Vikan


Vikan - 24.10.2000, Síða 20

Vikan - 24.10.2000, Síða 20
texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir Það geta nú sennilega ekki margir sagt að þeir hafa gaman af húsverkunum þótt mörgum dugn- aðarforkum farist þau betur úr hendi en okkur hinum sem hrýs hugur við uppvaskinu eða ryksugunni. í nýlegri breskri könnun kom það fram að eitt aðalþrætuefni hjóna og sambúðarfólks eru hús- verkin, þ.e. hver á að gera hvað, af hverju viðkom- andi gerði ekki það sem hann ,,átti“ að gera og svo framvegis. í nútímasamfélagi er sem beturferekki sjálf- gefið að það sé konan sem vinni meirihluta húsverkanna, þótt það sé nú víst enn æði oft raunin, en í þeim tilvikum sem karlinn er dug- legri en konan fær hann mikla samúð sam- ferðarfólks sín fyrir hversu duglegur hann er við heimilsstörfin! Ef þú ert í þessari aðstöðu, að vera sá sem meira gerir á heimilinu, sama hvort þú ert karl eða kona, ættir þú að hafa eftirfarandi ráð bak við eyrað næst þegar heim- ilsstörfin ber á góma. Hrósaðu maka þín um fyrir vel unnin störf á heimilinu sem hann er ekki vanur að vinna. Ef þú ert reyndari í húsverkunum en maki þinn skaltu gefa honum skýr skilaboð um hvernig hann eigi að bera sig að. Gerið bað sem ykkir tiykir skemmtilegt Skiptið verkunum þannig með ykkur að þið gerið þau hús- verk sem ykkur þykja skemmti- legust eða að minnsta kosti skást. Láttu hann skúra ef þér finnst það erfitt eða leiðinlegt en sjáðu sjálf um að þurrka af og laga til svo allt skrautið, kertastjakarnir og blómapott- arnirfari núörugglegaá „rétta" staði aftur. Skýr skilaboð Ef þú ert reyndari í húsverk- unum en maki þinn skaltu gefa honum skýr skilaboð um hvern- ig hann eigi að bera sig að. Þótt þér þyki sjálfsagt að ryksuga undir rúm og vitir að ekki á að setja brjóstahaldara með spöng- um beint í þvottavélina er ekki víst að maki þinn viti það. Ef skilaboð þín eru óskýr og al- menns eðlis þýðir ekki að fara í fýlu þótt makinn geri hlutina öðruvísi en þú vildir. Nauðsynlegt suigrúm Það getur hins vegar gert maka þinn brjálaðan ef honum finnst þú anda niður um háls- málið hjá honum og fylgjast með hverri hreyfingu hans þeg- ar hann sinnir heimilsstörfun- um. Þegar þú hefur útskýrt hvað á að fara saman í þvottavélina eða hvernig best sé að bóna eld- húsgólfið skaltu láta maka þinn algjörlega í friði! Leyfðu hon- um að vinna á sínum eigin hraða og eins og honum þykir best. Ef þú ert of afskipta- söm/samur verða heimilisstörf- in eilíft bitbein og makinn gefst upp á að reyna að vinna sinn hluta starfans. Hrós skiptir máli Hrósaðu maka þínum fyrir vel unnin störf á heimilinu sem hann er ekki vanur að vinna. Þótt þér finnist sjálfsagt að setja í þvottavélina eða vaska upp eftir hverja máltíð þarf maki þinn kannski á örlítilli hvatningu og hrósi að halda þegar kemur að þessum verk- um. Forðastu nöldur Er eldhúsið allt í drasli eftir að maki þinn eldaði kvöldmat- inn til þess að gleðja þig? Reyndu að koma því kurteislega að að það þurfi líka að ganga frá eftir matinn í stað þess að fara upp á háa c-ið eða nöldra í hálf- tíma yfir draslinu. Lítil uerðlaun Hvernig væri að taka íbúðina eða húsið í gegn og ákveða svo að fara út að borða eða í bíó að því loknu? Ykkur gengur senni- lega báðum betur að klára húsverkin ef þið hafið ákveðið að verð- | , launa ykkur að þeim j loknum. 20 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.