Vikan


Vikan - 30.11.1999, Page 12

Vikan - 30.11.1999, Page 12
Vespan úr "Roman Holiday" sem Audrey Hepburn lék í ásamt Gregory Peck og hlaut óskarsverólaun fyrir. "Moon River" úr Breakfast at Tiffany's var spilaö í flutningi hennar sjálfrar. Hlutirnir á sýningunni voru allir fengnir að láni hjá sonum leikkonunnar, Sean og Luca og hjá American Studios, en einnig hjá Hubert de Givency og Valentino, sem voru nánir vinir Audrey Hepburn. [ inngangi aö bók um Audrey Hepburn, sem gefin var út í tilefni sýningarinnar, skrifar eldri sonur leikkonunnar, Sean Ferrer, um móöur sína. Þar segir hann aö fyrst og fremst hafi það verið hennar innri fegurð, byggð á aga, virðingu fyrir Áhrif hennar á stíl og útlit heims- þekktra kvenna voru mikil og voru Maria Callas og Jackie Kennedy einar af þeim sem hrifust af leikkonunni. öðrum og trú á mannlegt eðli, sem skapaði þann stíl sem fólk minnist hennar fyrir. Móðir hans hafi ekki fylgt tískustraumum heldur sótt í hreinar lín- ur og trúað á einfaldleikann. Hún hafi snemma fundið sinn stíl og það útlit sem klæddi hana og því hafi hún ávallt fylgt. Einkunnarorð hennar hafi verið: „Ekki draga að þér óþarfa athygli með útliti þínu. Minna þýðir meira." Hún vildi ekki að útlit hennar segði: „Sjáið mig" heldur „Þetta er ég og ég er ekkert öðruvísi en þú." Á þetta trúöi Audrey Hepburn og það er þess vegna sem hún varð þekkt fyrir fagmennsku, ein- lægni og hlýju bæði í starfi sínu sem leikkona og hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. - Einstakur stíll sagði allt um einstaka konu. 12

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.