Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 52

Menntamál - 01.08.1942, Blaðsíða 52
42 MENNTAMÁL kröftum, einnig með sýningum og þess háttar. En þetta er ekki nóg. Kennarar þurfa einnig að eiga þess kost að ferðast milli skóla hérlcndis, á meðan skólarnir starfa, til þess að kynnast fyrirmyndar kennsluaðferðum, kennslu- tækjum og ýmsum nýjungum. Margir íslenzkir skólar og einstakir kennarar geyma ýmislegt varðandi störf okkar, sem kennarar almennt gætu lært mikið af. Það var stundum leitað langt yfir skammt í utanlands ferðum kennara. Þeir lærðu þá sitt af hverju, sem áður var kunnugt og notað hér heima. Kennarar, sem hafa áhuga á starfi sínu og vilja ekki „forpokast“, hafa mikla löngun til að líta í kring um sig og horfa á kennslu hjá kennurum, er þeir búast við að geta lært eitthvað af. Jafn- vel þaulreyndir kennarar telja sér slíkt mikils virði. Hvað mættu þá ungir og óreyndir kennarar segja? Öllum kennurum eru námsferðalög holl og nauðsynleg við og við. Þau endurnýja starfsfjörið og áhugann og auka þekkinguna. En af því að leiðirnar til útlanda eru að mestu lokaðar, á nú að skapa möguleika til innanlands náms- ferða fyrir kennara. Gera má ráð fyrir, að þetta mál sé mest fyrir kennara utan Reykjavíkur, því að skólar höfuðstaðarins yrðu fyrst og fremst heimsóttir, þótt aðrir skólar kynnu einnig að fá heimsóknir. Það eru líka fyrst og fremst kennarar dreif- býlisins, sem þurfa að njóta þessa. Hvernig kemst svo þetta í framkvæmd? Ef til vill vildu einstaka bæjar- eða jafnvel sveitarfélög styrkja kennara sína í þessu augnamiði, en óvíða yrði það og ófullnægjandi. Þarna þarf ríkið að leggja fram fé, til þess að kosta kennara í stað þeirra, sem fengju fararleyfi um 1—2 mán- aða tíma. Fræðslumálastjóri eða stjórn S.Í.B. ætti svo að skipu- leggja ferðirnar, eftir því sem umsóknir bærust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.