Vikan


Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 19

Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 19
tók með sér lítið segulband og talaði inn á margar spólur í ferðinni „til mögru áranna". ,,Það hendir að ég setji eina spólu í og þá upplifi ég þetta allt aftur," segir hún. Elsa lét senda bílinn sinn til Rott- erdam og ók síðan niður eftir Þýska- landi, sem hún þekkti vel síðan á námsárum sínum, og alla leið niður á syðsta odda Ítalíu að hitta þar vina- fólk. ,,Ég féll kylliflöt fyrir Frakklandi," segir Elsa sem fór aðallega hraðbraut- irnar á leiðinni niður eftir ,,en á leiðinni til baka forðaðist ég Euro-vegina og ók sveitavegina," segir hún. Elsa segir það hafa vakið mikla at- hygli þegar hún kom að sveitahótel- unum að beiðast gistingar. ,,Áttu pantað? Ertu ein? Magni- fique!" sögðu Frakkarnir og undruðust dugnað hennar. Eins og staðan er í dag virð- ist liggja fyrir að Elsa geti ekki notað venjulegan bíl í framtíð- inni eins og hún gerði þar til í desember 1996. ,,Nú þyrfti ég eiginlega að fá lyftubíl til að geta tekið stólinn inn," segir hún. Elsa fékk bílinn sinn í október 1997 og segir að nú, 18 mánuðum síðar, sé búið að aka bílnum 4.600 kílómetra. ,,Ég á mjög erfitt með að kom- ast inn í bílinn því til þess þarf ég að beita hægri handlegg. Ég er líka algerlega búin eftir álagið og get þetta ekki lengur en það er skýringin á því að eins og hálfs árs gamall bíll hefur staðið nær óhreyfður." Þrátt fyrir gallaða löggjöf er nokkuð Ijóst að dregist hefur úr hömlu að ákvarða Elsu bætur en hún er að mestu ósjálf- bjarga eftir þetta örlagaríka at- vik í kjörbúðinni. Hvar stendur hnífurinn í kúnni? Tryggingafé- lagið vill ekki samþykkja að sérstaklega eigi að meta til bóta síðasta heila útliminn, þar eð Elsa var ekki á vinnumark- aðinum þegar slysið átti sér stað. Sjálf óskar Elsa eftir því að henni verði gert kleift að njóta tiltöiulega sama frelsis og JOLASTÓL hún naut fyrir óhappið - að geta hjálparlaust komist ferða sinna til að kaupa í matinn og kannski líta í boð til ættingj- anna án þess að þurfa að leggja út síðustu aurana sína í leigubíla. ,,Ég sé ekki að þeir geti litið framhjá því að ég var fær um að bjarga mér sjálf að mestu leyti en er það ekki leng- ur vegna þessa slyss í kjörbúð- inni hérna um árið sem tók svo mikið af minni fyrri getu," segir hún áður en við kveðjumst. Það hljómar sem fróm ósk að fara fram á að vera ekki um- talsvert verr sett en hún var þennan örlagaríka dag í des- ember 1996. dag mánaðarins. ,,Áður hefði þetta ekki verið neitt mál; ég hefði getað farið á mínum bíl. Nú verð ég að neita mér um allt svona lagað því ég fæ ekki leigubíla borgaða af trygginga- félaginu. Ég er ekki með neinar tekjur umfram örorkubæturnar og þegar búið er að taka upp í bílalánið og staðgreiðslu skatta þá er ég kát ef ég næ 51 þús- undi. Þá á ég eftir að greiða húsaleigu, rafmagn, síma, tryggingar og allan mat. Það er því ekki erfitt að reikna út að ég stend ekki undir þeim auka- kostnaði sem af slysinu hlaust," segir hún. „Þar með er heldur ekki öll sagan sögð því ég kemst mjög lítið um hérna heima hjá mér þótt húsnæðið sé sérhannað fyrir fatlaða. Ég kemst ekki niður til að sækja póstinn í handknúna stólnum því ég hef ekki kraft til að ýta honum lengur. Ég get ekki haldið á bók til að lesa, svo er ég orðin afskaplega úthaldslítil og þarf að hvílast heilan dag ef ég fer í tveggja klukkutíma út- réttingar. EIN TIL EVRÓPU í ÁTTA LANDA FERÐ Elsa varð fimmtug árið 1995 og fór þá í átta landa ferð um Evrópu, ein á bílnum með stól- inn aftur í. „Ég bað fólk sem vildi gefa mér afmælisgjöf að gefa mér frekar peninga í ferðasjóð. Svo lá ég í ferða- bókum og þegar ég kvað upp úr með hvað ég ætlaði að gera fengu auðvitað allir áfall, börnin mín, ættingjar og vinir, hjúkrun- arfólkið og læknarnir! Þau héldu að ég ætlaði í einhverja sólarlandaferð þar sem allt væri öruggt. Svo talaði ég þau til því ég vissi, að ef ég ekki gerði þetta þá myndi ég sjá eft- ir því alla ævi," segir Elsa sem ELsa Einarsdóttir gefst ekki upp þótt nióti blási. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.