Vikan


Vikan - 24.10.2000, Síða 30

Vikan - 24.10.2000, Síða 30
g j 0 6 Með haustinu dekkjast litirnir yfirleitt bæði í fatnaði og snyrtivörum. Nú í haust virðist djúpfjólublár litur áberandi bæði í varalitum og í augnskuggum. Léttir, Ijósir undirlitir eru einkum heiðbláir, Ijósbrúnir, rósbleikt, Ijósfjólubláir og jafnvel út í beinhvítt. Gráir litir eru einnig áberandi í tónum alveg frá Ijósöskugráu og út í dökkgrátt. Augnblýantar verða mik- ið notaðir í haust til að undirstrika útlínur augnanna og tískan er dökkbrúnar, svartar og dökkgráar línur. Varalitirnir eru sterklitaðir og áberandi eru purpurarauðir litir. Sá litur er mikið í naglalökkunum líka. Það er hins vegar nýtt í haust að Ijóslitað gloss er notað á varirnar eitt og sér yfir daginn en yfir dökkan varalit á kvöldin. Glossið gefur varalitnum glans- andi áferð sem ætti að draga athyglina enn frekar að fagurrauðum vörum sem búið er að móta fallega með varalitablý- anti. Litalínan frá Yves Saint Laurent er að mörgu ieyti dæmigerð fyrir einmitt þetta og sést haustlína fyrirtækisins vel hér á síðunni. Huernig farða stjörnurnar sigP Hvað er of mikið og hvað er of lítið þeg- ar förðun er annars vegar? Sumar konur eru þeirrar skoðunar að alls enginn farði sé einmitt málið meðan aðrar telja að alltaf megi aðeins bæta við andlitsmálninguna. Kvikmynda- stjörnur sjást sjaldan ófarðaðar og hér má sjá hvernig nokkrar þeirra nota andlitsfarða á daginn og á kvöldin.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.