Vikan


Vikan - 15.02.2000, Page 31

Vikan - 15.02.2000, Page 31
Lanvin, Schiaparelli, Vionn- et og Chanel, í hendur á karlmönnum en sú þróun hófst árið 1947. Engin kona myndi af fúsum og frjálsum vilja innleiða að nýju maga- belti, stífa jakka og síð, þung pils. En tískan endurtekur sig í sífellu og þess vegna koma hér nokkur ráð til ykkar sem þetta lesið: 1) Ekki henda gömlum fötum. Þau koma alltaf aftur í tísku. 2) Við höfum misnotað orðin tíska og stíll svo illi- lega að nú veit nánast eng- inn muninn á þeim. Coco Chanel sagði: „Tíska fer úr tísku en stíll er eilífur. Fatn- aður frá Chanel fylgir um- fram allt ákveðnum stí!.“ 3) Armani gerði svipaða hluti fyrir fólk á seinni hluta aldarinnar og Chanel gerði á fyrri hluta hennar. Armani hefur gert konum það kleift að klæðast einkennisfötum og að standa við hlið karl- manna. 4) Ein frábærasta tísku- uppfinning 20. aldarinnar var svarti, ermalausi, hnésíði kokkteilkjóllinn, sá litli svarti. Hann fer vel við há- hælaða skó. Það er svo verk- efni fyrir hönnuði 21. aldar- innar að finna upp skó sem meiða ekki!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.