því liggja fyrir. Ég fór til læknis um daginn til að fá þetta staðfest en það er eins og ég hafi ekki tekið mark á honum. Ég þjáist af morgunógleði. Það hlýtur að vera kaka í ofninum. Mikið eru sumar konur heppnar að losna við morg- unógleði á fyrstu vikum meðgöngutímans. Hinar eiga alla mína samúð. Ég má ekki sjá opna mjólkur- fernu fyrst á morgnana, hvað þá að þefa upp úr henni til að vita hvort er í lagi með hana. Ræskingar og hósti vekja með mér klígju og ég tala nú ekki um andremmu. Þeir sem eiga kött vita að einstaka sinn- um getur orðið slys inni við og kattahland eða kúkur leynist einhvers staðar í íbúðinni að morgni. Skálk- ur, kötturinn okkar, er mesta pempía, þótt fress sé, og gerir þarfir sínar úti en kemur inn og þvær sér hátt og lágt á eftir, nema eitt sinn. I býtið, þegar ég ætl- aði í sakleysi mínu að fara í sturtu, var stór brún klessa í sturtubotninum. Ég varð al- gerlega frávita af ógeði og eftir nokkur klígjuköst gat ég farið inn í svefnherbergi og beðið manninn minn um að redda málunum. Nú voru góð ráð dýr, hann er svo klígjugjarn sjálfur að það mætti halda að hann væri ófrískur. Alltaf. Upp hófst mikil barátta á millum okkar hjóna um hvort okk- ar myndi hreinsa upp eftir köttinn. Auðvitað vann ég. Eins og venjulega. Ég spurði hann hvort að hann vildi hætta á að ég fengi bakteríur af þessu - og ég sem væri ólétt. Þetta virkar alltaf. Reyndar ætla ég að nota þetta áfram þegar lengra er liðið á meðgöng- una, þótt ég hafi ekki leng- ur morgunógleði þá ætti að vera hægt að komast hjá óþrifalegustu verkunum á heimilinu bara með því að segja hátt og snjallt: Ég er ólétt. Það eru engar bækur sem segja til um hvort eða hversu lengi morgunógleð- in varir. Þetta er víst per- sónubundið eins og hver og ein meðganga. Sumar kon- ur kenna sér einskis meins en aðrar þjást fram eftir öllu. Mér kemur í hug ólétta löggan úr mynd þeirra Cohen bræðra, Fargo. Sú kallaði ekki allt ömmu sína. Hvað gerðu konur hérna áður fyrr þeg- ar þær tóku slátur og súr- suðu í daunillum húsakynn- um með moldargólfi? Ekki hefur verið kvartað og kveinað í þá daga, eða það veit maður svo sem ekkert um. Ég efast þó um að langalangamma mín, til dæmis, sem ól tuttugu og tvö börn, hafi lagt hendur í skaut og hrópað hátt og snjallt: Nei, ég er hætt, ég er ólétt! 12. vika Ég var í Svíþjóð á dögunum og keypti mér blað sem er ætlað verðandi eða nýorðn- um foreldrum. Ég varð himinlifandi þegar ég rakst á grein sem sýnir og segir frá hvað gerist í hverri viku meðgöngunnar. Þar er stærð og þyngd barnsins líkt við ýmis matvæli, til dæmis jarðaber (sem er jordgubb á sænsku og finnst mér einhvern veginn þetta jarðargubb ekkert eiga skylt við sæta, litla rauða ávöxtinn) súkkulaðiköku- sneið, plómu og lítinn ban- ana. Ég hef það að tilfinn- ingunni að ég gangi með veisluborð í maganum en á móti finnst mér eins og barnið hafi nóg að borða, en mér skilst að því nægi bara að sjúga puttann á þessu stigi. Einnig er því lýst hvernig manni líður (eins og maður viti það ekki sjálfur): Þú svitnar, þú ert með aukið nef- rennsli, mittið hverfur og þú þyngist. Auðvitað eru þessar upplýs- ingar ágætar fyrir konur sem ganga með fyrsta barn, mér finnst það að minnsta kosti. Allt á þetta að vera eðlilegt, sér- staklega þetta með mittishvarfið og þyngdaraukn- inguna. Svo er óþolandi að vera ófrísk á tímum þeirrar tísku- bylgju þar sem allar konur eru í níðþröng- um bolum og peysum og buxurnar eru bara fyrir þær sem ekki hafa náð átján ára aldri. Ég hef hvergi séð né heyrt um fataverslun sem selur smart óléttuföt. Mikið þætti mér gaman ef einhver vissi um slíka verslun. 19. vika Núna er mittið alveg að hverfa. Ég er frekar lítill kvenmaður, svona venju- lega, en nú er ég að verða eins og skrípamynd af Freyju. Brjóstin orðin of stór fyrir minn smekk (maðurinn minn er að vísu annarrar skoðunar), maginn of framstæður og lærin að gildna. Ég var að hamast við að vera í galla- buxum eða strechbuxum fram í lengstu lög, þangað til ég settist einn daginn upp í bílinn og buxurnar sprungu utan af mér. Núna, þegar ég er rétt ókomin á fimmta mánuð, er ég farin að ganga í mussu af mömmu sem hún gekk í þegar hún var ólétt af litla bróður, sem er núna á tuttugasta og öðru ald- ursári. Það er samt svo skrítið, að eftir því sem sést meira á mér þá finnst mér ég vera rosalega flott. Ég fór í sund um daginn og mér leið eins og súpermód- eli. Einkennilegt. Ég kann best við mig í sundbol svona breið um mig eins og ég er. Svo er alltaf verið að segja við mig, eins og vafa- laust allar ófrískar konur heyra: "Mikið fer þér vel að vera ólétt, þú ert svo bústin og sælleg." En, nota bene, þeir, eða öllu heldur þær, sem þetta segja, eru gamlar frænkur og svo amma. Maður líkist nú ekki súper- módeli svona á sig komin, ekki svo að skilja að maður hafi gert það áður en ég var þó allavega fimm kílóum léttari en núna. Mig hefur aldrei á ævinni langað svona mikið að stunda lík- amsrækt en ég gæti svo sem farið í óléttujóga og reynt að hressa upp á útlitið. Svo er líka hægt að setjast barasta með hendur í skaut, fara að skæla og garga: Ég get ekki að þessu gert. Ég er ólétt. Texti: Ingibjörg Þórisdóttir Mynd: Gunnar Gunnarsson Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.