Vikan


Vikan - 24.10.2000, Page 38

Vikan - 24.10.2000, Page 38
JillopspiBJBH JngijQng :jj(a}UBuiBS panta pízzu Pizzupantanir eru ekkert gamanmál og margir eru sveittir og þreyttir eftir að hafa pantað sér pizzu. Þeim finnst þeir hafi sloppið naumlega úr frumskógi tilboða og tegunda og eru þeirri stund fegnastir þegar símtalinu er lokið. Best er að vita nákvæmlega hvað maður vill og láta freistandi tilboð ekki slá sig út af laginu. Spurningar eins og „Viltu ekki fá brauðstangir með?“ og „Viltu ekki sækja pizzuna og fá aðra fría með?“ koma mörgum úr jafnvægi. Alhörðustu og vönustu við- skiptavinirnir eru farnir að kunna á kerfið og finnst ekkert tiltökumál að panta sér pizzu lengur. Sum- ir þeirra eru meira að segja farnir að hafa gaman af því að hringja á pizzustaði og gera smá at í leið- inni. Ein harðasta hetjan í bransanum segir það hina bestu skemmtun að hringja t.d. í Domino's, segjast vera með Hróa hött á hinni línunni og ætla að kaupa pizzu hjá þeim sem býður betur. Ef þú hefur gaman af því að skemmta þér á kostn- að annarra skaltu endilega prófa þessar aðferðir sem hér koma á eftir. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8 9. 50 góð ráð til að gera pizzu pontun skemmtilegri Notaðu ýkt mikið slangur þegar þú pantar pizzuna. („Meikaðu eina þokkalega feita slæsu með plenty tjís á kantinum ...“) Búðu til gervikortanúmer og athugaðu hvort viðkom- andi taki við númerinu. Segðu þeim að senda til þín pizzuna og spurðu hvort sendillinn geti kom- ið við á McDonalds og tek- ið einn „Big Mac“ fyrir þig í leiðinni. Ef þú ert með tónvalssíma skaltu ýta af og til á takk- ana. Biddu síðan mann- eskjuna sem er að taka við pöntuninni að hætta þessu. Ljúktu símtalinu með þvt að segja: „Mundu ... við áttum aldrei þetta símtal!" Svaraðu öllum spurningum með spurningum. Byrjaðu símtalið á að gefa upp heimilisfangið þitt og segðu síðan „Komdu mér á óvart," og skelltu svo á. Bættu þessum orðum inn í samtalið: Afturhalds- hyggja, Keikó, Bónusferð- ir, flasa. Stafaðu það sem þú vilt sem álegg á pizzuna. 10. Talaðu mjögsmámælt þeg- ar þú segir sósa og ostur. 11. Stamaðu á öllum p-orðum. 12. Spurðu viðkomandi hvern- ig hann sé klæddur. 13. Pantaðu 52 pepperoni- sneiðar og láttu raða þeim í blómamynstur á pizzuna. 14. Láttu sem þú þekkir við- komandi. „Vorum við ekki saman í sumar- búðum?" 15. Reyndu að leigja þér pizzu. 16. Spurðu hvort þú megir eiga pizzu- kassann. Þegar þau segja já skaltu þykj- ast ofsaglöð/ofsaglað- ur. 17. Þegar þú ert spurð/ur hvernig þú viljir hafa pizzuna segðu þá: „Shaken, not stirred.“ 18. Biddu þau um að tvítékka á því hvort pizzan sé ekki örugglega dauð þegar hún kemur út úr ofninum. 19. Hermdu eftir rödd þess sem tekur við pöntuninni. 20. Biddu um kynþokkaafslátt. 21. Þegar þú ert spurð/ur hvað þú viljir, segðu þá: „Ehh, ertu að meina núna ... eða á pizzuna?" 22. Segðu að þetta sé brúð- kaupsafmælið þitt og spurðu hvort sendillinn sé til í að fela sig í runnunum fyrir framan hjá þér og koma konunni á óvart með pizzunni. 23. Spurðu hvort hægt sé að senda matseðil heim til þín. 24. Talaðu eins og þú sért við- skiptafræðingur og biddu um uppreiknað verð pizzunnar með tilliti til flatra ríkisbundinna vaxta. 25. Pantaðu ... og segðu síðan að þetta samband ykkar komi ekki til með að ná 38 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.