Vikan


Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 9

Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 9
Specks" ætlaði allt vitlaust að verða! Fólk fékk svo sannarlega eitthvað fyrir þessar 14 þús- und krónur sem það hafði borgað fyrir miðana. Þetta var engu líkt! Það varð mikið spennufall eftir tónleikana og maður var með suð fyrir eyrum og lögin glumdu enn í huganum þegar við systurnar sofnuðum sælar og ánægðar. Þetta var svo sannarlega þess virði leggja á sig allt þetta ferðalag." BEE GEES Nafnið á hljómsveitinni "Bee Gees" merkir BG í fleir- tölu, það eru upphafsstafir Barry Gibb og móður þeirra bræðra, Barböru Gibb. Meðlimir Bee Gees eru Gibb-bræðurnir Barry, Maurice og Robin. Þeir eru mjög léttir og skemmtilegir og taka sjálfa sig ekkert mjög al- varlega. Þeir virðast reyna að lifa sem eðlilegustu lífi, t.a.m. vorum við samferða Lindu, eiginkonu Barry og öllum börnum þeirra í ferju frá Tar- onga dýragarðinum að höfn- inni í Sidney. Þau voru mjög eðlileg en voru þó með einn lífvörð með sér. Almenningur þekkti þau ekki og þannig virtust þau vilja hafa það. Bræðurnir og fjölskyldur þeirra skoðuðu sig mikið um í Sidney og nágrenni enda höfðu þeir búið þar í 8 ár sem unglingar. Þeir eru fæddir í Englandi, Barry 1946 og tvíburarnir Robin og Maurice 1949. Þeir komu fyrst fram opinberlega í bíói í Manchester árið 1955, þá aðeins strákar. Þá strax byrjuðu þeir að syngja raddað, sem hefur verið hvað mest áberandi í tónlistarflutningi þeirra. 1958 fluttu þeir til Astralíu. Þeir voru mjög vin- sælir hjá unglingunum í Ástr- alíu og gerðu mörg vinsæl lög. Bee Gees náðu 1. sæti á vin- sældarlista 1966 með laginu "Spicks & Specks” og var kjörin besta hljómsveitin í Ástralíu. Þeir notuðu pening- ana sem þeir fengu fyrir lagið til að flytja aftur til Englands. Þar komust þeir í kynni við hinn fræga Robert Stigwood sem gerðist umboðsmaður þeirra. Eftir það kom hver smellurinn á fætur öðrum. Árið 1977 gerði Robert Stigwood kvikmyndina "Sat- urday night fever" og fékk þremenningana til að semja nokkur lög. Platan varð sölu- hæsta kvikmyndartónlistar- plata allra tíma með lögum á borð við "Staying Alive", "Night fever" og "How deep isyourlove". BeeGeesátti5 lög á topp 10 í einu. Þráttfyr- ir mikla velgengni hafa þeir líka fundið fyrir lægðum í frægðinni. í dag eru þeir sagðir í 5 sæti yfir vinsælustu tónlistarmenn allra tíma á eft- ir Elvis Presley, Bítlunum, Paul McCartney og Michael Jackson. Þeir hafa átt lög í efsta sæti vin- sældarlista í Bret- landi síðustu 4 áratugi. Þeir hafa einnig samið lög fyrir aðra flytjend- ur með mjög góð- um árangri, t.d. El- vis Presley, Janis Joplin, Barbra Streisand, Celine Dion og Backstreet Boys svo dæmi séu tekin. Þeir sömdu "Islands in the stream" með Dolly Parton og Kenny Rogers sem er mest spilaða sveitasöngvalag allra tíma. Barry Gibb þjáist af liðagigt en hefur þó ekki enn lagt gít- arinn á hilluna og tvíburarnir, Robin og Maurice hafa náð að blómstra með árunum. Á fréttamannafundi sem haldinn var 4 dögum fyrir tónleikana léku þeir á alls oddi. Sólbrún- ir og hamingjusamir svöruðu þeir spurningum fréttamanna og sungu svo brot úr laginu "How deep is your love". Þeir sögðu að þeim þætti gott að vera komnir heim. Að fjöl- skyldur þeirra gæfu þeim inn- blástur og að enginn gæti lifað án ástarinnar, sem er mikil- vægasta tilfinning sem til er. Þeir vilja ekki vera án hvers annars í tónlistinni því að þeim finnst skemmtilegra að deila velgengninni með hvor- um öðrum. Það kom fram að þeir hafa samið hátt í 1.000 lög. Á einum degi sömdu þeir "Tragedy" ,"Too much heaven" og "Shadow dancing" fyrir Andy bróður sinn. Allt stórsmellir. Ástralir voru mjög ánægðir því að þeir töluðu enn með áströlskum hreim. Yngsti bróðirinn, Andy Gibb, var um fæðingu þegar eldri bræðurnir slógu í gegn. Hann tilheyrði aldrei Bee Gees þó að hann kæmi stund- um fram með þeim. Þeir að- stoðuðu hann við að ná heimsfrægð. Hann var fyrsti söngvarinn til að ná efsta sæti Ameríska vinsældarlistans með fyrstu þremur lögum sín- um. Því miður var hann við- loðandi áfengi og eiturlyf. Hann lést úr hjartaáfalli 1988 aðeins þrítugur að aldri. Hugh, faðir þeirra náði sér aldrei eftir fráfall Andys og lést aðeins 4 árum síðar. Þröng gata í Narida í Japan Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.