Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 22
Texti: Halla Bára Gestsdóttir
Myndir: Gunnar Sverrisson
Þórey Jónsdóttir er bóndi og handverkskona sem sker út i horn og bein.
Handverkið ágætis búbót
Þórey er bóndi á
bænum Keflavík á
Hegranesi í Skaga-
firði. Frá því hún var
barn hefur hún haft
gaman af því að
skera út og um
1990 fór hún að
vinna markvisst að
því að vinna í horn
og bein þegar tekjur
af búinu fóru að
dragast saman.
Fullt starf Þóreyjar er
að vera bóndi ásamt
manni sínum Jóhanni
Má Jóhannssyni. Hún skipt-
ir sér mikið af búskapnum
að eigin sögn, þó hún sé
ekki í húsunum alla daga, en
eiginmaðurinn er einnig
mikið að heiman við söng
og önnur félagsstörf.
Gekk um vopnuð
vasahníf
Það er handverkið sem á
að miklu leyti huga Þóreyj-
ar. "Eg er gríðarleg hand-
verkskona," segir hún hlæj-
andi þegar það er borið
undir hana. "Eg geri ýmis-
legt í höndunum og bjarga
mér með þetta." Þórey vinn-
ur í horn og bein og hefur
verið að tálga síðan hún var
krakki. "Ég gekk alltaf um
vopnuð. Þegar búskapurinn
fór að dragast saman þá tók
ég þessa iðju upp að nýju.
Tekjuleysið spilaði því inn í.
Það var um
1990 sem ég fór
að vinna í horn
og bein en áður
hafði ég verið að prjóna
barnaföt, sokkabuxur, ullar-
boli, hálskraga o.fl. og selja.
Ég er ennþá að því í dag
samhliða hinu."
Þórey segir að hún láti
handverkið ekki gera kröfur
til sín, hún vilji hafa gaman
af þessu, og geri því alltaf
hluti sem hana langi til. Hún
vinni upp í pantanir og geri
þess á milli eitthvað nýtt. Ef
henni líki ekki hluturinn þá
leggi hún hann frá sér og
geymi hann um tíma. " Ég
lærði að smíða í gegnum
síma," segir hún. "Þegar ég
fann að mig langaði til að
vinna í horn og bein þá
hringdi ég í garnlan spóna-
smið og hann kenndi mér
undirstöðuna, sendi mér
pressu sem ég þurfti að
nota, og leyfði mér að prófa.
Það var gamla íslenska að-
ferðin en í dag nota ég
danska aðferð sem ég datt
um."
Ferlið í vinnu spónasmiðs
er það að byrjað er að velja
horn til verksins. Það er
sagað mjög gróft eftir línum
þess munar sem á að útbúa
og hornið gert jafn þykkt.
Þá er hituð línolía og hornið
sett í hana í 2 til 3 mínútur,
síðan er það pressað. Næst
er það fræst að nýju og þá er
hægt að pússa það með fjór-
um til fimm gerðum af sand-
pappír, skera munstrin út í
það og bera á það sérstakan
slípimassa til að ná gljáa.
Gullin eru gæluverkefni
Það er starfsfólk á Slátur-
húsinu sem safnar beinum
og hornum fyrir Þóreyju.
Hún kaupir örlítið erlendis
frá og síðan er töluvert um
það að vinir Þóreyjar sendi
henni falleg horn. Henni
Þeir inunir seni Þorey hefur aðallega
unnið og selt hvað mest af.
Þorey sest alltat ut tyrir hushornið
þegar hiin fer í það að fræsa hornin
þar sein rvkið er svo inikið.