Vikan


Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 8

Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 8
Hrefna Böðvarsdóttir dreif systur sína með sér 8 Vikan í Sidney Sidney er falleg borg, Op- eruhúsið þar er einhver falleg- asta bygging sem ég hef séð og höfnin með hinni stórfenglegu brú er fögur. Við fórum í kvöldsiglingu um höfnina á stjörnubjörtu kvöldi og það er nokkuð sem seint gleymist. Verðlagið í borginni er mjög lágt, en menningin er mjög svipuð og á Vesturlöndum svo okkur fannst við alls ekki vera svona langt í burtu þegar við vorum komnar „down under1'. Ástralarnir eru stoltir af landi sínu og þjóð og þeim finnst Evrópa vera óskaplega langt í burtu. Þeim finnst þetta allt vera það sama og finnst alger óþarfi að tilgreina í hvaða landi hutirnir gerast í fréttum frá Evrópu. Við vorum því al- veg hissa á því að fólk virtist vita hvar ísland var og því fannst mjög merkilegt að við skyldum vera komnar alla leið þaðan bara til að sjá Bee Gees. Það er mikið um fram- kvæmdir í borginni núna því það er verið að undirbúa Ólympíuleikana árið 2000. Ástralir búast við um 2 millj- ónum gesta þangað og Ólympíuþorpið stendur tilbúið, en framkvæmd- ir á gatnakerfinu skapa mikið umferðaröng- þveiti í borginni. Tónleikarnir voru haldnir á Ólympíuleik- vanginum sem tekur 110 þúsund manns og það var uppselt í öll 65 þúsund sætin á þessum tónleikum. koma til Narida sem er lítil borg um 70 km frá Tokyo. Borgin er mjög sérkennileg því þar aka mjög flottir bflar um þröngar göturnar innan um gömul, niðurnídd hús. Dyrakarmarnir voru stundum ekki nema 1.70 og víða á kvennaklósettunum voru að- eins holur í gólfunum. Þegar við vorum þarna var bæði kalt og rigning og það voru allir með regnhlífar, meira að segja börnin. Fólkið skildi regnhlífarnar eftir í sérstökum regn- hlífastöndum fyrir utan búðirnar og við systurnar föttuð- um þetta ekki alveg strax og ætluðum að velja okkur regnhlíf úr einum standinum en hættum við af því að okkur fannst ekki taka því fyrir einn dag. En Japanir eru yndislegt fólk, ein japönsk kona sem var stödd þarna var á þeirri skoð- um að við þyrftum á regnhlíf að halda, hún gaf okkur sína og fór sjálf undir regnhlíf eig- inmannsins. g er búin að halda upp á Bee Gees síðan ég var barn, svo frétti ég af tónleikum sem átti að halda í Ástralíu í vor og mig langaði auðvitað rosalega en hugsaði með mér að þetta væri alltof fjarstæðukennt. Löngunin varð samt alltaf sterkari og sterkari eftir því sem ég hugsaði meira um það. Oft líða 10 ár á milli tónleika hjá þeim og þetta voru síðustu Ella systir 1C‘ ' '' SlSÍB , ö tónleikarnir í þessari tónleika- ~ ferð „One night only" svo ég o ákvað að skella mér og skoða íj aðeins heiniinn í leiðinni. Það kórónaði svo allt þegar mín 1 frábæra systir, Ella, ákvað að koma með mér. n !E Þetta er ekkert smá ferðalag £ u ■o c því það tekur 22 tíma að fljúga o, q til Sidney og við urðum að Z í millilenda bæði í Kaupmanna- S ‘® höfn og Narida í Japan á leið- ■o S2 inni. Við vorum svolítið (/> fQ (5 .2 kvíðnar fyrir flugið og það ■o j® kom okkur satt að segja á m n óvart hvað þetta gekk vel og 2 “i; var auðvelt þrátt fyrir allt. s. Sz x i; Var gefin regnhlif í || Narida 12 2 Það var mjög gaman að «1 Astralíu Við systurnar fórum á blaðamannafund sem Gibb bræður héldu fyrir tónleikana. Við vorum svo heppnar að fá sæti næstum alveg fremst í salnum og beint fyrir framan þá og það var mjög skemmti- legt að fá að vera í þessu ná- vígi við þá því þeir eru svo al- þýðlegir og skemmtilegir. Jú, og svo var komið að tón- leikunum sjálfum. Það er erfitt að lýsa svona upplifun. Við vorum mættar þremur tímum áður en þeir hófust, en samt vorum við svo heppnar að geta gengið inn á sama tíma og Gibb bræðurnir sjálfir. Tónleikarnir byrjuðu með miklum látum, trommu- leik og flugeldasýningu og það var rosalega tilkomumikið að ganga inn á þennan stórfeng- lega leikvang þar sem öll þessi mannmergð var saman komin til að njóta tónleikanna. Það var búið að koma fyrir fimm feikilegum risaskjám við senuna til að auðvelda fólki að fylgjast með og hátalararn- ir sitt hvorum megin við hana voru eins og fimm hæða blokkir! Það var rafmögnuð orka í loftinu og svo gífurleg stemmning að maður var eins og í leiðslu. Þarna var fólk á öllum aldri allt frá börnum og uppí gamalmenni og meðal áhorfendnanna var vinkona þeirra bræðranna, Olivia Newton-John. Bee Gees byrjuðu strax á að syngja „You should be dancing" og síðan í framhaldi af því „Alone" og síðan hvert lagið á fætur öðru. Þegar þeir byrjuðu að syngja „Spicks &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.