Vikan


Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 4

Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 4
Kæri lesandi... Vor, líka fyrir norðan að er engin spurning lengur, vorið er komið. Fólk er orð- ið rjótt í vöngum, börnin farin að leika sér úti á peysunni og fullorðna fólkið komið með harðsperrur eftir garð- vinnuna. Að vísufá ekki allir harðsperrur, a.m.k. ekki karlarnir sem eru búnir að œfa saman í áratug og meira en það. Við segjum frá þeim á síðu 6 og 7. Það má þekkja vorið á ýmsu fleiru. Allir kannast við löngu vor- kvöldin og útþrána sem grípur mann ósjálfrátt, sumum er nóg að komast út í garð, aðrir eru ekki ánœgðir nema þeir sjái fram á sólarlandaferð og eru aldrei œstari en þegarfer að birta hér heima á Fróni. Annað aðalmerki vorsins er breiðara bros á landanum og Ijósu fötin sem gripin eru innan úr skápum og flaggað óspart þegar sólin glennir sig. Vorið er meira að segja komið á Akureyri þótt djúpt hafi verið á því lengi vel. Nú þurfa Akureyringar ekki lengur að segja„ þú hefðir átt að vera hérna ígcer" efeinhver minnist á veðrið. Vikan býður lesendum sínum norður í land að þessu sinni og á síðum 12, 13, 14, 20, 21, 22 og 23 heilsum við upp á Norðlendinga í leik og starfi. Til þess að auka enn á vorstemmninguna býður Marenza Paulsen okkur í vorveislu með nokkrum glæsilegum konum í Kaffi Flóru í Laugardalnum. Uppskriftirnar að öllum frábœru, vorlegu réttunum úr veislunni fylgja með á síðum 34 til 37þannig að lesendur Vikunnar geti spreytt sig á þeim nœst þegar þá langar til að heilla ein- hvern upp úr skónum. Og það erfleira í Vikunni til að gleðja vormenn (og konur) íslands. Við bjóðum upp á lífsreynslusögur, frá- sagnir af skemmtilegu fólki við skemmtilega iðju, handavinnu, frœðslu um E-efni í mat, tískuþátt og létt skrif um dramadrottningar, daður og fleira ogfleira. Gerið þið svo vel, það œtti ekki að vera hœtta á að Vikan skemmi vorið! Jóhanna Harðardóttir Steingerður Hrund Margrét V. Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir dóttir blaðamaður blaðamaður blaðamaður HAnna B. Þorsteins- dóttir auglýsinga- Kristín Guðmundur Guðmunds- Ragnar dóttir Steingrímsson auglýsinga- Grafískur stjóri hönnuður Ritstjori Sigriður Arnardottir Utgefandi Froði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðviksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Blaðamaður Steingerður Steinarsdóttir Simi: 515 5569 Auglýsingastjóri Kristín Guðmundsdóttir Simi: 515 5628 Vikanaugl@frodi.is Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Steingrimsson Verð i lausasölu Kr. 459,-. Verð i áskrift ef greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef greitt er með gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.