Vikan


Vikan - 24.05.1999, Side 4

Vikan - 24.05.1999, Side 4
Kæri lesandi... Vor, líka fyrir norðan að er engin spurning lengur, vorið er komið. Fólk er orð- ið rjótt í vöngum, börnin farin að leika sér úti á peysunni og fullorðna fólkið komið með harðsperrur eftir garð- vinnuna. Að vísufá ekki allir harðsperrur, a.m.k. ekki karlarnir sem eru búnir að œfa saman í áratug og meira en það. Við segjum frá þeim á síðu 6 og 7. Það má þekkja vorið á ýmsu fleiru. Allir kannast við löngu vor- kvöldin og útþrána sem grípur mann ósjálfrátt, sumum er nóg að komast út í garð, aðrir eru ekki ánœgðir nema þeir sjái fram á sólarlandaferð og eru aldrei œstari en þegarfer að birta hér heima á Fróni. Annað aðalmerki vorsins er breiðara bros á landanum og Ijósu fötin sem gripin eru innan úr skápum og flaggað óspart þegar sólin glennir sig. Vorið er meira að segja komið á Akureyri þótt djúpt hafi verið á því lengi vel. Nú þurfa Akureyringar ekki lengur að segja„ þú hefðir átt að vera hérna ígcer" efeinhver minnist á veðrið. Vikan býður lesendum sínum norður í land að þessu sinni og á síðum 12, 13, 14, 20, 21, 22 og 23 heilsum við upp á Norðlendinga í leik og starfi. Til þess að auka enn á vorstemmninguna býður Marenza Paulsen okkur í vorveislu með nokkrum glæsilegum konum í Kaffi Flóru í Laugardalnum. Uppskriftirnar að öllum frábœru, vorlegu réttunum úr veislunni fylgja með á síðum 34 til 37þannig að lesendur Vikunnar geti spreytt sig á þeim nœst þegar þá langar til að heilla ein- hvern upp úr skónum. Og það erfleira í Vikunni til að gleðja vormenn (og konur) íslands. Við bjóðum upp á lífsreynslusögur, frá- sagnir af skemmtilegu fólki við skemmtilega iðju, handavinnu, frœðslu um E-efni í mat, tískuþátt og létt skrif um dramadrottningar, daður og fleira ogfleira. Gerið þið svo vel, það œtti ekki að vera hœtta á að Vikan skemmi vorið! Jóhanna Harðardóttir Steingerður Hrund Margrét V. Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir dóttir blaðamaður blaðamaður blaðamaður HAnna B. Þorsteins- dóttir auglýsinga- Kristín Guðmundur Guðmunds- Ragnar dóttir Steingrímsson auglýsinga- Grafískur stjóri hönnuður Ritstjori Sigriður Arnardottir Utgefandi Froði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðviksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Blaðamaður Steingerður Steinarsdóttir Simi: 515 5569 Auglýsingastjóri Kristín Guðmundsdóttir Simi: 515 5628 Vikanaugl@frodi.is Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Steingrimsson Verð i lausasölu Kr. 459,-. Verð i áskrift ef greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef greitt er með gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.