Vikan


Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 29

Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 29
ínar einkenndust af öskrum hafa af honum aðra vinnu meðan hann snattaði fyrir okkur. Að vanda voru óhljóðin slík að annað fólk, sem þarna var komið til að aðstoða, varð hálfmiður sín. Það hafði orð á því við mig á eftir hversu leiðinleg framkoma hans væri og hvernig við gætum þolað þetta. Við þurftum að skila íbúðinni okkar nýmálaðri og nut- um til þess aðstoð- ar svila míns. Það stóðu einnig til flutningar hjá þeim og ég lofaði að að- stoða þegar þar að kæmi. Við fengum hins vegar þær fréttir stuttu eftir að málningarvinnunni var iokið að systirin gæfi þær yfirlýsing- ar við hvern sem heyra vildi að ég væri slíkur vesal- ingur að ég kynni ekki einu sinni að mála og að þau gætu ekkert notað mig til að aðstoða við standsetningu á nýja heimil- inu sínu. Konan mín hringdi í systur sína og spurði hverju þetta sætti. Systirin brást hin versta við og sagði að orð sín hefðu verið rangtúlkuð. Eitt- hvað hlýtur hún þó að hafa sagt því tæplega væri þetta haft eftir henni ef hún hefði þagað. Auk þess vitum við vel hvað hefur verið um mig sagt í gegnum árin og þessi um- mæli eru síst verri en margt af því. Ég varð svo sár og leiður þegar ég frétti þetta að ég gat ekki hugsað mér að fara og aðstoða þau. Hringingum frá tengdamóður minni og þess- ari mágkonu linnti ekki og mér var tilkynnt að viðkvæmni mín væri vandamál. Þær hefðu ekki gert neitt en ég hins vegar komið illa fram þegar ég neitaði að hjálpa. Þá var mælirinn fullur. Ég ákvað að stíga aldrei fæti inn í þeirra hús framar og hætta öllum samskiptum við þetta fólk. Ég tel mig hafa sýnt mik- ið umburðarlyndi í gegnum árin, ævinlega stillt mig um að svara og kyngt dónaskapn- um. Konan mín stóð með mér í þessu og hvorugt okkar var tilbúið að gefa sig. Nú túlka þær málið þannig að ég ráði öllu og konan mín sé þvinguð til að umgangast meira mitt fólk en sitt eigið. Staðreyndin er hins vegar sú að við viljum bæði frekar umgangast fólk sem kemur fram við okkur af einhverri virðingu og væntum- þykju. Þeim verður tíðrætt um leiðindin í okkur og mágkona mín tók sig til um daginn og hringdi í yfirmann minn í vinn- unni. Hún sagði honum að ég væri búinn að valda illdeilum innan fjölskyldunnar og það yrði að koma mér í skilning um að mér bæri að biðjast af- sökunar og viðurkenna mína galla. Ég vildi óska þess að ég sæi einhverja leið til að ná sáttum en sé ekki hvernig það er hægt. Þau sjá ekki neina sök hjá sér og ætlast til þess að ég beygi mig í duftið og biðji um fyrirgefningu sem ég tel að að ætti reyndar frek- ar að vera á hinn veginn. Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma gert neitt á hluta þessa fólks og hef síst af öllu hvatt til illdeilna eða átaka við það. Ég tel að með því að leiða tengdafólkið mitt hjá mér sé ég að vernda sjálfan mig og konu mína og koma í veg fyrir frekari árekstra." ' leadnui aeyir Steingeroi Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Hciinilisfangift er: Vikan - ..l.ífsreynslusuga", Scljavegur 2, 1111 Reykjavik, Netfang: vikan@fnidi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.