Vikan


Vikan - 01.02.1999, Page 55

Vikan - 01.02.1999, Page 55
...Þessari uppskrift að soð- inni ýsu: Ysa skorin í jöfn stykki og sett í pott með litlu vatni, þannig að rétt fljóti yfir. 1 stór sítróna kreist út í vatnið og einni tsk. af salti bætt út í. ^ Suðan látin koma upp, r slökkt á hellunni og fisk- urinn látinn vera í soðinu í ekki meira en eina mínútu. Borið fram með kartöflum, rúgbrauði og örlítil ólívuol- ía notuð sem viðbit út á fiskinn. Sítrónan gerir fiskinn hvítan og stinnan. ...Letidegi. Það fæst góð slökun með því að taka sér a.m.k. einn letidag í mánuði og gera ekki neitt! Sveifla bara tánum, leggja sig, horfa á sjónvarp... Mikilvægt er að horfa ekki á rykið og hafa ekkert sam- viskubit yfir því að vera ekki í líkamsrækt eða með skipulagða dagskrá. Kona Vikunnar þessu sinn R. Líndal, c sameinaös lags í Vesti vatnssýslu kraftur og ni í Elínu o Elín R. Líndal Hvað gerir þig glaða? Lífið sjálfl. Að vera hraust og eiga þess kost að takast á við fjölbreytileg verkefni. Hvað gerir þig sorgmædda? Óheiðarleiki Hvar líður þér best? í gömlum hægindastól sem pabbi álti, fyrir framan sjónvarpið og undir Álafoss værðarvoð. Þegar ég er búin að vera mikið á flækingi er þelta toppurinn á tilverunni. Hvers gætir þú síst verið án í lífinu? Fjölskyldunnar. Af veraldlegum hlutum er það bíllinn, hann gegnir þýðingarmiklu hlutverki í mínu lífi. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Snobb. Hvað heillar þig mest í fari fólks? Húmor, jákvæðni og framtakssemi. Hverju vildir þú helst breyta í lífi þínu ef þú ættir þess kost? 55 Engu. Lífið er og hefur verið niér gott.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.