Vikan


Vikan - 15.02.2000, Side 23

Vikan - 15.02.2000, Side 23
sónarskoðun.“ Hvað er hægt að gera til að lina þjáningar þeirra kvenna sem þjást af legslímuflakki? „f mörgum tilfellum er hægt að lækna sjúkdóminn eða halda honum niðri að veru- legu leyti. Séu blöðrur á eggja- stokkunum er konan send í aðgerð og blöðrurnar fjar- lægðar. Það má skera eða brenna burt skemmdan vef annars staðar, t.d. neðst í grindarholinu eða á legbönd- unum. Lyfjagjöf er líka algeng og þá eru gefin hormónalyf. Nú eru það oftast hormón sem setja konuna tímabundið í einskonar tíðahvörf. Blæð- ingar eru látnar hætta í 6-12 mánuði og menn vona að sjúkdómurinn „brenni út“ eða grói á meðan ekkert blæðir inn í vefina. í einstaka tilfell- um þarf að fjarlægja eggja- stokkana. Þá er líklegt að inntaka pill- unar geti minnkað líkurnar á að konur fái sjúkdóminn. Hormónasamsetning pillunar er þess eðlis að slímhúðin í leginu þynnist og þá minnka blæðingarnar. Við það verða líka minni líkur á að slímhúð flæði inn um eggjaleiðarana í kviðarholið og festist þar. Á móti má segja að lykkjan geti magnað upp möguleikann á sjúkdómnum, sennilega eink- um hjá konum sem telj ast til áhættuhóps, t.d. þeirra sem hafa þetta í ættinni. Við venjulegar tíðablæð- ingar fá 70% kvenna bakflæði í gegnum eggja- stokkana þ.e. eitthvað af blóð- inu úr leginu fer upp í kviðarholið í stað þess að skila sér niður um leghálsinn. Flestum konunum verður ekki meint af þessu bakflæði. Þær konur sem hafa hugsanlegan veikleika gegn legslímuflakk- inu í sér, eitthvað sem þær hafa erft, eru í meiri hættu á að slímhúðin taki sér bólfestu í kviðarholinu eða á eggja- stokkunum. Það er meiri hætta fyrir þær konur sem hafa miklar tíðablæðingar að fá sjúkdóminn, einkum ef þær hafa þetta í ættinni. Við getum leitt að því líkum miðað við þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á sjúkdómnum." Erfðír og menning „Þetta er skrýtinn og marg- slunginn sjúkdómur. Rann- sóknir hafa sýnt að hann hefur m.a. fósturfræðilegar forsend- ur. Hjá sumum konum eru einskonar forstigsfrumur stað- settar í grindarholi, við enda- þarminn og jafnvel víðar um líkamann, t.d. í lungum og nefi. Þær geta breyst og tekið upp á því að fara í önnur hlut- verk en þeim var ætlað, þar með talið að fara að breytast í legslímhúð. Þá blæðir inn í lungum og konurnar hósta mánaðarlega upp blóði, en það er nú óvenjulegt. Sjúkdómurinn er líka eins- konar menningarsjúkdómur. Hér áður fyrr áttu kon- ur á íslandi mörg börn og voru með þau lengi á brjósti. Slíkt virðist geta hindrað sjúkdóm- inn, því ekki blæðir inn í vef- ina á meðan engar eru tíða- blæðingarnar. Á meðgöngu og við brjóstagjöf breytist slím- húðin og verður þynnri og ekkert blæðir. Það hefur líka sýnt sig að legslímuflakk finnst í mun minna mæli í frumstæðari þjóðflokkum þar sem blæðingar eru óreglulegri, m.a. vegna fleiri barneigna. Við höfum séð að konur geta fundið til einkenna áður en þær eignast börn en eftir með- göngu og brjóstagjöf þá hverfa þau. Sjúkdómurinn getur því horfið af sjálfsdáðum. Nýjustu rannsóknir sýna okkur líka að umhverfisþættir geti haft áhrif á tilurð eða framþróun sjúk- dómsins. Díoxín er skoradýraeitur sem er farið að finnast í meira mæli í fæðukeðjunni. Það virðist hafa áhrif á algengi sjúkdómsins. Gerðar hafa verið til- raunir á öpum sem sýndu að apynjur sem fengu díoxín í fæðunni greindust frekar með sjúk- dóminn. Þetta bætist þá við erfðaþáttinn. Nú vitum við að erfðir hafa heilmikið að segja um tilurð og útbreiðslu sjúkdómsins. Konur sem þjást af honum virðast erfa það að þola illa það bakflæði sem á sér stað í leginu við tíðablæðingar. Við höfum fundið margar systur og mæðgur með sjúkdóminn og þær eru í meira en helmingi tilfella með samskonar sjúk- dómsform, til dæmis báðar með sjúkdóminn á eggja- stokkunum. í Noregi, Bret- landi, Bandaríkjunum og víð- ar hefur það sama komið fram. Hér á íslandi hafa rann- sóknir með ættfræðigrunni Is- lenskrar erfðagreiningar sýnt að konur með sjúkdóminn eru miklu skyldari en eiginmenn a/' þeirra eða óvalinn hópur þjóðfélags- þegna. Skyldleikinn er þá nokkra ættliði aftur á bak og konur eiga ef til vill sameigin- lega langalangömmu. Þetta vita þær sjálfar ekki um og það er mjög sérstakt að okkur skuli með þessum öflugu rannsóknaraðferðum hafa tekist að sýna fram á þetta. Nú erum við að notfæra okkur hina einstöku rannsóknaað- stöðu í Islenskri erfðagrein- ingu til að leita að geninu eða „Þá er líklegt að inntaka pillunar geti minnkað líkurnar á að konur fái sjúkdómínn. Hormónasamsetning pillunar er pess eðlis að slímhúðin í leginu pynnist og pá minnka Plæð- ingarnar. Við pað uerða líka mínni líkur á að slímhúð flæði inn um eggjaleiðarana í kuiðarholið og fest- ist par. Á móti má segja að lykkjan geti magnað upp möguleikann á sjúkdómnum, sennílega einkum hjá konum sem teljast til áhættuhóps, t.d. peírra sem hafa petta í ættinni." genunum sem gera það að verkum að um ein eða tvær af hverjum hundrað konum fá þennan slæma sjúkdóm. Ef við getum áfram notið aðstoð- ar íslenskra kvenna við rann- sóknina, þá ættum við hér á landi að geta lagt stóran skerf af mörkum til að finna orsakir sjúkdómsins og kannski finna nýjar aðferðir til að greina hann (ein blóðprufa) og búa til miklu virkari lyf við hon- um. Það yrði ómetanlegt fyrir hundruðir þúsunda kvenna um allan heim.“ Miklir verkir í leginu. Ófrjósemi. Óreglulegar blæöingar. Sársaukafullar samfarir. Vikan 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.