Vikan


Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 48

Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 48
Texti: Asgeir T. ingólfsson Hverju svarar læknirinn ? Blóðnasir við áreynslu Kteri Þorsteinn, Ég á 7 ára gamlan strák sem er mjög duglegur að hreyfa sig. Hann er í alls konar íþróttum og dregur ekkert af sér allan daginn. En ég er far- in að hafa áhyggjur af því að hann fær stundum blóðnasir af engu að því er virðist. Astæð- an er ekki sú að hann detti á nebbann eða fái högg, það virðist bara byrja að blæða þegar hann reynir á sig. Hver getur verið ástæðan fyrir þessu? Með fyrirfram þökk fyrir svörin Er eitthvaö til ráöa? Mamman Sœl Algeng ástæða fyrir þessum vanda hjá syni þínum er við- kvæmni í nefi. Slímhúðin í nefinu er þá þrútin eða bólgin, en um leið blóðrík og blæðir auðveldlega frá henni. Börnin eru oft pirruð í nefinu, með hor eða þurran „skræling", sjúga upp í nefið, ræskja sig oft eða eru sífellt að strjúka nefið. Við köllum það stund- um „ofnæmiskveðju" því þau sveifla hendi óafvitandi upp að nefinu og strjúka því eins og þau séu að heilsa einhverj- um. Til að fá þetta greint er rétt að leita til læknis sem greinir þetta oftast bara við að lýsa upp í nefið. Algeng ástæða fyrir þessu er ofnæmi, sem getur verið fyrir mörgu. Algengar ástæður ofnæmis eru ryk, dýr og gróður. Við erum nú að fara inn í gróður- Þorstcinn Njálsson hciinilislæknir tímann og margir for- eldrar vita hvað þeirra barna bíður. Meðhöndlun er algjör- lega háð einkennum. Það eru til lyf sem draga úr bólgunni og vinna gegn ofnæminu, af hverju sem það nú stafar. Ef þú vilt komast að því hvort sonur þinn er með ofnæmi er einfaldast fyrir þig að taka eft- ir því hvenær hann er slæmur í nefinu og skrá þá hjá þér hvað hann hefur verið að gera, þá ferð þú fljótlega að sjá ein- hvert munstur sem gerir þér kleift að átta þig á ástæðunni. Ef blóðnasir eru tíðar hjá hon- um hlýtur hann jafnframt að vera oft pirraður í nefinu. Prófaðu að setja smá vaselín fremst í nefið, efst undir nasa- vænginn, og sjáðu hvort þetta dregur ekki úr ertingunni. Sumir segja að þessi aðferð sé gagnleg um frjókornatímann því frjókornin festist í vaseh'n- inu. í slæmum tilvikum er hægt að fá lyf í lyfjaverslunum án lyfseðils við ofnæmi í nefi. Vona að þér og syni þínum vegni vel. Þorsteinn Spurningar má senda til „Hverju svarar læknirinn?“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. Netfang: vikan@frodi.is Bíóið Mafíósi í sálarkreppu - sálfræðingur fær lífshættulegan sjúkling í Analyze This Gamanleikarinn Billy Crystal hefur átt erf- iða daga undanfarin ár, hæfileikarnir eru vissulega til staðar en þeir hafa upp á síðkastið ekki legið í hlutverkavali - þangað til núna. Myndin Analyze F/í/s hefur slegið í gegn úti í Ameríku og minnt Kanann á dýrðardaga Crystals, til dæmis að það var hann en ekki Meg Ryan sem fékk okkur á When Harry Met Sally..., þá var Ryan nefnilega lítt þekkt og þó að hún hafi gert ýmislegt gott síðan þá er þetta ennþá hennar besta hlutverk - jafnvel að fullnæging- unni slepptri. Crystal sjálfur hafði getið sér gott orð fyrir myndir eins og hina biksvörtu kómedíu Throw Momma offthe Train auk þess sem hann var óþekkjanlegur galdrakarl í The Princess Bride, en eftir að hann eltist við Sally þá lék hann borgarbarn sem eltist við náttúruna í City Slickers. Sú gekk vel, en allar götur síðan hefur myndum hans verið afar misjafnlega tekið, þó átti hin ágæta ForgetParis betra skilið. En nú er hann loks kominn á kortið aftur með Analyze This, þar sem Crystal leikur sálfræðinginn Ben Sobel sem lendir í árekstri sem á eftir að hafa 48 Vikan óvenjulegar afleiðingar. Hinn tjónvaldurinn er nefnilega PaulVitti, "fjöl- skyldumeðlimur" sem er að fara að taka við fjöl- skyldustarfseminni. Það kemur örugglega eng- um á óvart að Robert De Niro skuli leika þetta hlutverk, hitt er óvæntara að ólíkt persónum hans í The Godfather Part //, The Untouchables, GoodFellas, Casino og Heat þá vantar eitthvað upp á sjálfstraustið hjá þessum, hann getur ekki sofið fyrir áhyggjum af því hvernig hann taki sig út í Guðföðursstellingunum og er dauðhræddur um að valda fjölskyldunni vonbrigðum. Því lítur hann á sálfræðinginn Ben sem himnasendingu og þrátt fyrir að hafa ákveðnar áhyggjur (til dæmis af því hvort hann verði nokkuð settur í poka og hent ofan í skurð) þá telur Ben þetta mjög gott rannsóknarefni. De Niro er að mörgum talinn besti leikari samtímans, ástæður þess eru framangreindir glæpaópusar og myndir eins og The Deer Hunter, Raging Bull, The Mission, Awakenings, Midnight Run, Cape Fear og Mad Dog and Glory. De Niro hefur þó aðeins verið að slappa af og spreytt sig á nokkrum gamanhlutverkum síðustu árin, fínn gamanleikur í Jackie Brown og Wag the Dog gefur góð fyrirheit um þessa - sömuleiðis sú staðreynd að leikstjórinn er draugabaninn gamli Harold Ramis, maðurinn á bak við Groundhog Day. o I a r • Þrátt fyrir að ferill De Niro sé glæsilegur ef litið er á þær viðurkenningar og það hrós sem honum hefur hlotnast, þá hefur hann í raun aldrei verið neitt sérstaklega vinsæll - til marks um það er að Analyze This er fyrsta mynd hans sem nær 100 milljón dollara markinu. • I helstu aukahlutverkum í Analyze This eru vinurinn Lisa Kudrow og Chazz Palminteri sem gerði A Bronx Tale með De Niro.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.