Vikan


Vikan - 15.02.2000, Side 41

Vikan - 15.02.2000, Side 41
Tilvalið er að nýta gamalt sængurver en þau eru venju- lega 140 sm á breidd og 200 sm á lengd. Sængurveraop eru misjafnlega stór. Sum þeirra eru opin hliðarsaumanna á milli, en á öðrum eru saumar frá hliðarsaumum og opið fyr- ir miðju. A slíkum sængurver- um er best að byrja á að spretta upp saumunum frá sængurveraopinu og út að hliðarsaum. Ef þú ætlar að breyta nýju sængurveri eða sauma það alveg frá byrjun, er best að byrja á að þvo stykkið því það hefur tilhneigingu til að hlaupa í þvotti. Gott er að nota silkiborða sem er u.þ.b. 4 sm á brcidd. Það er gott að teikna rönd inn á sængurverið til að hún verði örugglega bein. Silkiborðinn er festur niður með títuprjón- um u.þ.b. 15 sm frá brún ops- ins. Notið þráð í sama lit og borðinn til að sauma í brúnina sem er nær opinu. Það er smekksatriði hvort að hin brúnin sé saumuð niður. Merkið inn á efnið þar sem þið ætlið að setja hnappagöt. Það er ágætt að hafa þau mitt á billi borðans og brúnarinnar. Það er smekksatriði hversu langt á að vera á milli taln- anna en gott er að miða við 25-30 sm. A nýrri saumavclum er yfirleitt sérstök stilling fyrir hnappagöt og það er nauðsyn- legt að nota slíka vél við gerð þeirra. Búið til hnappa- ____ götin og skerið þau síð- an varlega upp. Nú er lítið eftir annað en að festa tölurnar á efnið og prófa að hneppa í gegnum nýja hnappagatið á sængur- verinu. Sama aðferð er notuð þegar setja á hnappagöt á koddaver- in. Þetta koddaver er sára- einfalt að sauma. Ef þú átt til fyllingu sem þig langar að sauma utan uin er best að mæla hana og sníða svo efnið utan um hana. Að sjálfsögðu má líka sauma koddavcr úr fallegu efni í inisinun- andi stærðum og kaupa fyllingu eftir á. Sníðið efnið í tvö jafnstór stykki. Leggið stykkin sarnan þannig að rangan snúi út og festið niður með títuprjónum. Saumið svo langhliðarn- ar saman. Faldið styttri hliðarnar með því að brjóta u.þ.b. 2 sm inn á efnið og saumið incð þráð sein er samlitur efninu. Snúið verinu við. Merkið inn á hvar þið viljið hafa töl- urnar. Búið til hnappagöt og festið tölurnar eða skreytið á annan hátt, t.d. með blúndum eða smellum. Hvít koddaver eru stflhrein ( falleg. Þetta koddaver hefur breyst mikið með örmjóum bláuni borða. Teiknið línu inn á efnið u.þ.b. 5 sm frá brúninni allan hring- inn. Vandið ykkur sérstaklega þegar línan er teiknuð því ef hún er skökk verður borðinn líka skakkur. Tyllið borðanum með títuprjónum allan hring- inn. Það er vandasamt að sauma örmjóan borða á ann- að efni þannig að það borgar sig að fara sér hægt.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.