Vikan


Vikan - 24.05.1999, Síða 50

Vikan - 24.05.1999, Síða 50
ui Svölu Arnardóttur og Arthúrs Björgvins Stjórnleysingi fe eftir Dario Fo í Borgarleikhúsinu Útfærsla: Hilmar Jónsson og leikhóp- urinn; aðalhlutverk: Ari Matthíasson, Eggert Þorleifsson, Gísli Rúnar Jóns- son, Björn Ingi Hilmarsson; hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen; lýsing: Lárus Björnsson; tónlist: Margrét Örnólfsdóttir; gervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir; bún- ingar: Stefanía Ad- olfsdóttir; leik- mynd: Finnur Arn- ar Arnarson; þýð- ing: Halldóra Frið- jónsdóttir. Dampur, kraftur og djúp meining A: Pað er gaman að því að Borg- arleikhúsið skuli nú leyfa Reykvíkingum að endurnýja kynni sín af þessum frábæra farsa eftir Dario Fo, sem Al- þýðuleikhúsið sáluga sýndi fyr- ir tæpum tuttugu árum. Það er reyndar merkilegt og segir sína sögu að jafn róttækt pólitískt verk og þessi farsi er skuli nú vera komið inn í virðulegt stofnanaleikhús. S: Já, en það verður að segjast leikhópnum til hróss að leik- endurnir gera sér far um að hafa uppfærsluna eins lítið "stofnanalega" og mögulegt er, enda býður þetta verk upp á frísk efnistök. Til dæmis byrja þeir á því að bera sviðsmynd- ina sjálfir inn á sviðið og leik- ritið er yfirfullt af krakkalegu sprelli og alls kyns fáránlegum útúrdúrum, sem henta þessu verki mjög vel. ítalski ærsla- leikurinn, sem á sér rætur í Commedia dell'arte hefðinni, kallar einmitt á aðferðir eins og spuna og aðlögun að stað og tíma. A: Það er reyndar stór spurning hversu vel er hægt að koma upprunalegum kjarna svona verks til skila því í rauninni er þetta leikrit sprottið upp úr ákveðnu pólitísku landslagi, sem hefur tekið algjörum stakkaskiptum frá því að það var fyrst sýnt fyrir tæpum þrjá- tíu árum. Þá var mikil ólga á meginlandi Evrópu og síðustu bylgjufaldar 68-hreyfingarinnar ennþá að sullast yfir. Nú er hins vegar öldin önnur; í staðinn fyrir pólitískar hugsjónir er unga kynslóðin öll að eltast við tölvugaldrakarlinn frá Oz. Tölvubríminn hefur leyst bylt- inguna af hólmi. Getur þá jafn pólitískur farsi og þessi yfir- leitt skilað sér til fólks? S: Já, tvímælalaust. Þetta verk er svo vel skrifað, það er svo yfir- fullt af dampi, krafti og djúpri meiningu, auk þess sem boð- skapurinn er sígildur. Leikritið fjallar um valdníðslu, í hvaða mynd sem er, og ofbeldi sem á sér stað á hverjum degi, ein- hvers staðar í veröldinni, þar sem einhver tekur sér það vald að drepa annan. Einmitt núna þurfum við ekki að leita langt til að sjá dæmi um það. A: Það er reyndar alveg rétt. Og Dario Fo notar áhrifamestu meðulin sem hægt er að nota í ádeiluverkum af þessu tagi: bleksvartan "húmor" og nötur- legt háð, og allt er þetta klætt í gervi grátbroslegs farsa. Svona umbúðir gera þetta leikrit að algjöru tundri. Þetta er reyndar "kúnst", sem hefur löngum dafnað í suðrænum löndum, en átt sér færri fulltrúa á norðlæg- ari slóðum. Þegar kemur norð- ar í Evrópu er eins og öll þjóð- félagsádeila fái á sig nriklu þunglyndislegri blæ. Eg man eftir því að þýski heimspeking- urinn Nietzsche kvartaði einmitt undan því að Norður- Evrópubúa vantaði allan sól- ríkan léttleika í sinnið. Að iáta farsann lifna S: Mér finnst þessi sýning í heild- ina takast vel. Það hjálpar auð- vitað til að þarna eru tveir af okkar sterkustu gamanleikur- um, Eggert og Gísli Rúnar. Fyrir utan það að hafa náðar- gáfu sem eftirherma þá er Gísli Rúnar líka sérstaklega næmur á það sem þarf til að láta fars- ann lifna, en þar á ég við jafn viðkvæma hluti og tímasetning- ar, að ekki sé minnst á það auga sem hann hefur fyrir smá- atriðum, en þau eru jú stórmál í farsa. Eggert stendur líka fyrir sínu - og vel það. Það mæðir auðvitað mest á honum og hann leikur hlutverk brjálæð- ingsins með alveg sérstaklega skemmtilegum áherslum. 50 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.