Vikan


Vikan - 07.06.1999, Page 7

Vikan - 07.06.1999, Page 7
Islenskar konur halda kvennahlaup- inu í heiöri í Nainib ■u og taka vinnukon urnar með. 1 nagrenn- inu og jafnvel á fjöllin í kring: „Elsta konan í þeim hópi er 91 árs og í fyrra létum við ágóðann af kvennahlaupinu renna til gönguhópsins. Pær notuðu aurana til að gera sér glaðan dag og gerðu sér ferð yfir á Djúpavog, drukku þar kaffi og létu sér líða vel. Þetta árið rennur hins vegar ágóðinn til byggingar íþróttahússins sem beðið er eftir með tilhlökk- un." Bakkafjörður er eini stað- urinn á landinu sem hefur ver- ið með 100% þátttöku í kvennahlaupinu. Freydís Magnúsdóttir hefur umsjón með hlaupinu þar á bæ. Þegar við spyrjum hana hvers vegna þátttakan hjá þeim sé svona mikil segist hún halda að það sé vegna mikillar samheldni sem skapist frekar á minni stöðum: „Já, við höfum meiri- háttar mætingu hér og erum stoltar af því. Meira að segja fólk sem fer að öllu jöfnu ekki í göngu- ferðir mætir í kvennahlaupið. Við bjóðum upp á þrjár vega- lengdir sem miðast við getu hvers og eins. Það er boðið upp á kaffi og safa og stund- um bakkelsi með. Þetta er mjög skemmtilegur dagur hjá okkur og skapast góð stemmning í hópnum." Kvennahlaupið í Hvera- gerði er með mjög sérstökum brag og á þeim bæ verður Ragnheiður Jónsdóttir fyrir svörum: „Karlarnir okkar voru nú ekki alveg sáttir við það að við konurnar værum einar að hlaupa og tóku ekki annað í mál en að fá að vera með. Þeir taka því virkan þátt, en hlaupa öfugan hring! Þegar þeir mæta okkur að loknu hlaupinu færa þeir okk- ur rósir og jafnvel kossa, þannig að við erum alveg sátt- ar við þátttöku þeirra. Þeir kalla þetta góðlátlega „karl- rembuhlaupið" og eru með sérstaka boli merkta sér." Ragnheiður segir að hlaupið hefjist við grunnskólann og séu leiðirnar tvær; annars veg- ar 2,5 km og hins vegar 5 km. Kjörís hefur haft veg og vanda af því að bjóða upp á ís að hlaupinu loknu og hlýtur það að vera hressandi eftir hlaup- ið. :>lla á Stöðvarfirði lætur sig ekki vanta í kvcnnahlaupiö. Vikan 7 njóta samverunnar sem skap- ast í kringum þessa íþrótt. Fjóla Þorsteinsdóttir hefur veg og vanda af kvennahlaup- inu á Stöðvarfirði. "Viðætl- um að hittast við félagsheimil- ið klukkan 11 þar sem við verðum með upphitun fyrir hlaupið. Við bjóðum upp á 2- 3 mismunandi vegalengdir til þess að allir geti verið með. Það er mjög mikill áhugi á kvennahlaupinu hér og árlega taka 65-70 konur þátt í því. Það er mikið um að konur taki börnin með sér. Mér finnst frábært hversu mikil vakning hefur verið undanfar- in ár varðandi hreyfingu og íþróttir. Eg er með 35 manna hóp í þolfimi og höfum við gagn og gaman af því og kílóin fjúka!11 Fjóla segir að einnig sé starfandi gönguhópur sem fer tvisvar í viku í gönguferðir

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.