Vikan


Vikan - 24.10.2000, Qupperneq 56

Vikan - 24.10.2000, Qupperneq 56
Texti: Hrund Hauksdóttir 56 Vikan Gelneglur mjög vinsælar Vikunni lék forvitni á að kynna sér þessi mál nánar og því var tekið hús á Bergþóru Eiðsdóttur, eiganda naglastof- unnar Neglur og List en stofan hefur notið mikilla vinsælda allt frá upphafi. Þar er veitt alhliða þjónusta sem lýtur að hand- og naglasnyrtingu. Bergþóra segir að svokallað- ar gelneglur séu vinsælastar: ,,Þá eru neglurnar snyrtar og bindiefni sett ofan á þær og að lokum gel. Með þessu móti verða neglurnar sterkar og fá mjög fallegan glans. Sérhver viðskiptavinur ræður að sjálf- sögðu hvernig lag hann vill hafa á nöglunum og „french manicure'1 er vinsælt hjá okk- ur enda löngu orðið sígilt. ( ,,french manicure" eru naglatopparnir hafðir hvítir fremst og fölbleik glanshúð er sett yfir allar neglurnar. Við erum einnig með hefðbundna hand- og naglasnyrtingu fyrir konur sem eru með eigin negl- urog bjóðum meðal annars upp á styrkingu fyrir neglurnar. Fyrir þær konur sem eiga erfitt með að safna nöglum, en vilja gjarnan hafa þær langar, setjum við toppa fremst á negl- urnar (sem er eins konar fram- lenging á nöglunum) og síðan eru þær sverfðar til í fallegt form. Að því loknu setjum síð- Fátt er jafn fallegt og vel hirtar og fallega lagaðar neglur. Sumar konur eru svo heppnar að hafa sterk- ar og góðar neglur frá nátt- úrunnar hendi en þær eru sennilega fleiri sem eiga í stöðugu basli með þær. í gegnum tíðina hafa konur hamast við, með misjöfn- um árangri, að þjala neglur sínar og setja þykk lög af naglaherði ofan á þær í þeirri von að neglurnar verði langar og fínar. í dag er hins vegar komin ný tækni í naglasnyrtingu sem gerir konum kleift að vera með sterkar, langar og glansandi neglur allan ársins hring, með afar lítilli fyrirhöfn. skiptum við annað fólk, eins og t.d. viðýmisafgreiðslu-og þjón- ustustörf." Fer það ekki illa með neglurnar að vera með gel á þeim til lengri tíma? ,,Nei, þær eiga það að vísu til að þorna aðeins upp, en ég er mjög vandfýsin og nota ein- göngu hágæðaefni. Neglurnar vaxa líka alltaf að nýju, endur- nýjast rétt eins og litur vex úr hári." Er þetta skemmtileg vinna? ,,Já, það finnst mér, annars myndi ég ekki starfa við þetta! Sumir halda að þetta sé einhæft starf en það er mesti misskiln- ingur. Maður er alltaf að hitta nýtt fólk og starfið byggist mik- ið á mannlegum samskiptum. Það er líka mjög gaman að hjálpa konum við að fá fallegar og góðar neglur. Stundum koma hingað konur sem eru alveg miður sín út af ástandi nagla sinna og það er einstakleg góð tilfinning þegar manni hefur tekist að gera þær fínar því kon- urnar varða svo glaðar. Það er mikið að gera hjá okk- ur og því er opið á laugardög- um og einnig höfum við ákveð- ið að hafa opið til klukkan 9 á fimmtudagskvöldum. Nýlega hleyptum við af stokk- unum förðunaraðstöðu á stof- unni þar sem boðið er upp á bæði dag- og kvöldförðun en þetta er skemmtilegur viðauki við naglasnyrtinguna." Neglur og list er að Suður- landsbraut 52 (bláu húsunum) og síminn er: 553 - 4420. an bindiefni, gel og glans yfir. Þannig verða neglurnar bæði fallegar og endast lengi. Það er þó nauðsynlegt að koma reglu- lega á stofuna til að halda nögl- unum við." Hverjir eru viðskiptavinir ykkar? ,,Við fáum alls konar við- skiptavini," segir Bergþóra brosandi. ,,Hingað koma kon- ur sem eru með lélegar neglur sem hefur aldrei tekist að ná þeim löngum. Það koma líka til okkar konur sem eru með ágæt- is neglur frá náttúrunnar hendi en nenna ekki að standa í því að þjala, næra og hugsa stöðugt um neglurnar eða hafa hrein- lega ekki tíma til þess. Þeim finnst afar þægilegt að láta okk- ur sjá um þetta og vera alltaf með glæsilegar neglur með svo að segja engri fyrirhöfn." Er konum mikilvægt að hafa vel snyrtar neglur? ,,Já, það er ekki nokkur spurning," segir Bergþóra „Sumar konureru með illafarn ar neglur og eiga þá jafn- vel til að reyna að fela hendursínarog verða þvingað- ar í framkomu. Það veitir um ákveðið öryggi að vera með vel snyrtar og fallegar neglur sérstaklega ef að þær vinna störf þar sem þær nota mikið hendurnar í sam-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.