Vikan


Vikan - 24.10.2000, Page 6

Vikan - 24.10.2000, Page 6
Texti: Unnur J ó h a n n s d ó 11 i r Myndir: Hreinn Hreinsson Melkorka Tekla er upp- rennandi leikstjóri. Hún er jafnframt leiklistar- ráðunautur Þjóðleikhúss- ins og fyrsta konan sem gegnir því starfi. Fyrsta leikstjórnarverkefni hennar í Þjóðleikhúsinu var leikritið Abel Snorko býr einn, eftirfranska leikskáldið Eric- Emmanuel Schmitt, sem var frumsýnt á Litla sviðinu í nóvember 1998. Sýningunni var ákaflega vel tekið og hún varð geysivinsæl. í vetur mun Melkorka Tekla leikstýra frumupp- færslu á nýju íslensku leikriti eftir Kristján Þórð Hrafnsson sem nefnist Já, hamingjan. MelkorkaTeklafædd- ist í Reykjavík árið 1970 en bjó víða á sínum uppvaxtarár- um, í Kaupmannahöfn, Stykk- ishólmi og á Akureyri. Á menntaskólaárunum fluttist hún til Reykjavíkur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík. „Ég lagði stund á íslensku og bókmennt- ir við Háskóla íslands og fór að loknu BA-prófi til Parísar þar sem ég lauk meistaraprófi í leik- húsfræði." Hvenær vaknaði áhugi þinn á leikhúsinu? „Á æskuheimili mínu ríkti mikill áhugi á list- um og ég hef alltaf haft mjög sterka listþörf. Fram eftir aldri lagði ég stund á ólíkar listgrein- ar eins og myndlist, Ijóðlist og leiklist. Leiklistin hafði þó vinn- inginn að lokum og þegar ég var í Háskóla (slands tók ég þá ákvörðun að fara til Frakklands í leikhúsfræðinám, enda sam- einast ólíkar Iistgreinar í leik- húsinu. Mig langaði að starfa sem leikhúsfræðingur og leik- stjóri og ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess," segir Melkorka Tekla og brosir. Leiklistarráðunautur hjá RÚV og Þjóðieikhúsinu Að loknu námi f Frakklandi árið 1995 réðst Melkorka Tekla til starfa sem leiklistarráðunaut- ur við leiklistardeild Ríkisút- varpsins. „María Kristjánsdótt- ir leikstjóri var leiklistarstjóri RÚV þann tfma sem ég starf- aði þar og það var afar lærdóms- ríkt að starfa með henni. Út- varpið varðveitir merkar heim- ildir um íslenska leiklist sem fróðlegt var að kynnast. Það rík- ir mikill metnaður á leiklistar- deildinni og Ríkisútvarpið er skemmtilegur vettvangur, með- al annars vegna þess að þar vinnursamanfólkúröllum leik- húsum. Samhliða starfinu hjá RÚV vann ég í Þjóðleikhúsinu sem aðstoðarmaður leikstjóra og setti auk þess upp leiksýn- ingar bæði með áhuga- og at- vinnuleikurum." Melkorka Tekla sótti um stöðu leiklistarráðunautar við Þjóðleikhúsið þegar starfið var auglýst tiI umsóknarárið 1997. P® i Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.