Vikan


Vikan - 07.06.1999, Qupperneq 44

Vikan - 07.06.1999, Qupperneq 44
FJOLDAMORÐ UNDIR Sólin skein skært á himninum daginn sem kakkalakkanir fluttu inn í íbúðina. Þeir höfðu búið þar áður, en gefist upp á sóðaskap fyrri íbúa og ákveðið að flytja út. Jafnvel kakkalakkar hafa sína sjálfs- virðingu. En þeir höfðu til- finningar til gamla bústaðar- ins, íbúðin var þægilega staðsett miðsvæðis í borg- inni og margir ættingjar þeirra bjuggu í nágrenninu. Þeir sendu því einn af ætt- bálknum út af örkinni þegar það fréttist að nýr íbúi væri kominn á gamla staðinn, sem dag eftir dag bæri inn fulla poka af marglitum brúsum merktum Ajax, Mr. Shine og öðrum framandi og spennandi nöfnum. Kakka- lakkarnir höfðu aldrei fyrr heyrt þessi nöfn, en skýring- in var líklega sú að nýi íbú- inn, kona, var útlendingur. Einnig hafði hún undan- farna daga rogast upp stig- ana með stórar járnfötur, rúllur, kústa og prik. í fötun- um var eitthvað sem kallað var málning. Kakkalakkarn- ir ákváðu að nokkrir úr fjöl- skyldunni skyldu hafast við í íbúðinni og athuga hvað þar færi fram. Þeir komu sér fyr- ir í dimmum sprungum og fylgdust spenntir með þess- ari undarlegu konu. Hvern- ig hún klæddist stórum hönskum úr gúmmíi, næstum því engum fötum, og batt eitthvað undarlegt fyrir munn og nef 44 Vikan meðan hún af mikilli hörku sprautaði þessum framandi efnum á veggi og gólf. Kakkalakkarnir, sem bjuggu í sjúkrahúsinu í hverfinu, gátu upplýst að læknarnir þar notuðu svona útbúnað við uppskurði. Þeir kinkuðu kolli með aðdáun þegar þeir horfðu á hana nota kíttisspaða til þess að skafa gamla fitu og óhreinindi úr eldhúsinu. Samúðarkliður fór um hópinn þegar hún réðst til atlögu við klósett- skálina. Lífið fór að verða spennandi þegar konan opn- aði fyrstu járnfötuna, setti skrýtinn bursta á kústskaft og byrjaði að strjúka þessu áhaldi eftir veggjum og loft- um. Svei mér þá ef þetta er ekki að verða flottasta íbúð- in í hverfinu, sögðu þeir hver við annan. Og ákváðu að hér eftir yrði þetta þeirra framtíðarhúsnæði, hér skyldu börnin þeirra alast upp. Þegar þeir sáu konuna leggja frá sér kústskaftið í síðasta sinn vissu þeir að þeirra tími var að koma. Hvað með konuna? Al- deilis grunlaus um áform kakkalakkanna fór hún glöð í bragði til skransalans í göt- unni, keypti borð og stóla og myndir á veggina. Síðan fór hún til blómasal- ans, keypti fullt af stórum plöntum og dreifði þeim um drifhvíta, fallega íbúðina Hún leit í kringum sig með aðdáun, setti Bítlana á fón- inn, söng hástöfum og steig trylltan dans. Kakkalakk- arnir vissu að tími var kom- inn til þess að láta til skarar skríða þegar þeir sáu kon- una útbúa nesti og stinga því í tösku ásamt sundbol, bók og handklæði. Hún ætlaði greinilega að eyða deginum á ströndinni. Elsti kakkalakkinn gaf merki. Og af stað lögðu þeir, konur og karlar, ungir og gamlir, feitir og mjóir. Hver fjölskylda fann sér sinn samastað, sitt yfirráðasvæði. Ur öllum hornum heyrðust ánægjuhljóð. Sumir voru með tárin í augunum og rifj- uðu upp gamlar minningar. Alls staðar mátti heyra: Manstu... manstu... Mikið voru þeir hamingjusamir að vera komnir í gamla bústað- inn aftur. Hvað með konuna? Þeir þekktu hana aftur þegar hún kom til baka, jafnvel þótt hún hefði verið of lengi úti í sólinni og líktist meira stórum, bleikum humri en konunni með kústinn. Þeim líkaði vel við hana. Þess vegna komu viðbrögð henn- ar þeim algjörlega í opna skjöldu. Þegar hún sá stór- fjölskylduna skríða upp eftir húsgögnunum og bókunum hennar fékk hún taugaáfall. Þeir skildu ekkert í hljóðun- um sem komu úr hálsi henn- ar meðan hún starði á ung- lingana í fjölskyldunni klöngrast eftir tölvunni hennar. Þeir voru nú bara að velta því fyrir sér hvaða skrýtna tæki þetta væri. Þeir hristu hausinn meðan þeir fylgdust með henni henda tannburstanum sínum og einhverjum fötum ofan í poka og önduðu léttar þegar hún hljóp út og skellti hurð- inni á eftir sér. Þessir útlend- ingar! Líklega var hún óvön sterkri sólinni og hafði feng- ið sólsting. Og hvað um konuna? Hún settist inn á næsta bar. Það kom áhyggjuglampi í augu þjónsins þegar konan sagðist ætla að fá eina hvítvínsflösku. Var þetta ekki örugglega konan sem bjó þarna í nágrenninu og kom gjarnan í eftirmiðdag- inn og drakk eitt hvítvíns- glas? Eitt glas. Nú sat hún þarna, illa til reika, eldrauð í andliti, með gamlan plast- poka við fætur sér. Þú meinar eitt glas, er það ekki? spurði hann varlega. Eg sagðist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.