Vikan


Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 59

Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 59
og það ætti Tvíburinn að var- ast. Heimili, listir og menning Tvíburinn er listrænn í eðli sínu og hann vill hafa fallegt í kring um sig, hann skreytir því heimili sitt smekklega, byggir það upp með fáum en stíhreinum hlutum. Hann kýs opin rými, stóra glugga og björt salarkynni, litavalið er á gulum nótum út í rautt með litum séríslensku birtunnar frá bláu í svart. Hann sækir list- sýningar, fer á tónleika og í leikhús, allt til að auðga and- ann og verða sér úti um reynslu. En þar sem Tvíbur- inn er ör og fljóthuga verður þessi upplifun oft snöggsoðin og breytileg. Þetta kemur best fram í vali hans á tónlist sem virðist lítt ígrunduð og óyfirveguð en speglar í grunninn eirðarleysi Tví- burans og breytilegt skap. Foreldrar og börn Sem foreldri geturTvíbur- inn verið afbragðs uppalandi því hann skilur vel heim bernskunnar, víðsýni hans og áhugi á ólíkustu málum hvet- ur barnið stöðugt til áhuga og framfara. Tvíburinn sértil þess að ávallt sé nóg af bók- um og öðru örvandi fræðsluefni nálægt barninu frá unga aldri og meðfæddir leikhæfileikar hans gera samverustund- irnar að endalaus- um spennandi æv- intýrum. Sem barn þarf Tvíburinn mikla örv- un og fjölbreytni, allt nýtt er ótrúlega spennandi en hann er líka fljótur að fá leið á sömu hlutum ef þeir lúta ekki að þörfum hans. Það getur verið spennandi að spila spil en tapi Tvíburinn er hann hættur og allt er leiðinlegt. Þetta mega foreldrar Tvíbura hafa í huga því Tvíburanum er nauðsyn að læra að klára hlutina og taka tapi svo hann verði vel í stakkbúinn fyrir sjálfstætt líf fullorðinsára. Ytri áhrif Guðinn Merkúr, sem er verndari Tvíburans, var guð viðskipta til forna en þegar Rómverjar kynntust honum, um 500 fyrir Krist, breyttist ásýnd hans og hann varð Hermes, sendiboði guðanna. Þessar tvær ásjónur guðsins eiga einkar vel við Tvíburann og eðli hans sem hreyfanlegs miðlara. Besti dagurTví- burans er miðvikudagur, þá ætti hann að taka afgerandi ákvarðanir, kaupa lottó, finna sér maka, áætla draumaferð- ina, geta börn eða hvað ann- að sem skiptir hann máli. Ef daginn ber upp á 5. eða 9. er hann sérlega heilladrjúgur enda eru tölurnar lukkutölur Tvíburans. Þar sem Tvíburinn er undir áhrifum plánetunar Merkúr er hann að upplagi hugsuður og þegar jákvæðir kraftar plánetunnar umlykja hann verður Tvíburinn vel ígrundaður einstaklingur, haldinn óslökkvandi fróðleiks- fýsn og löngun til að miðla öðrum. Hugsun hans er skýr og rökvís, hann hefur góða yfirsýn, á gott með tjá sig og "brillerar" í umræðum. Nái neikvæðu kraftarnir hins veg- ar tökum á honum verður hann óþolandi í návígi sökum yfirþyrmandi taugaspennu, kaldhæðnislegrar gagnrýni á allt og alla, dauðalöngunar og vorkunar í eigin garð. Sumar, haust og vetur 1999 Tvíburinn stendur á kross- götum í ár, það er ekki bara öld og árþúsund sem eru að kveðja heldur erTvíburinn að kveðja þætti í sér sem hafa verið honum til trafala til þessa. Þætti sem lúta að sjálfsstjórn, ögun og sveigjan- leika. Þar verður nú breyting á og hann stígur ný skref á þessu ári. Þeim fylgir aukin þörf fyrir ástúð og löngun til að deila með öðrum ásamt sterkri þörf til að láta gott af sér leiða. Þessi aukna út- geislun gerir það að verkum Tvilnmnn er hrevfanlegt merki. Hahn hefur fágáftan sniekk »g er ótrúlega lunkinn að finna flottustu hlutina. að aðdráttarafl Tvíburans margfaldast og sjálfsöryggið blómstrar, tilboð sópast að honum, nýir vinir, ný ævintýri og nýjar hugmyndir. Þessi aukna sjálfsvitund getur þó breyst í hroka og stærilæti, nokkuð sem Tvíburanum ber að varast því lífsmynd hans er byggð upp líkt og pýramídi. Hrófli hann við undirstöðun- um og þeim sem bera pýramídan, geturtilvera hans hrunið sem hendi væri veifað. ÞegarTvíburinn ráðgerir ferðalög í ár er nauðsynlegt að stíla upp á sveiganleika í áætlunum svo menn verði ekki úrillir og leiðinlegir vegna þess að allt hafi ekki verið ná- kvæmlega eins og planað var. Það eru einmitt hliðar- vegirnir og ókunnu þorpin sem gera ferðina spennandi og eftirminnilega. Tvíburinn ætti nú í ár að láta umhverfið ráða frekar en að ráðskast með umhverfið. Hann ætti einnig að vera opinn fyrir til- lögum annarra og því sem vindurinn ber. Þótt allir hlutir gangi ekki alltaf upp þá eru teikn á lofti um mikla mögu- leika í samskiptum við fólk, bæði í persónulegu lífi og á starfsvettvangi. Samanfekt Þessi samantekt er fyrir alla þá sem heillast af Tvíburan- um og vilja leggja lag sitt við hann. Með henni geta þeir ef til vill áttað sig betur á eðli Tvíburans og háttum en ekki endilega einstaklingnum, þar koma til þættir eins og rísandi merki, hús, miðhiminn, fæð- ingarstaður, uppeldi og mót- un. Grunnurinn er þó skýr og speglast í stjörnunum Kastor og Pollúx. Tveir frægir tvíburar Vikan 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.