Vikan


Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 47
sem þær nota kostar sitt að ógleymdum kostnaði sem fylgir fyrirhuguðum ferðalög- um hópsins. „Við erum hérna með kvitt- unina fyrir söginni" segir gjaldkerinn í hópnum, Inga Lára. Hún sýnir mér hróðug bókhaldið sem kemst fyrir í stóra bauknum sem hefur geymt söfnunarpeningana fram til þessa. Konurnar láta nærveru blaðamanns og ljósmyndara ekki hafa truflandi áhrif á sig. Þær hamast við að saga út, pússa og taka upp snið. Skyndilega er rekið upp neyð- aróp því nýja sögin er komin í verkfall. í bílskúrnum verður uppi fótur og fit. Nú eru góð ráð dýr! Helga sækir eiginmann sinn og hann lítur á gripinn og áður en við vitum af er eigin- maður Ingu Láru líka mættur til að aðstoða við viðgerðina. Loksins myndast smá næði til að ræða við þær allar í einu. Er búið að gefa föndur- klúbbnum nafn? Þær verða hálfskömmustu- legar á svip og tilkynna að nafn- ið verði ákveðið í pottinum! „Við erum nefnilega á leið í sumarbústaðaferð til að mála alla munina sem við höfum sagað út að undanförnu. Á kvöldin ætlum við í heita pott- inn og þá verður klúbbnum formlega gefið nafn": upplýsir Sigríður. Er eitthvað fleira sem er á skipulagðri dagskrá framund- an? Helga er með dagskrána á hreinu. „Já. Við ætlum í haustferð í Heiðmörk. Börnin fá að koma með, við grillum og gerum eitt- hvað skemmtilegt. Við ætlum jafnframt að nýta tímann til að tína mosa, greinar og ann- að sem nýtist í föndrið." Skipulagið er alveg í lagi á þessum bæ. Eru eiginmennirnir almennt skilningsríkir á föndurstúss kvennanna? „Já, það eru þeir. Eins og í kvöld komu þeir strax til að hjálpa okkur. Á meðan við vorum að velta kaupunum á söginni fyrir okkur, ráðlögðu þeir okkur hvað við þyrftum að hafa í huga og þess háttar." Þær eru allar sammála um greiðasemi sinna heittelskuðu. „Hvernig endar þetta eigin- lega?" heyrist kallað úr einu horninu. „Það hafa aldrei verið svona margir karlmenn hérna inni hjá okk- ur, þeir eru orðnir þrír. Hvað er að gerast?" Hlátur brýst út og skotin ganga manna á milli. Skyndilega er hávaðinn orð- inn yfirgnæfandi. Sögin er komin í gang og áður en við vitum af eru konurnar farnar að hamast við að saga enda búið að teikna og sníða heil ósköp á meðan viðgerð stóð yfir. Karlarnir flýja út hver af öðrum og blaðamaður skynjar að hann þvælist orðið fyrir. Á meðan hann stendur fyrir utan bílskúrsdyrnar í leit að bíllykl- um heyrist kallað: „Stelpur, ekki gleyma að borga. Við eigum eftir að kaupa mat og föndur fyrir sumarbústaða- ferðina..." Vikaii 47 |4*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.