Vikan - 24.05.1999, Blaðsíða 28
Samskipti tengdafjölskyldui
Var lagður í einelti af tengdafjölskyldunni
Stuttu eftir að ég kynnt-
ist konunni minni fór
fyrirtækið sem ég vann
hjá á hausinn. Tengdaforeldr-
ar mínir tilvonandi voru ekkert
farnir að kynnast mér en
dæmdu mig latan vegna
þessa. Þau létu dóttur sína
heyra það með látum og
tvinnuðu svívirðingar og
skammir við alla sína um-
ræðu um málið. Einhverju
sinni kom ég að sækja
kærustuna og heyrði þá öskr-
in langt fram á ganga fjölbýl-
ishússins sem þau búa í. Þótt
ég berði að dyrum sljákkaði
ekkert í tengdamóður minni
og ég fékk að hlusta á óhljóð-
in. Æsingurinn var það mikill
að ég var alveg gáttaður,
enda ekki vanur svona fram-
komu.
Ekki löngu síðar keypti ég
bíl en var svo óheppinn að
lenda á mánudagsbíl. Ekki
varð það til að hjálpa upp á
sakirnar og þau bókstaflega
lögðu mig í einelti vegna tíðra
bilana í bílnum. Mér tókst að
selja hann án þess að stór-
tapa og ákvað um svipað leyti
að skapa mér atvinnu sjálfur,
keypti sendiferðabíl og fékk
fljótlega föst verkefni við að
keyra út vörur hjá tveimur fyr-
irtækjum. Tengdaforeldrarnir
ákváðu að þetta væri ekki
næg vinna þrátt fyrir að við
teldum okkur hafa ágætar
tekjur. Ég skildi aldrei af
hverju þau létu svona þegar
ég var kominn í fasta vinnu
og þau í raun búin að koma
auga á að ég var ábyrgur og
vildi standa mig.
Ég fékk leyfi til aksturs frá
sömu sendibílastöð og
tengdafaðir minn vann hjá og
þá hófust nú ofsóknirnar fyrir
alvöru. Við hjónaleysin höfð-
um fram að því verið ýmist
heima hjá foreldrum hennar
eða mínum og ef ég mætti
ekki á sama tíma og hann
eða þurfti að bregða mér frá
skammaði hann mig heiftar-
lega á kvöldin eftir að heim
var komið fyrir að hafa verið
að slæpast. Þetta var orðið
stöðugt áreiti allan daginn og
ég gafst upp. Áhuginn á vinn-
unni var enginn orðinn vegna
þessara leiðinda svo ég seldi
bílinn og hætti. Þá varð allt
snarvitlaust. Ég átti að hafa
misst bílinn vegna skulda þótt
ég gæti auðveldlega sýnt
fram á að ég hefði selt hann á
ágætu verði. Ég var þar að
auki kominn í vinnu við að
spila á veitingastað fjögur
kvöld í viku og vann jafnframt
í uppvaski á sama stað. Þetta
þótti þeim ekki almennileg
vinna og þau ráku látlaust á
eftir mér að sækja um annað.
Við ákváðum að fara að
búa, konan mín og ég. Eitt
sinn þegar hún kom í heim-
sókn til móður sinnar vatt sér
að henni lítill frænka, sem
einnig var stödd þar, og
spurði hvort það væri satt
sem amma hennar segði að
ég væri aumingi sem ekkert
nennti að vinna. Þá vissum
við að hún var farin að tala
um þetta í áheyrn allra og við
urðum óskaplega sár. Konan
mín hafði alla tíð átt undir
högg að sækja innan fjöl-
skyldunnar. Móðir hennar
ragaðist stöðugt í klæðnaði
hennar og lét hana heyra það
hvar sem var að smekkur
hennar væri ekki nógu góður.
Konu minni fannst hún niður-
lægð og auðmýkt þegar móð-
ir hennar réðst að henni fyrir
framan gesti í boðum og í
raun hvenær sem var öskr-
andi yfir fötunum sem hún var
í. Sum systkini hennar stjórn-
uðu henni gjarnan þegar hún
var yngri og neyddu hana til
að taka að sér skylduverk
sem þeim bar í raun að vinna.
Hún var því alltaf hálfgerð
öskubuska á heimilinu og
sjálfsagt hefur þeim fundist
að ekki kæmi annað til greina
en að hún fyndi sér ómögu-
legan mann.
Mér var því aldrei gefið
nokkurt tækifæri. Frá upphafi
var litið svo á að ég væri von-
laus og einskis nýtur. Ef þau
uppgötva eitthvað sem ég
ekki kann eða á erfitt með að
gera er gert grín að því á
særandi og meiðandi hátt. Allt
sem ég tek mér fyrir hendur
finnst þeim ómögulegt og
nokkrum sinnum hefur
tengdamóðir mín farið þess á
leit við konuna mína slíti sam-
bandinu við mig.
Fyrir um fjórum árum veikt-
ist ég og var frá vinnu heilan
vetur samkvæmt læknisráði.
Þegar á leið kom tengdamóð-
ir mín í heimsókn til þess eins
að segja mér að þetta gengi
ekki lengur, ég yrði að fara að
vinna og hætta þessari leti
annars væri hún tilneydd til
að fara fram á það að konan
mín færi frá mér. Öskrin og
lætin voru slík að okkur var
farið að líða verulega illa. Ég
bað hana að fara en hún sat
sem fastast og þá reiddist ég
og jós úr skálum reiði minnar.
Tíndi til hvernig þau hefðu
komið fram við mig í gegnum
árin og hvernig þau töluðu um
mig við aðra.
Þá rauk hún í símann án
þess að spyrja um leyfi og
hringdi í eina af tengdadætr-
um sínum til að segja henni
að ég væri tekinn til við að
Ijúga upp á hana og aðra í
fjölskyldunni. Ég væri geðbil-
aður og það þyrfti að leggja
mig inn á geðsjúkrahús hið
fyrsta. Ég benti henni rólega
á að þarna væri komin sönn-
un fyrir illu umtali hennar um
mig en þá róaðist hún og við
reyndum að tala saman í
fyrsta sinn. Ég gerði mér mikl-
ar vonir um að framkoma
hennar myndi lagast eftir
þetta en því miður var ekki
svo.
Ég ákvað að draga úr
heimsóknum og umgengni
við tengdafólk mitt eftir þetta,
enda sá ég að þau voru ekki
tilbúin að breyta neinu. Fyrir
rúmu ári fluttum við hjónin og
völdum til þess ákveðinn dag.
Tengdafaðir minn var beðinn
um að leggja til sendibílinn en
þegar hann kom skammaðist
hann yfir að verið væri að
Mér var því aldrei gefið nokkurt tæki-
færi. Frá upphafi var litið svo á að ég
væri vonlaus og einskis nýtur.
28 Vikan