Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 44
Sprautaði son sinn með alnæmissmituðu blóði til þess að komast hjá því að borga
Jennifer Jackson horfði með tárin í augunum á fimm ára gamlan son sinn þar sem
hann lá í rúminu fársjúkur af alnæmi. „Þetta er alit pabba þínum að kenna," sagði hún.
Hún vissi að stund sannleik-
ans var runnin upp og
Brandon ætti rétt á því að
vita að faðir hans, Brian Stewart,
hafði sprautað hann alnæmis-
smituðu blóði. „Ég sagði við
hann: „Pabbi þinn stal blóði frá
rannsóknarstofunni þar sem
hann vann, sprautaði því í þig og
smitaði þig þessum sjúkdómi."
Ég man að hann horfði á mig
með spurn í augunum. Þegar
þarna var komið var hann mjög
veikur. Ég sagði honum að hann
væri haldinn banvænum sjúk-
dómi og læknarnir hugðu honum
ekki líf. En það eina sem hann
hafði áhyggjur af var hvað yrði
um mig þegar hann væri ekki
lengur hjá mér."
Brandon var með alnæmi á
lokastigi, hann horaðist niður og
kastaði stöðugt upp. Það er í
rauninni kraftaverk að nú, þremur
árum síðar, skuli hann vera lækn-
aður af alnæminu þó að hann sé
ennþá HIV jákvæður. Bati hans
er Jennifer að þakka en hún
komst að því að til væri lyfja-
blanda sem gefin var alnæmis-
sjúklingum í tilraunskyni og linnti
ekki látum fyrr en hún fékk lækn-
ana til þess að gefa
Brandon hana.
En Brandon, mamma
hans og Laura hálfsystir
hans, vita að framtíðin er
óörugg. Brandon þarf að
taka átta mismunandi lyf á
hverjum degi. Heitasta ósk
hans er að fá að hitta pabba
sinn og spyrja hvers vegna
hann gerði þetta. Hann útskýrir
sjúkdóminn fyrir vinum sínum
með því að segja þeim að pabbi
sinn hafi gefið honum „vont
blóð".
Brian hefur játað að hafa
sprautað smituðu blóðinu í son
sinn til þess að komast hjá því að
borga meðlag með honum. í jan-
úar var hann dæmdur í lífstíðar-
fangeisi. Þegar dómarinn kvað
upp dóminn sagði hann: „Þú ert
mesti óþokki sem ég hef komist í
kynm
við. Ég vona
að þú eigir eftir að stikna
í helvíti."
Jennifer segist ekki eyða orku í
að hata barnsföður sinn. En hún
ásakar sig fyrir að hafa elskað
mann sem síðar reyndist vera
djöfull í mannslíki.
Sjálfsmorðs-
hugleiðingar
Þetta erfyrsta viðtalið
sem Jennifer veitir.
„Stewart er ekki einu
sinni þess virði að hata
hann. Að mínum dómi
er hann ekki mennskur.
vil frekar nota orkuna til þess
að hugsa um börnin mín. En ég
ásaka sjálfa mig. Ef til vill hefði
þetta ekki gerst ef ég hefði skilið
fyrr við Brian. Það er hræðilegt
að horfa á lítinn son sinn berjast
við dauðann og fá ekkert að gert.
Oft sagðist hann frekar vilja deyja
en að finna svona mikið til. Einu
sinni var ég að því komin að
binda enda á líf mitt en hugsunin
um börnin mín hélt aftur að mér.
Fyrstu mánuðirnir eftir að
Brandon greindist með alnæmi á
lokastigi voru hræðilegir. Ég grét
og grét og það eina sem ég gat
sagt við Brandon var hversu mik-
ið ég elskaði hann. Þarna lá litli
drengurinn minn og veslaðist
upp. Ég hefði viljað gefa hvað
sem var til þess að létta af hon-
um þessa byrði. Ég er þeirrar
skoðunar að Brian hafi ekki ein-
göngu gert þetta til þess að kom-
ast hjá því að borga meðlagið.
Ég held að hann hafi viljað hefna
sín á mér. Einu sinni sagði hann
mér að hann stefndi að því að
verða frægur. Nú hefur honum
orðið að ósk sinni, en á alröngum
forsendum."
Þegar Brandon var ellefu mán-
aða gamall fékk hann slæmt
asmakast og var lagður inn á
sjúkrahús. ,,Ég hringdi í Brian til
þess að láta hann vita og varð
satt að segja hissa þegar hann
birtist á sjúkrahúsinu til þess að
heimsækja Brandon. Á meðan
notaði ég tækifærið og fór niður
til þess að fá mér kaffibolla.
Brandon, sem hafði verið mjög
rólegur, var hágrátandi þegar ég
kom til baka og ég spurði hvað
væri að. Pabbi hans sagðist ekki
hafa hugmynd um það og stuttu
seinna sagðist hann þurfa að fara
aftur í vinnuna, kvaddi og fór. Við
vorum skilin og hann kvartaði oft
undan því að þurfa að borga
meðlag með Brandon. Einhverju
sinni sagðist hann óska þess að
sonur okkar yrði ekki mjög gam-
all. Hann hafði oft sagt í hálfkær-
ingi að hann gæti sprautað hverju
sem væri, í hvern sem væri, með
ýmsu sem til væri á rannsóknar-
stofunni, án þess að hægt væri
að sanna það."
Brandon versnaði stöðugt eftir
að hann kom heim af sjúkrahús-
inu og smám saman læddist sá
Ijóti grunur að Jennifer að hann
44 Vikan