Vikan


Vikan - 15.02.2000, Page 13

Vikan - 15.02.2000, Page 13
Karítas, tveggja ára, nýtur þess að hafa mömmu og pabba heima til skiptis. „Á meðan ég var úti í Bretlandi þurfti ég að fara langt til að geta sinnt vinnunni minni, ég var á þvælingi hálfan dag- inn. Mér finnst þetta algjör lúxus að geta gengið niður einn stiga til að komast í vinnuna." Var ekki erfitt að flytja heim eftir ellefu ára dvöl í Bretlandi? „Jú, ég er ekki ennþá búin að venjast því. Það tók mig u.þ.b. tvö ár að aðlagast að- stæðum þegar ég flutti út og ég reikna með því að það taki svipaðan tíma að venj- ast Islandi á nýjan leik. Hér hefur svo margt breyst á meðan við vorum í burtu. Sonur okkar, Hersir Aron, var töluvert lengi að venjast frelsinu sem fylgir því að al- ast upp á íslandi. Úti er mikill agi í skólum og hann þekkti ekkert annað. Fyrstu dagana eftir að við fluttum heim átti hann erfitt með fara einn út og fara í burtu frá húsinu. Smám saman jókst kjarkurinn.“ Starfsheitið kírópraktor segir ekki mikið um starfið sjálft. í hverju felst starf kírópraktors? „Við höfum reynt að finna gott íslenskt orð yfir starfs- heitið en ekki ennþá fundið neitt sem við erum sátt við og lýsir starfinu vel. Á tíma- bili var það þýtt sem hnykkjari en ég get ekki samþykkt það. Mér finnst það hljóma eins og fólk komi út í kraga frá mér. Kíró þýðir hönd og praktor starf þannig að handlækning gæti verið þýðingin en við getum ekki notað slíkt heiti þar sem skurðlæknar nota orðið handlækningar. Kórópraktorafélagið kom fram með heitið liðfræðing- ur sem mér finnst ágætt en það þótti vera of líkt líffræð- ingur. Starf kírópraktors felst í greiningu og meðferð á kvillum í stoðkerfi líkamans, háls-, herða-, höfuð- og mjó- baksverkja. Þegar ég fæ til mín sjúkling í fyrsta skipti tek ég mjög nákvæma sjúkrasögu af honum. I mörgum tilfellum get ég greint meinið eftir sjúkra- sögunni áður en ég skoða hann. Eg sendi líka oft sjúk- linga til annarra sérfræðinga þegar ég tel mig ekki geta hjálpað viðkomandi. Mér finnst mjög mikilvægt að við sem störfum í heilbrigðis- stétt vinnum saman og vís- um hver á annan. Börn finna líka til Ég hef fengið til mín ný- fædd börn sem hafa gengið í gegnum erfiða fæðingu og eru mjög óvær. Ég geng samt úr skugga um að for- eldranir hafi farið með barn- ið til barnalæknis og hann hafi ekki fundið neitt at- hugavert. Margir halda að ég meiði fólk og mikill sárs- auki fylgi meðferðinni en það er mikill misskilningur. Þeir sem eru að koma með ungbörnin til mín er oft fólk sem hefur komið sjálft í meðferð til mín. Ég skil vel að fólk hræðist meðferð sem það ekki þekkir sjálft. Börn- in eru það dýrmætasta sem við eigum og maður lætur þau ekki upp í hendurnar á hverjum sem er. Lítil börn geta þjáðast af höfuðverk og alls kyns kvillum rétt eins og fullorðnir. Þegar börn kvarta yfir verkjum þá eru þeir oftast kallaðir vaxta- verkir. Þau virðast ekki hafa rétt á að finna til eins og fullorðnir. Ég hef verið með unga sjúklinga sem eru með skakka mjaðmagrind. Þessir krakkar eru búnir að finna til í mörg ár. Mjög stór hluti þjóðarinn- ar þjáist af bakverkjum, tímabundið eða í lengri tíma. Bakveikindi eru stórt heilbrigðisvandamál. Stund- um er skurðaðgerð rétta lenskra kírópraktora var stofnað árið 1989. Við erum fimm sem erum starfandi hérlendis í dag en ég veit að nokkrir íslenskir kíróprakt- orar eru starfandi erlendis. Þeir sem eru viðurkenndir eru allir með nám frá er- Sólveig vift sförf á kírópraktorstof- unm sinni. svarið en oft má finna ann- ars konar lausn á vandamál- inu.“ Er þetta lögverndað starfsheiti? „Já, við höfum fengið við- urkenningu hjá heilbrigðis- ráðuneytinu og félag ís- lendum háskólum." Sólveig er bjartsýn á fram- tíðina og þess fullviss að ís- lendingar læri að nýta sér þekkingu kírópraktora, rétt eins og gerist meðal ná- grannaþjóða þeirra. Vikan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.