Vikan


Vikan - 01.02.1999, Qupperneq 51

Vikan - 01.02.1999, Qupperneq 51
orðar opnari og það auð- veldar fólki á öllum aldri að koma úr felum. I dag er það í raun og veru ekkert mál, hvort sem þú ert 18 ára, fer- tug eða sjötug. Vitnum aftur í smásöguna sem birtist í Vikunni: „Þú varst ákveðin og ég var ein- mana, ég hafði ekki sofið hjá í nokkra vikur. .SVo af hverju ekkiþú..." Þetta á auðvitað ekki bara við um samkyn- hneigða, það geta allir hugsað svona. Ég hugsa að það sé nteira að segja meira um framhjáhald hjá gagn- kynhneigðum. Ég held að um 10% af giftu fólki, sem á annað borð stundar fram- hjáhald, haldi framhjá með samkynhneigðum, en þeir eru miklu fleiri sem halda framhjá með gagnstæða kyninu. Trúir þú á ástina, hina sönnu ást eins og sögumað- urinn: „Hin sanna ástfinnur mann að lokum, maður á ekki að þurfa að leita henn- ar. En verður maður ekki að prófa allt sem vekur at- hygli manns, því hvenœr og hvernig veit maður hvort um er að ræða hina einu sönnu ást?" Ég trúi því að maður eigi ekki að leita að ástinni. Ég hef trú á því að ástin komi nákvæmlega á því augna- bliki sem hún á að koma. Ég átti mér þann draum að ganga einhvers staðar inn og horfast í augu við ein- hverja konu. Ég myndi horfa í þessu augu og hugsa: Þarna er hún. Og til- fellið var að þannig kom ástin inn í líf mitt þegar ég hitti konuna mína. En svo er líka til önnur hlið á þessu. Sumir trúa á þennan neista, aðrir trúa því að ást- in eigi að þróast eftir vin- skap og sumir halda að ást- in fari eftir því hvort þeir lifi saman góðu kynlífi. Spurningin er: Við hvað áttu að miða? Hversu langt áttu að ganga með ein- hverri manneskju til þess að vita hvort þetta er hin eina sanna ást? Kannski er ástæðuna fyrir tíðum hjóna- skilnuðum að finna í svör- unum við þessum spurning- um. „Hann ersvo vondur við mig, hann er svo lokaður og tilfinningalega daufur, ekki svona nœrgœtinn og ástríðufullur eins ogþú... En nú er ég búin að hitta þig og mér líður eins og það hafi fyllst eitthvað tómarúm sem er búið að vera þarna alla œfi en nú er það horfið, þú hefurfyllt það afást." Er þessi kona í sögunni ekki dæmigerð lesbía íafiieitun? Örugglega. Það eru svo margar konur sem þora ekki að yfirgefa manninn sinn og fara út í óvissuna. Þessar konur fara svo að vera með öðrum karlmanni og þora ekki að fara að búa með konu. En hitt er svo annað mál að ég held að þú þurfir ekki að vera lesbía til þess að sofa hjá annarri konu og ekki að vera hommi til þess að sofa hjá öðrum karlmanni. Konum- reynist auðvelt að halda framhjá manninum sínum ef hann fullnægir henni ekki kynferðislega. Að sofa hjá konu er algjör kúvend- ing í lífinu; að reyna að finna lífshamingju með nýrri lífsreynslu. í sögunni réttlœtir konan framhjáhaldið við manninn sinn þannig: „Samt finnst mér ég ekki hafa verið að halda framhjá, þvíþú ert kona... mérfinnst ég ekki hafa verið að halda framhjá honum." Hvað meinar þú með þessu? Mér fannst nú einfaldlega drepfyndið að láta hana segja þetta. Það er nefni- lega svo oft sagt að tvær konur geti ekki sofið saman án þess að nota til þess tæki og tól, sem er hinn mesti misskilningur. Ég held að um 10% af giftu fólki, sem á annað borð stund- ar framhjáhald, haldi framhjá með samkynhneigðum. Þessi heimur samkyn- hneigðra sem þú dregur upp í sögunni er lokaður heimur. Lifa samkynhneigðir í sín- um eigin heimi? Það hefur alltaf þrifist mjög lokaður heimur á 22. Það er viss kjarni sem hefur stundað þann stað í langan tíma. Nú hef ég aldrei þrif- ist inni í þessu samfélagi, ég vel ekki vini mína eftir því til hvors kynsins þeir hneigjast, en ég veit af reynslu minni erlendis að víða myndast mjög lokaður heimur samkynhneigðra; þeir hafa sín sérstöku kvik- myndahús, matsölustaði, leikhús o.s.frv. Á íslandi er þetta ekki þannig. Afhverjtt býrfólk til svona heim, er það vegna fordóma þjóðfélagsins? Sjálfri finnst mér hug- myndin fáránleg. En ég get ímyndað mér að þetta sé aðferð til þess að mótmæla því að við hommar og lesbí- ur verðum að búa í heimi sem miðast við líf gagnkyn- hneigðra. Ég tel mig rekast á það og vera meðvitaða um það hvern einasta dag, bara t.d. með því að horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp. E.t.v. er kynhvötin það eina sem skilur að gagnkyn- hneigða og samkynhneigða. Skiptir kynlífþá svona miklu máli? Greinilega. Þess vegna skapast þetta vandamál, sem er í rauninni alveg fá- ránlegt. En auðvitað finnst mörgum þetta ógnun. Karl- mönnum finnst e.t.v. sem svo að lesbíur séu ógnun við karlmennsku þeirra - að til séu konur sem þarfnast þeirra ekki og að þeir séu að fara á mis við eitthvað. Svo hefur maður auðvitað oft heyrt um konur sem hafa villst inn á hommabari erlendis og þær bölvi því að þar séu samankomnir allir fallegustu karlmennirnir! Heldurþú að samkyn- hneigð verði einhvern tím- ann viðurkennd að fullu í íslensku þjóðfélagi, að það renni upp sá dagur að öll dýrin ískóginum verði vin- ir? Það verða alltaf einhverj- ir á móti okkur og ég tel þá skoðun eiga fullan rétt á sér. Ef allir væru sammála þá vantaði togstreituna sem er nauðsynleg í hverju þjóð- félagi. Reyndar mætti hlut- fallið vera okkur aðeins hagstæðara. I dag eru hommar og lesbíur minni- hlutahópur. Þú þarft að vera mjög viss í þinni sök til þess að fara þessa leið. Það er enginn samkynhneigður að gamni sínu. Vikan 5i Viðtal: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Hreinn Hreinsson

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.