Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 47
sem þær nota kostar sitt að
ógleymdum kostnaði sem
fylgir fyrirhuguðum ferðalög-
um hópsins.
„Við erum hérna með kvitt-
unina fyrir söginni" segir
gjaldkerinn í hópnum, Inga
Lára. Hún sýnir mér hróðug
bókhaldið sem kemst fyrir í
stóra bauknum sem hefur
geymt söfnunarpeningana
fram til þessa.
Konurnar láta nærveru
blaðamanns og ljósmyndara
ekki hafa truflandi áhrif á sig.
Þær hamast við að saga út,
pússa og taka upp snið.
Skyndilega er rekið upp neyð-
aróp því nýja sögin er komin í
verkfall. í bílskúrnum verður
uppi fótur og fit. Nú eru góð
ráð dýr!
Helga sækir eiginmann sinn
og hann lítur á gripinn og áður
en við vitum af er eigin-
maður Ingu Láru líka mættur
til að aðstoða við viðgerðina.
Loksins myndast smá næði
til að ræða við þær allar í einu.
Er búið að gefa föndur-
klúbbnum nafn?
Þær verða hálfskömmustu-
legar á svip og tilkynna að nafn-
ið verði ákveðið í pottinum!
„Við erum nefnilega á leið í
sumarbústaðaferð til að mála
alla munina sem við höfum
sagað út að undanförnu. Á
kvöldin ætlum við í heita pott-
inn og þá verður klúbbnum
formlega gefið nafn": upplýsir
Sigríður.
Er eitthvað fleira sem er á
skipulagðri dagskrá framund-
an?
Helga er með dagskrána á
hreinu. „Já. Við ætlum í
haustferð í Heiðmörk. Börnin
fá að
koma með, við
grillum og gerum eitt-
hvað skemmtilegt. Við ætlum
jafnframt að nýta tímann til
að tína mosa, greinar og ann-
að sem nýtist í föndrið."
Skipulagið er alveg í lagi á
þessum bæ.
Eru eiginmennirnir almennt
skilningsríkir á föndurstúss
kvennanna?
„Já, það eru þeir. Eins og í
kvöld komu þeir strax til að
hjálpa okkur. Á meðan við
vorum að velta kaupunum á
söginni fyrir okkur, ráðlögðu
þeir okkur hvað við þyrftum
að hafa í huga og þess háttar."
Þær eru allar sammála um
greiðasemi sinna heittelskuðu.
„Hvernig endar þetta eigin-
lega?" heyrist kallað úr
einu horninu. „Það hafa
aldrei verið svona margir
karlmenn hérna inni hjá okk-
ur, þeir eru orðnir þrír. Hvað
er að gerast?" Hlátur brýst út
og skotin ganga manna á milli.
Skyndilega er hávaðinn orð-
inn yfirgnæfandi. Sögin er
komin í gang og áður en við
vitum af eru konurnar farnar
að hamast við að saga enda
búið að teikna og sníða heil
ósköp á meðan viðgerð stóð
yfir. Karlarnir flýja út hver af
öðrum og blaðamaður skynjar
að hann þvælist orðið fyrir. Á
meðan hann stendur fyrir utan
bílskúrsdyrnar í leit að bíllykl-
um heyrist kallað: „Stelpur,
ekki gleyma að borga. Við
eigum eftir að kaupa mat og
föndur fyrir sumarbústaða-
ferðina..."
Vikaii 47
|4*