Vikan


Vikan - 15.02.2000, Side 44

Vikan - 15.02.2000, Side 44
Eiginmaður Betty Drover hélt að heiman daginn sem hitabylgjan skall á. Hún var svo sem vön því að hann þyrfti að bregða sér að heiman og fara til New York í viðskiptaerind- um en huggaði sig við það að hans var aftur von fyrir helgina. Hitinn ætlaði hana lifandi að drepa og nú óskaði hún sér þess að hún hefði ekki hætt í vinnunni. Ekki vegna þess að henni líkaði vinnan vel, heldur vegna þess að á gamla vinnustaðnum hennar var góð loftkæling. Hitabylgjan skall á í byrj- un september og það var óvenjulegt á þessum slóðum því haustin voru tiltölulega svöl og það var algengara að fólk þyrfti að dúða sig en að þurrka af sér svita. Tvennt var aðalumræðu- efni borgarbúa. Annars veg- ar hitabylgjan og hins vegar „Kyrkjarinn". „Kyrkjarinn" hafði þegar myrt fjórar konur í þeim borgarhluta þar sem Betty bjó og það var ekki nema von að hann ylli ógn og skelfingu og að flestar ein- stæðar konur reyndu að halda sig sem mest innan dyra. Betty fann til einmana- leika og óöryggis strax og eiginmaður hennar var far- inn að heiman. Hún gat ekki stillt sig um að lesa aftur og aftur frásagnir dagblaðanna af hinum óða morðingja sem kallaður var „Kyrkjarinn frá Lakemont.“ Blöðin fullyrtu að hann sæti um einstæðar konur eða konur sem væru einar heima. Það væri ómögulegt að vita hvar hann bæri niður næst en eitt væri víst að hann myndi halda áfram iðju sinni þangað til lögregl- an hefði hendur í hári hans. Betty huggaði sig við að það var öflug læsing á íbúð- inni hennar og hún þurfti ekki mikið að fara ein að heiman og hún var einnig meðvituð um hættuna og vör um sig. Þau hjónin höfðu ákveðið að láta hreinsa motturnar í íbúðinni á meðan eiginmað- urinn væri að heiman. Betty rúllaði þeim upp í stranga og setti út fyrir dyrnar. Hugsaði sem svo að þar myndi hún vísa teppahreins- unarmönnunum á þær og þannig komast hjá því að hleypa einhverjum ókunn- ugum inn í íbúðina. Þegar hún var búin að þessu settist hún niður og fór að ráða krossgátur til þess að drepa tímann. Síminn hringdi. Nágranni hennar, fröken Sylvia Brown var í síman- um. Hún var fyrrverandi kennari, komin á eftirlaun og hafði ekkert annað að gera en að hringja út og suð- ur og slúðra. „Ertu ekki hrædd að vera svona alein heima,“ sífraði hún. „Þeir eru ekki búnir að ná „Kyrkjaranum“ enn. Og svo er þetta veður. Þeir segja að það eigi eftir að verða enn meiri hiti.“ Betty andvarpaði. „Þú getur komið til mín og verið hjá mér þangað til maðurinn þinn kemur heim,“ sagði sú gamla. „Sama og þegið," svaraði Betty að bragði. Hún sat góða stund og hlustaði á grannkonu sína masa. Loks varð kennslu- konan þreytt og kvaddi. Betty varð dauðfegin. Hún komst ekki hjá því að bregða sér út í búð og kaupa í matinn. Hún brá yfir sig léttum sumarjakka og hugð- ist ganga út. Um leið og hún opnaði hurðina brá henni í brún. Risavaxinn maður stóð við dyrnar með útréttar hendur og henni fannst hann vera að seilast til sín. Betty öskraði. „Hvað er um að vera?“ varð manninum að orði. „Ég átti að sækja mottur í hreinsun hingað.“ Betty róaðist. „Þær eru þarna,“ sagði hún og benti á mottustrang- ann. „Fyrirgefðu hvernig ég hagaði mér. Ég varð svolítið hrædd.“ „Allt í lagi,“ sagði hann og beygði sig yfir motturnar. „Þær verða tilbúnar eftir tvo daga.“ „Það er gott,“ svaraði hún. „Þegar þú kemur með þær getur þú skilið þær eftir hérna við dyrnar." Urn leið og maðurinn var farinn gægðist Sylvia Brown fram úr íbúðinni sinni. „Mér heyrðist einhver öskra,“ sagði hún og var greinilega hin spenntasta. „Það var ekkert.“ Betty yppti öxlum. Ef það hefði verið einhver ástæða til að hljóða hefði hjálpin borist of seint, hugsaði hún og ein- setti sér að reyna að hafa betri stjórn á sér framvegis. Betty hélt rakleiðis til slátrarans. Henni var enn órótt og meðan hún beið eftir afgreiðslu virti hún slátrarann fyrir sér. Allt í einu fannst henni að hann væri tortryggilegur. Það voru blóðblettir á svuntunni hans og um varir hans lék ógeðslegt glott. Hún flýtti sér sem mest hún mátti og um leið og hún lokaði útihurðinni á eftir sér, sagði hún við sjálfa sig að hún ætlaði ekki aftur út fyrir hússins dyr fyrr en eigin- maðurinn væri kominn heim. En hitinn í íbúðinni var óbærilegur. Um stund velti hún því fyrir sér hvort hún ætti að leggja í að fara til leigusal- ans og kanna hvort mögu- leiki væri á því að fá loftkæl- ingu í íbúðina. Hún var tví- stígandi en þegar henni fannst vera orðið erfitt að ná andanum ákvað hún að láta sig hafa það að fara. Hún hljóp við fót á leiðinni. Leigusalinn, sem hét Fel- ix, var sannarlega heldur ógeðfelldur og dularfullur maður. Betty kunni hreint ekki við hann. „Loftkælingu?" hváði hann og hló. „Ég og maður- inn þinn erum búnir að ræða málið. Ég bauðst til að láta ykkur fá loftkælingu en hann vildi ekki greiða neitt fyrir hana.“ „En...“ andmælti Betty. „Maðurinn minn er ekki heima og hitinn er að drepa 44 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.