Vikan


Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 30

Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 30
 Hvað ber að forðast? að því hverju þú klæð- ist, hvað þú drekkur og hvað þú segir. 3. Vertu vinsamleg. Þegar þú daðrar komdu þá fram við hina mann- eskjuna nákvæmlega eins og þú myndir um- gangast góðan vin/vin- konu. 4. Snerting. Notaðu snertingu til þess að ná nánara sambandi og leggja áherslur. Snertu þó ekki á þann veg að snertingin hafi kynferð- islegt yfirbragð. Slíkt gæti hæglega misskilist. Snertu af kurteislegri hlýju. 5. Sparaðu trompin þín. Ekki leggja öll bestu spilin þín á borðið í einu. Þú gætir kæft viðkomandi með öllum þínum frábæru eigin- leikum. Það getur líka komið sér vel að luma á nokkrum trompum til að nota síðar. 6. Vertu hæfilega örlát. Gefðu litlar, sæt- ar gjafir þegar það á við. Mundu að gjafir hafa þann tilgang að gleðja og létta lund en þær eru ekki mútur. 7. Sýndu áhuga. Veittu fólki athygli og sýndu því sem það er að fást við áhuga. 8. Notaðu hrós. Hrós- aðu manninum sem þú ert að daðra við af ein- lægni. Með því móti nærðu örugglega at- hygli hans. 9. Vertu jákvæð og bjartsýn. Fátt er jafn- aðlaðandi í fari fólks og geislandi jákvæðni og bjartsýni. 10 • Settu stút á munn- inn! Ef sjálfsöryggið er ekki upp á marga fiska eða þér dettur ekkert sniðugt í hug er óbrigðult ráð að halla dreymandi undirflatt og setja dálítinn stút á munninn! Þú getur þá notað tímann á meðan til að hugsa upp hvaða daðurtækni þú ætlir að nota þegar þú ert búin að jafna þig. Daður getur verið mjög skemmtilegt krydd í til- veruna og oft nauðsyn- legur þáttur þess að ná athygli hins kynsins. Sumir eru leiknir daðrar- ar og njóta þess sem hluta skemmtilegra sam- skipta. Aðrir eru sídaðr- andi og ekki endilega með það að markmiði að sjarmera einhvern upp úr skónum, heldur er daðrið orðið hluti af samskipta- mynstri þeirra. Hér koma nokkrar gullnar reglur til að hafa á bak við eyrað: Brostu. Bros er eitt helsta vopn daðursins, notaðu það því óspart. Brostu oft og blíðlega. Varaðu þig þó á því að brosa ekki út í eitt; þú gætir komið fyrir eins og geðveikur fjöldamorðingi. Ritskoöaóu hugs- anir þínar og gjörðir. Hugsaðu áður en þú gerir eða segir eitthvað sem gæti haft truflandi áhrif á daðrið. Þetta fel- ur í sér að gefa gaum 2. 1. Varastu að daðrið verði að þráhyggju. Daðraðu á léttu nótunum og sýndu vissa festu en ef hinn aðilinn gefur skýrt til kynna að hann hafi ekki áhuga láttu þig þá hverfa. 2. Gefðu manninum sem þú daðrar við svigrúm. Ekki einoka hann úti í horni heldur leyfðu honum að ráða náiægðinni. 3. Ekki taka daðrið of alvarlega. Njóttu þess frekar sem hluta af því að skemmta þér og sem tækifæri til að hitta nýtt fólk. 4. Láttu ekki slá þig út af laginu. Ef nærstaddir taka upp á því að stríða þér þegar þú ert að daðra þá skaltu bara hafa gaman af því og hlæja með. Ekki taka því sem persónulegri árás. 30 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.